Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
55
Átti erfitt uppdráttar gagn-
vart f lokkseigendafélaginu
Nýtt námskeid
Gesfa/f-meðferð er fyrir heilbrigða og
miðar að því að koma okkur í samband
við tilfinningar okkar og leysa úr læð-
ingi þá lífsorku og lífsgleði sem í okkur
- segir Asgeir Hannes Eiríksson
„Ég naut lítilla vinsælda hjá
flokkseigendafélaginu, eins
og ég vissi fyrirfram. Staða
mín var mjög þröng. Ætli við
höfum ekki verið 3-4 í þessu
prófkjöri, sem ekki tilheyrð-
um þessari klíku. Við Albert
Guðmundsson höfum senni-
lega átt 80-90% af þeim sem
gengu I flokkinn til þess að
geta kosið og hver þessara
manna þurfti að kjósa 5-6
menn úr flokkseigéndafélag-
inu til þess að ógilda ekki
atkvæðið á meðan flokkseig-
endafélagið gat alveg látið
sleppa því að kjósa okkur.
Þessi andróður speglast best
í atkvæðatölum Alberts Guð-
mundssonar. Ef ekki hefði
verið kosið um númeruð sæti,
hefði Albert lent í 9. sæti á
listanum. Hins vegar fengu
frambjóðendur flokkseig-
endafélagsins mjög góða
kosningu," sagði Ásgeir
Hannes Eiríksson, sem varð í
14. sæti í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins.
Ásgeir sagði að hann hefði orð-
ið var við geysilegt áhugaleysi í
flokknum fyrir prófkjörinu. Það
hefði meðal annars endurspeglast
í því að erfiðlega hefði gengið að
fylla kjömefndina, en venjulega
hefði verið barist um að ná kjöri
í þessa nefnd. Fáir hefðu viljað
gefa kost á sér í prófkjörinu og á
kynningarfundi með frambjóðend-
um hefðu mjög fáir mætt, þeir
hefðu flestir orðið um 80 á einum
fundi sem hann hefði mætt á og
hefði þar einkum verið um að
ræða venslafólk frambjóðend-
anna.
Hann sagði að hann hefði viljað
sjá fleiri almenna flokksmenn
gefa kost á sér. „Flokkurinn verð-
ur aldrei sterkari en sjálft flokks-
starfíð segir til um og með þessu
móti náum við aldrei hreinum
meirihluta á Alþingi. En þetta er
það sem flokkseigendafélagið vill.
Það viil frekar hafa góð tök á litl-
um flokki, en lítil tök á stómm
flokki og þannig er það í öllum
flokkum. Næst hætta þeir við
prófkjör, því þeir kenna þeim um
hvemig komið er, en þau em ekki
orsökin," sagði Asgeir.
Hann sagði að hann hefði alls
ekki verið nógu duglegur við að
hringja í hinn almenna flokks-
mann í Sjálfstæðisflokknum og
hvetja hann til þess að kjósa.
„Annars er ég hæst ánægður með
kosninguna, 2.551 sjálfstæðis-
maður kaus mig eða um 40% af
þeim sem tóku þátt í prófkjörinu.
Framtíðin brosir við mér,“ sagði
Asgeir að lokum.
býr.
Gesfa/f-meðferð hjálpar okkur að
sættast við okkur sjálf og til aukinnar
vellíðunar.
öesfa/f-námskeið hefst 21. okt. og
verður á þriðjudögum næstu 6 vikur frá
kl. 20.00-22.45.
Leiðbeinandi erDaníeiA. Daníelsson
íslenski Gestalt-skólinn.
Sími 18795.
riAMC Jeep
J r / / / A / T
'7 > / 'A /
Guðmundur H. Garðarsson
Prófkjörið komið
ót í ógöngur
- segir Guðmundur H. Garðarsson
„ÉG hlýt að vera ánægður með
það traust sem mér er sýnt,
og vil þakka þennan breiða og
mikla stuðning. Ég vona að ég
dugi,“ sagði Guðmundur H.
Garðarsson, sem hafnaði í 6.
sæti i prófkjörinu. Hann var í
8. sæti á framboðslista flokks-
ins við síðustu Alþingiskosn-
ingar.
Guðmundur sagðist hafa mjög
margt við prófkjörsfyrirkomulagið
að athuga. Það væri komið út í
ógöngur, því kostnaður við aug-
lýsingar og skrifstofuhald kæmi í
veg fyrir þáttöku margra, sem
æskilegt væri að fá til framboðs.
Einnig væri mjög erfítt fyrir yngra
fólk að taka þátt í þessari baráttu.
Guðmundur sagði að frambjóð-
endumir væru í raun allir að
beijast fyrir sömu málefnum. Því
snérist prófkjörið upp í það að
vera persónuleg barátta um röðun
á listanum. „Ég tel að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi að geta leyst þessi
mál með öðrum hætti," sagði
Guðmundur.
Þjónusta
er veturinn
nálgast
Mótor- og
Ijósastillum
Yfirförum bflinn og bendum á
hvað þarf að lagfæra til að fyrir-
byggja tafir og óþörf vandræöi.
Hafið samband við verk-
stjóra í síma: 77200.
A.M.C. umboðlð.
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395
SIÐASTI SJENS.
Álafossútsölunni lýkur á miðvikudaginn — svo þú átt enn kost á að klæða af þér kuldann með mjúkum
og hlýlegum ullarvörum á góðu verði. Þar íærðu m.a. garn í peysu á 280 kr., fallegar peysur frá 400
kr., værðarvoðir í mörgum litum frá kr. 450, trefla, sokka, húfúr, og ótal margt fleira — og auðvitað
allt úr ylvolgum Álafosslopa. Þá er bara að drífa sig inn í hlýjuna í H húsinu Auðbrekku 9 KópavogL
Útsalan er opin frá ld. 10 til 19 virka daga, og henni lýkur á miðvikudaginn.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
>4lafoss
9
2