Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
Hlynntur lengri opnunar-
tíma ef vinnutími verslunar-
fólks verður ekki lengdur
- segir Magnús L. Sveinsson
BORGARSTJÓRN Reykjavík-
ur samþykkti á fimmtudaginn
að fela borgarráði að endur-
skoða reglugerð um opnun-
artíma verslana. Magnús L.
Sveinsson, formaður Verslun-
armannafélags Reykjavíkur
og forseti borgarstjómar,
segist hlynntur lengri opnun-
artíma verslana ef það kemur
ekki niður á lengri vinnutíma
starfsfólks.
Magnús sagði að augljóst væri
að eitthvert samræmi þyrfti að vera
milli opnunartíma verslana á höfuð-
borgarsvæðinu, því neytendur í
Reykjavík væru að vonum ósáttir
við að þurfa að fara í önnur sveitar-
félög í grenndinni til að versla á
kvöldin og um helgar. Verslunar-
hættir hefðu breyst, lítið samræmi
væri t.d. í því að menn gætu keypt
sælgæti fram til miðnættis á hverju
kvöldi en ekki nauðsynjavöru.
Hann sagði afgreiðslutíma versl-
ana vandamál hjá flestum þjóðum
sem hann þekkti til, þar sem beint
samband væri milli afgreiðslutíma
verslana og vinnutíma afgreiðslu-
fólks, og því hefðu hagsmunasam-
tök verslunarfólks lagt áherslu á
að einhverjar almennar reglur giltu
um opnunartíma.
„Ég hef viljað halda því fram,
að hægt sé að veita nauðsynlega
þjónustu fram eftir kvöldum og um
heigar samkvæmt ákveðnum regl-
um, án þess að vinnutími lengdist
hjá stórum hluta afgreiðslufólks,
og nefni í því sambandi opnun-
artíma lyfjaverslana. Ef menn
treysta sér ekki til að koma upp
einhverjum reglum sem neytendur
geta sætt sig við, þá verðum við
að freista þess að ná samningum
um vaktafyrirkomulag, en það hefði
í for með sér aukinn kostnað fyrir
neytendur. Við í Verslunarmanna-
félaginu erum að reyna að koma í
veg fyrir að vinnutími starfsfólks
fari úr skorðum, vinnutíminn í dag
er óhóflega langur, þó nokkur hóp-
ur afgreiðslufólks vinnur t.d. frá
9-19 frá mánudegi til fimmtudags,
frá 9-21 eða 22 á föstudögum og
frá 9-17 á laugardögum. Þegar
menn horfa á þetta, sjá þeir að vinn-
utími starfsfólksins er þegar of
langur og langt umfram það sem
tíðkast í öðrum starfsgreinum."
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT i hádegi í gær: Við Jan Mayen er 970 millibara lægð sem
þokast austur en 965 millibara djúp lægð um 300 km austur af
landinu þokast norðaustur. Þriðja lægðin, 968 millibara djúp, er á
Grænlandshafi og þokast lítiö eitt austur.
SPÁ: Fremur hæg breytileg átt. Smá él á stöku stað við ströndina
en víöast bjart veður inn til landsins.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Norðan- og norðvestanátt
og kalt í veðri. Él á annesjum norðan- og vestanlands en úrkomu-
laust og sum staðar léttskýjað á suður- og austurlandi.
Heiðskírt
TAKN:
o
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r t
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J 0 Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
Ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma
hltl veóur
Akureyri -3 skýjeö
Reykjavík -1 Mttskýjað
Bergen 5 skýjaö
Helsinki 7 Þokumóða
Jan Mayen 4 alskýjað
Kaupmannah. 9 léttskýjað
Narssarssuaq -11 léttskýjað
Nuuk -8 lóttskýjað
Osló 8 akýjað
Stokkhólmur 10 hálfskýjað
Þórshöfn S slydduél
Algarve 23 helðskírt
Amsterdam 12 rignlng
AÞena 21 skýjað
Barcelona 21 lóttskýjað
Berifn 12 skýjað
Chicago 4 mlstur
Giasgow 5 skúr
Fenoyjar 17 Þokumóða
Frankfurt 10 rigning
Hamborg 9 rignlng
Las Palmas 24 hálfskýjaó
London 13 akýjað
LosAngeles 14 léttskýjað
Lúxemborg 12 rigning
Madrfd 17 Þokumóða
Malaga 23 heiðskfrt
Mallorca léttskýjað
Miami 20 akúr
Montreal S skýjað
Nica 22 láttskýjað
NewYork 9 helðskfrt
Parfs 14 rigning
Róm 23 skýjað
Vfn 16 skýjað
Washington 5 heiðsk/rt
Winnlpeg 2 helðskfrt
Á frumsýningunni. Valgeir Guðjónsson hljómlistarmaður heilsar
Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra.
