Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 25 Nýtt heimsmet Nýtt heimsmet var sett í Caims í Ástraiíu sl. sunnudag er 100 manns á sjóskíðum voru dregin af einum bát. Fyrra met hafði verið sett í Flórída í Bandaríkjunum er 88 manns voru dregin þar af einum bát. Pólland: Þúsundir Samstöðumanna minnast séra Popieluszko Lögreglan í Svíþjóð yfirheyrir fylgis- mann Abus Nidal Varsjá, AP. ÞÚSUNDIR stuðnings- manna Samstöðu, hinnar óleyfilegn pólsku verkalýðs- hreyfingar, komu saman á sunnudag við kirkju lieilags Stanislaws í Varsjá. Fólkið safnaðist saman til að minnast þess að tvö ár voru liðin frá því að pólskir lög- reglumenn myrtu katólska prestinn Jerzy Popieluszko. Fjölmargir báru spjöld með slagorðum þar sem lýst var yfir stuðningi við Samstöðu. Lesin var upp orðsending frá Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, þar sem hann hvatti almenning í Póllandi til að lifa samkvæmt þeim hugsjónum sem séra Popieluszko lét lífið fyr- ir. Séra Henryk Jankowski, einn helsti ráðgjafí Lech Walesa, fór með bæn og sagði m.a.: „Sam- staða lifír vegna þess að Jerzy Popieluszko lét lífið fyrir samtök- in.“ Hann hvatti stjómvöld í Póllandi til að virða mannréttindi og fagnaði mannfjöldinn ákaft þegar hann lét þau orð falla. Þann 19. október árið 1984 myrtu ijórir pólskir lögreglumenn séra Jerzy Popieluszko og vörpuðu líkinu í ána Vislu. Mennimir voru allir dæmdir fyrir morð en í síðustu viku ákváðu stjómvöld í Póllandi að milda dómana yfír þremur þeirra. Wojciech Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins, sagði í ræðu um helgina að stjóm- völd myndu ekki líða tilraunir til að endurvekja starfsemi Sam- stöðu. I síðustu viku hvöttu Lech Walesa og níu pólskir mennta- menn Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseta, til að láta af efnahagslegum refsi-aðgerðum gegn Póllandi. Jaruzelski sagði í ræðu sinn að allir væm þessir menn „hræsnarar" þar sem þeir hefðu upprunalega stutt þessa ákvörðun, sem Bandaríkjastjóm tók í kjölfar þess er stjómvöld í Póliandi settu herlög árið 1981 til að hefta starfsemi Samstöðu. Neyðarlögunum var aflétt tveimur ámm síðar. Stokkhólmi og London, AP. SÆNSKA lögreglan yfir- heyrði um helgina Svía, sem rekinn var frá Bretlandi á þeim forsendum að hann væri meðlimur hryðjuverka- samtaka Abus Nidal. Maðurinn kom til Sviþjóðar á sunnudaginn og var þegar tekinn til yfírheyrslu. Tals- menn sænsku lögreglunnar hafa ekkert látið uppi um hvort maðurinn tengist á einhvem hátt morðinu á Olof Pahne. Maðurinn var handtekinn í Bretlandi fyrir þremur vikum þeg- ar sérsveitir bresku lögreglunnar handtóku sex menn, sem gmnaðir vom um hryðjuverkastarfsemi. Afráðið var að vísa manninum úr landi. Sven Áke Hjalmroth, yfír- maður sænsku öryggislögregl- unnar, bar í gær til baka orðróm um að maðurinn hefði verið fram- seldur til Svíþjóðar. Breska blaðið The Sunday Tele-graph skýrði frá því um helg- ina að maðurinn hefði verið framseldur þar sem hann væri talinn háttsettur innan samtak- anna sem kennd era við Abu Nidal. í blaðinu sagði ennfremur að maðurinn hefði verið afhentur sænsku lögreglunni vegna rann- sóknar á morðinu á Olof Palme. Blaðið benti ennfremur á að Palme hefði verið vinveittur Yasser Ara- fat, leiðtoga PLO, en Abu Nidal telur Arafat til sinna verstu óvina. Sænska lögreglan hefur rann- sakað starfsemi fíölmargra