Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 37 Haustmót TR: Björgvin Jónsson með fullt hús vinninga Skák Margeir Pétursson BJÖRGVIN Jónsson úr Skák- félagi Keflavíkur hefur tekið örugga forystu á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem nú er tæplega hálfnað. Björgvin hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar og tekist að sigra tvo af hættu- legustu keppinautum sínum, þá Davíð Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Efsti flokkur á Björgvin Jónsson haustmótinu er eingöngu skipað- ur ungum skákmönnum, aldurs- forseti þar er Árni Ármann Áraason, sem þó er aðeins 23 ára gamall. Á mótinu tefla velflestir af okkar enilegustu skákmönn- um, en eldri og reyndari meistar- ar virðast vera orðnir ragir við að etja kappi við þennan öfluga æskuher. Frábær byijun Björgvins þarf ekki að koma ýkja mikið á óvart eftir íslandsmótið á Grundarfírði í síðasta mánuði þar sem hann sótti sig mikið í lokin eftir mjög slaka byijun. Tap fyrir Hannesi Hiífari í fýrstu umferð íslandsmótsins virtist koma honum úr jafnvægi, en á haustmótinu tókst honum að hefna fyrir þann ósigur og leggja Hannes að velli í bráðskemmtilegri skák. Röðin í efsta flokki á haustmót- inu er sem hér segir. Það ber að athuga að þeir Hannes Hlífar og Davíð Ólafsson hafa þegar teflt skák sína úr sjöttu umferð, svo for- skot Björgvins er enn meira en vinningatalan gefur til kynna: 1. Björgvin Jónsson, 2.295 stig, 5 v. 2. Hannes Hlífar Stefánsson, 2.350 stig, 4>/2 v. 3. Jóhannes Ágústsson, 2.135 stig, 3>/2 v. 4. Tómas Bjömsson, 2.155 stig, 3 v. 5. Davíð Ólafsson, 2.315 stig, 3 v. 6. -7. Jón Garðar Viðarsson, 2.140 stig, 2>/2 v. 6.-7. Hrafn Loftsson, 2.135 stig, 2»/2 v. 8.-9. Þröstur Ámason, 2.080 stig, 2. v. 8.-9. Sigurður Daði Sigfússon, 2.115 stig, 2. v. 10.—12. Halldór Grétar Einarsson, 2.080 stig, 1 v. 10.—12. Snorri Bergsson, 2.115 stig, 1 v 10,—12. Ámi Á. Ámason, 2.160 stig, 1 v. Staðan í B-flokki: 1,—2. Ögmundur Kristinsson og Eiríkur Bjömsson 3'A v. af 5 mögu- legum. 3. -4. Ágúst Ingimundarson og Héðinn Steingrímsson 3 v. Staðan í C-flokki: 1,—2. Ragnar Valsson og Þór Öm Jónsson 4 v. 3.-4. Jón Thor Haraldsson og Kristinn P. Magnússon 3‘/2 v. D-flokkur er öllum opinn, enda er hann langfjölmennastur. Þar er teflt eftir Monrad-kerfí og er staða efstu manna þessi: 1. Eggert ísólfsson 5 v. 2. Amór Gauti Helgason 4’A v. 3. -5. Hrannar Baldursson, Friðrik Egilsson og Rafn Jónsson 4 v. Keppendur á haustmótinu em að vísu vel yfír eitt hundrað talsins, en þátttakan er þó með dræmara móti. Aðsókn á æfingar Taflfélags Reykjavíkur hefur einnig verið slök að undanfomu og má vafalaust rekja þetta til þess að ný sjón- varpsstöð gefur kost á fjölbreyttari afþreyingu heima fyrir. Þrátt fyrir aðHannes Hlffar Stef- ánsson sé aðeins 14 ára gamall var hann fýrirfram álitinn einn af sigur- stranglegustu þátttakendunum, því á íslandsmótinu hlaut hann 6 vinn- inga af 11 mögulegum sem var frábær árangur. í skákinni við Björgvin sem hér fer á eftir hugð- ist hann greinilega vinna á mátsókn eins og honum tókst í Gmndar- fírði. En nú var Björgvin fastari fýrir, hann náði öflugri gagnsókn og náði að koma fram hefndum: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvöm, drekaafbrigðið. I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - g6, 6. Be3 - Bg7, 7. f3 - Rc6, 8. Dd2 Hannes beitir júgóslavnesku árásinni, sem er hvassasta svarið við drekanum. - 0-0,9. Bc4 - Bd7,10. h4 - Da5 Það er meira í tízku um þessar mundir að leika 10. — Hc8, 11. Bb3 — Re5, 12. 