Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR '21. OKTÓBER 1986 Hversdagslegur klæðnaður Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, Davíð Scheving Thorsteinsson og Henný Hermannsdóttir voru á meðal sýningarfólksins i Broadway sl. sunnudag. Albert sýndi íþróttafatnað frá Henson og Davíð klæddist skjólfatnaði frá Sjóklæðagerð- inni. Islensk fataframleiðsla kynnt á Broadway: íslendingar hugsi sig vel um áður en erlendar vörur eru teknar fram yfir þær íslensku - sagði Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra Pelsar frá Eggerti Jóhannssyni feld- skera INNLEND fataframleiðsla var sýnd i veitingahúsinu Broadway si. sunnu- dag að viðstöddu fjölmenni undir yfirskriftinni „íslensk föt ’86“. Félag íslenska iðnrekenda efndi til tisku- sýningarinnar til þess að kynna íslenska fatahönnun og framleiðslu og til að gefa yfirlit yfir haust- framleiðsluna.. Sýningunni var ætlað að koma í stað kaupstefnunnar „ís- lensk föt“, sem haldin hefur verið tvisvar á ári undanfarin ár. „Á síðustu árum hefur vöruþróun og góð hönnun orðið sífellt mikilvægari og sérmenntuðum fatahönnuðum hefur fjölgað jafnt og þétt. Góð hönnun er eitt mikilvægasta atriðið í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í þessum iðnaði," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenska iðnrekenda, m.a. í upp- hafí sýningar. Aukin tæknivæðing hefur sett svip sinn á þessa grein íslensks iðnaðar. Nýlega tók til starfa Þjónustu- miðstöð fataiðnaðarins, þar sem beitt er nýjustu tölvutækni við sniðagerð. Með stofnun hennar taka fataframleið- endur höndum saman við að innleiða nýja tækni. Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, flutti einnig ávarp við upphaf sýningar og sagði þá m.a.: „Hér áður fyrr þótti hálfgert neyðarúrræði að þurfa að klæðast fötum, sem framleidd voru innanlands, en þá voru ströng inn- flutningshöft og því ekki um annað að ræða. Ymsir óttuðust þá að frelsi í inn- flutningi myndi leggja íslenska fata- framleiðslu í rúst. Vissulega skapaði samkeppni ýmsa erfíðleika. Ymsir fóru halloka, en það sem vænlegast reynd- ist, elfdist og styrktist. Þeir sem þar stóðu við stýrið, hertust við hveija raun, tóku upp ný vinnubrögð í samræmi við kröfur tímans og sigruðu. Það er ekki síst fyrir framsýni þessarra manna að unnt er að halda svo glæsilega sýningu á einum þætti íslensks iðnaðar. Fataiðn- aðurinn íslenski býður nú upp á svo fallegar og góðar vörur að ég trúi varla öðru en að íslenskur almenningur hugsi sig tvisvar um áður en hann tekur er- lenda vöru fram yfír.“ Tuttugu fyrirtæki tóku þátt í sýning- unni og sýndu m.a. hlífðarfatnað, íþróttafatnað, tískufatnað, samkvæmis- fatnað, skinna- og ullarvörur, náttföt, undirföt, skó, sokka og hatta. Eftirtalin fyrirtæki kynntu framleiðslu sína: Ála- foss hf., Arblik hf., Ceres, Drífa hf., Eggert Jóhannsson feldskeri, Fatagerð- in Fasa, Gefjun, Hagkaup hf., Henson hf., Hilda hf., Hlín hf., Iðnaðardeild Sambandsins, Karnabær hf., Max hf., Pxjónastofan Iðunn hf., Rimill hf./ Nesver, Scana hf., Sjóklæðagerðin hf., Trico hf. og Últíma hf. íslensk framleiðsla Fatnaður úr gallaefni Nýjasta hönnun á ullarfatnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.