öfgasamtaka í tengslum við morð- ið á Olof Palme. Undanfama mánuði hafa dagblöð í Sviþjóð sagt lögregluna gmna samtök hægri öfgamanna svo og samtök kúrda í Svíþjóð um ódæðið. Frakkland: Allsherjar- verkfall ríkis- starfsmanna Paris, AP. FRANSKIR ríksstarfsmenn hafa boðað til verkfalls í dag sem tal- ið er að verði hið víðtækasta frá árinu 1977. Skólar munu lokast og samgöngur á landi og i lofti muni lamast. Þetta verður í fyrsta skipti sem launþegar sýna óánægju með kjör sín í verki frá því að stjóm Jaques Chirac, forsætisráðherra, tók við völdum fyrir sjö mánuðum. Talið er að sex milljónir manna muni leggja niður störf í dag. Talsmenn stærstu verkalýðsfélaganna hvöttu í gær launþega, sem starfa hjá einkafyrirtækjum, til að sýna verk- fallsmönnum samstöðu, en talið er það ákall hafi fallið í grýttan jarð- veg meðal þeirra. Hin ýmsu félög ríkisstarfsmanna boðuðu til verkfalls til að mótmæla minnkandi kaupmætti ráðstöfunar- tekna og vaxandi atvinnuleysi. Edouard Balladur, efnahags- og viðskiptamálaráðherra, kvaðst í gær vera undrandi á fullyrðingum verkfallsmanna. Sagði hann að te- kist hefði að „viðhalda" kaupmætti tekna og að atvinnuástandið hefði ekki brevst í tíð núverandi ríkis- stjómar Ihaldsmanna. ORD/MYND Aikin meimtun - Betri staiknöguleikar Gengi gjaldmiðla London. AP. BANDARÍKJADALUR hækk- aði í verði á evrópskum gjaldeyrismarkaði í gær. Hækkaði dalurinn er vestur- þýzkir bankamenn gáfu í skyn að seðlabanki landsins myndi grípa tíl aðgerða til styrktar dalnum. Sterlingspundið kostaði 1,4303 dali í gær miðað við 1,4320 á föstudag. Gengi dals- ins gagnvart öðram gjaldmiðl- um var annars á þann veg að fyrir hann fengust: 1,9885 vestur-þýzk mörk (1,9760), 1,6315 svissneskir frankar (1,6195), 6,5125 (6,4650), franskir frankar 2,2475 (2,2305), hollenzk gyllini 1.376,25 (1.368,50), ítalskar lírur 1,39185 (1,38920). kanadískir dalir í Tókýó kostaði dalurinn 154,30 jen við lok viðskiptaj miðað við 1,5415 á föstudag. I London kostaðijenið 154,78 jen í gær. Alþjóðleg próf T ensku ALMENN ENSKfi Pitman English as a foreign language — intermediate. Kennt er fjóra daga í viku, tvœr klukkustundir í senn í fjórtón vikur. Pitmanspróf er tekiö í lok nómskeiösins. Áhersla lögö ó: mólfrœöi, aukinn oröaforöa, skrifa eftir upplestri, ritgeröir, lýsingar og bréf. VERSLUNARENSKA I Pitman English for Business Communications — elemantary. Kennt er fjóra daga í viku, tvœr klukkustundir í senn í fjórtón vikur. Pitmanspróf er tekiö í lok nómskeiös- ins. Áhersla lögö ó: samin verslunarbréf eftir ítarlegum minnisatriöum varöandi kaup og sölu, kvartanir, fyrirspurnir o.fl.; persónuleg bréf fyrir vinnuveitenda varö- andi meömœli, hamingjuóskiro.fl.; móttaka og sending skilaboöa gegnum síma og telex. VERSLUNARENSKA II Pitman English for Business communications — intermediate. Kennt er fjóra daga í viku, tvœr klukkustundir í senn í fjórtón vikur. Próf er tekiö í lok nómskeiösins. Aöalatriöi prófsins eru þau sömu og í verslunarensku I en aukinheldur samin skýrsla eftir sundurlausum upplýsingum. Nðmstiml: 27. október 1986 tll 27. febrúar 1987. Kennt fjóra daga vlkunnar og hœgt að velja á milli mismunandi tfma: 13—15 og 16—18. ítínan STOFNUNIN s UPPLÝSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 10004/21655 ÁNANAUSTUM 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.