Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
47
Cindy Lauper
á hvíta tjaldið
Cindy Lauper, sem nú siglir hraðbyri upp
vinsældalistana með lagið sitt True
Colours, hefur undirritað samning við Wamer
Brothers um að leika í nokkrum kvikmyndum.
Ekki er vitað hversu stór hlutverk er þar um
að ræða eða hvaða mótleikara hún fær.
Cindy Lauper.
Vigdís
p
í
Róm
Sem kunnugt er var frú Vigdísi
Finnbogadóttur, forseta ís-
lands, boðið að flytja setningarræðu
á sjötta alþjóðamatvæladegi Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm.
Myndin sýnir Vigdísi við komuna
til stofnunarinnar sl. fímmtudag og
var það framkvæmdastjóri FAO,
Eduardo Souma, sem tók á móti
forsetanum og bauð hana vel-
komna.
Gjaldkerarnir
rétta
hólkana
yfir borðið
ftast er bankagjaldkerum illa
^Jvið byssur, enda standa þeir
yfírleitt vitlausu megin við hlaupið
þegar þeir kynnast skotvopnum. í
Harrisburg ( Illinois er þessu þó
öfúgt farið, því þar rétta gjald-
keramir viðskiptavinum bankans
byssur í vexti.
í Bandaríkjunum tíðkast það
gjama að bankar verðlauni við-
skiptavini sína með gjöfum ýmis-
konar og fær fólk þá allt frá
nafnmerktum pennum upp í glæsi-
bifreiðar. í bankanum í Harrisburg
hefúr það hins vegar tíðkast í þijú
ár að viðskiptavinimir fái byssur
að launum fyrir innistæðueignina.
Talsmenn bankans segja að frá því
að bankinn tók þessa viðskipta-
hætti upp hafi viðskiptavinum hans
fjölgað og innistæður aukist vem-
lega. Málum er þannig háttað að
hafí maður tiltekna upphæð á
bundnum reikningi í sex mánuði
eða lengur fær maður hólkana að
launum. Binditfminn fer eftir upp-
hæðinni.
COSPER
N J Ó T I Ð
DÖNSK KVÖLD Á
RIC6HD0S JAZZMEN
í kvöld, þriðjudaginn 21. október, mun danska jass-
hljómsveitin RICARDOS djassa fyrir gcsti Borgarinnar,
eins munu dönsku súperstjömumar HALRICKS og
GULLÝ HANNA koma fram.
Miðvikudagur 22. október.
Danskajasshljómsveitin
RICARDOS ásamt
HALRICKS og GULLÝ
HÖNNU.
Fimmtudagur 23. október.
Danska hljómsveitin RICAR-
DOS ásamt HALRICKS og
GULLÝ HÖNNU.
HúsiA opið frá kl. 20—01.