0-0-0 — h5, og reyna að stöðva hvítu sóknina í fæðingu. II. 0-0-0 - Hfc8, 12. Bb3 - Re5, 13. h5 - Rxh5,14. Bh6 - Rd3+!? Fyrstur til að leika þessum skemmtilega leik var Finninn Heikki Westerinen, sem beitti hon- um gegn Gheorghiu á móti í Örebro 1966. 15. Kbl! - Rxb2!, 16. Kxb2 - Bxh6, 17. Dxh6 - Hxc3! Þetta er sterkara en að drepa með drottningu, því það kemur sér vel í framhaldinu að eiga möguleika á því að fóma skiptamun á b3. 18. g4 - Rf6, 19. e5 Byijanabækur mæla með þessum leik. Nú verður svartur að gæta sín á gildmnni 19. — dxe5?, 20. g5 — Rh5, 21. Hxh5 - gxh5, 22. g6 - Hxb3, 23. Rxb3. — Hxb3+, 20. axb3 — dxe5, 21. Re2 - Be6, 22. Rc3 - Hc8 Það má ekki mikið út af bregða í þessu afbrigði eins og skákin Mecking — Joksic, Vrsac 1971 sýn- ir: 22. - e4?, 23. Rxe4 - Hc8, 24. Kbl — Hc6?, 25. g5 og svartur gafst upp. 23. Re4 - Hc6 Nú hleypur Hannesi kapp í kinn, hann teflir til vinnings, en bækum- ar gefa upp 24. g5 — Rh5, 25. Hd6!? - Bxb3!, 26. Hal! - Dxal+!, 27. Kxal — Hxd6, 28. cxb3 og líklegasta niðurstaðan er jafntefli. 24. Hd6? - Hxd6, 25. g5 Hvítur hefur líklega vonast eftir 25. - Rh5??, 26. Hxh5 - gxh5, 27. Rf6n— exf6 28. gxf6 og máti verður ekki forðað. Svartur á hins vegar miklu sterkara svar og fer sjálfur í sókn. - Bxb3!, 26. cxb3 - Rh5, 27. Rxd6 - exd6, 28. Hxh5 - Dd2+, 29. Ka3 — gxh5, 30. Dxh5 — a5, 31. Dg4? Flýtir fyrir útslitunum, en hvíta staðan var auðvitað töpuð. — Db4+! og hvítur gafst upp, því peðsendataflið er alveg vonlaust. Gary Kasparov Bók um heimsmeistara- einvigið er komin út Brezku skákbókaútgefendumir Batsfom em að venju eldsnöggir að koma út bók um heimsmeistara- einvígið sem nú er nýlokið. Sem fyrr em höfundar bókarinnar hinn frægi enski stórmeistari Raymond Keene og mágur hans, David Good- man, sem sér um skákfréttir fyrir AP-fréttastofuna. Það fer ekki mikið fyrir þessari bók og er verði hennar stillt í hóf, enda seljast bækumar um heims- meistaraeinvígin í tugþúsundum eintaka, mun betur en aðrar skák- bækur. Miðað við hve snöggir þeir félag- ar vom að koma út bókinni verður að segjast að hún er býsna góð. Þar sem Keene var aðalskipuleggj- andi þess hluta einvígisins sem fram fór í London veit hann um allt sem gerðist á bak við tjöldin. Bókin er skrifuð í skemmtilegum stíl, það er helst að ég sakni þess að í henni er ekkert minnst á þær ásakanir Kasparovs að tveir aðstoðarmenn hans hafí selt Karpov upplýsingar um byijanarannsóknir hans. Skákskýringamar em þokkaleg- ar miðað við tfmahrakið sem höfundamir vom í, en mörgum spumingum er þó látið ósvarað. í lok bókarinnar er viðtal við Kasp- arov, sem tekið var eftir að hann hafði tryggt sér sigur í einvíginu. Þar kemur m.a. fram að hánn verð- ur væntanlega á meðal dómenda í fegurðarsamkeppninni ungfrú heimur, sem haldin verður í London í nóvember. Keppninni ætti að vera mikill akkur í að fá djúpt innsæi hans og frábært stöðumat til liðs við sig. Bókin um heimsmeistaraeinvígið ætti að vera komin í bókaverzlanir hérlendis eftir 1—2 vikur. Minni bensíneyðsla. Meiri ending. Betra grip í bleytu og hálku. Örugg rásfesta í snjó. GOODYEAR ULTRAGRIP2 □ Gott grip □ Góð ending □ Fastara grip □ Öruggari hemlun □ Hljóðlátari akstur □ Meiri ending LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfÝEAR n r- 80 695500 -—-— --------- . - ----------------:_i___:____:__ -_______:__
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.