Stella í orlofi:
Fjögur þúsund áhorf-
endur um helgina
ÍSLENSKA gamanmyndin Stellu og ævintýrum hennar á
Stella í orlofi var frumsýnd í hvíta tjaldinu.
Austurbæjarbíói kl 14 á laugar- Um 2.300 gestir sáu myndina
daginn. í Austurbæjarbíó á sunnudaginn,
Að sögn aðstandenda myndar- en Stella í orlofí er einnig sýnd í
innar hefur aðsókn verið mjög góð Félagsbíói í Keflavík.
um helgina og hafa um fjögur Sjá gagnrýni um Stellu
þúsund sýningargestir fylgst með í orlofi á bls. 15.
Iðnaðarbankinn:
Um 3000 manns hafa
sótt um Alreikning
- „Betri viðbrögð en búist var við“,
segir Ragnar Onundarson bankastjóri.
UM 3.000 manns hafa sótt
um að opna svokallaðan
„Alreikning“ í Iðnaðarhank-
anum á þeim tíu dögum sem
liðnir eru síðan reikningur-
inn var settur á stofn. Að
sögn Ragnars Önundarsson-
ar, bankastjóra, eru það
mun betri viðbrögð en búist
hafði verið við.
„Við erum mjög ánægðir með
þessi viðbrögð, og þau sýna glöggt
þörfína fyrir slíkan reikning",
sagði Ragnar. Hann sagði að Al-
reikningurinn væri einkar hentug-
ur fyrir þá sem væru tímabundnir,
þar sem hann sameinar tékka-
reikning og sparisjóðsbók. „Hann
gefur hækkandi vexti með hækk-
andi stöðu og dregur úr þörf fyrir
millifærslu. Þá gefur hann sjálf-
krafa aðgang að tölvubankanum
þannig að menn geta fengið af-
greiðslu allan sólarhringinn",
sagði Ragnar.
Hann sagði að afgreiðsla um-
sókna í Alreikninginn hefði
dregist meira en búist var við
vegna hinnar miklu ásóknar og
gæti það tekið um viku að ganga
frá umsóknum. Ástæðan væri sú
að nafn hvers reikningshafa væri
prentað á tékkaeyðublöðin, sem
tæki tíma. Ennfremur fylgdi með
sérstakt seðlavesi og hefði fram-
leiðandi þeirra ekki undan að anna
eftirspum.
Kiwanismenn
söfnuðu 5-6
milljónum kr.
KIWANISHREYFINGIN gekkst
fyrir sölu K-lykils um heigina og
söfnuðust milli 5 og 6 milljónir
króna. Ágóði rennur allur til
uppbyggingar unglingageðdeild-
ar við Dalbraut.
Markmiðið var að safna 5,5 millj-
ónum króna og sagði Þorsteinn
Sigurðsson, formaður K-dags-
nefndar, ljóst að það hefði.tekist.
Alþýðuflokkurinn:
Guðmundur Einarsson
fer fram á Austfjörðum
Á FUNDI Kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins á Austfjörðum
um helgina kom fram áskorun
á Guðmund Einarsson, alþingis-
mann, að gefa kost á sér í
fyrsta sæti á framboðslista
flokksins í kjördæminu. Guð-
mundur tók áskoruninni. Á
næstunni mun nýkjörin stjórn
kjördæmisráðsins taka ákvörð-
un um hveijir skipa önnur sæti
listans.
„Alþýðuflokkurinn hefur sem
kunnugt er ekki átt þingmann í
þessu kjördæmi í aldarfjórðung"
sagði Guðmundur í samtali við
Morgunblaðið. „Ýmislegt bendir til
að nú sé tækifæri til að breyta
þessu. Gengi Alþýðuflokksins fer
vaxandi. Hugmyndir um sjálfstjóm
héraða sem ég hef stutt falla einn-
ig mjög vel að rótgrónum hug-
myndum manna á Austfjörðum,
eins og lesa má úr skrifum manna
í þessum landshluta síðustu ára-
tugina."