Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 45
við Iðnskólann þar. 1938 er hann
við Gagnfræðaskólann og smíðar
þá fyrir hann „Eyjaskinnu" sem er
bók þar sem velunnarar skólans
skrá nöfn sín um leið og þeir gefa
eitthvað til hans.
Bókin er gríðarstór, 50x30, cm
og hefur Bjami skorið út mynd af
sjómanni sem stendur um borð í
skipi sínu með kaðalhönk í höndun-
um. Utan um þessa mynd er svo
blómsveigur og í homunum eru
maður og kona að lesa á bók og
Adam og Eva með eplið.
Þetta er geysifagurt og mikið
verk og blaðsíðumar í bókinni em
úr ekta kálfsskinni sem valið var í
Iðunni á sinni tíð. Og mér er ekki
grunlaust að þessi mynd hafi verið
útfærð og tekin sem fyrirmynd að
minnismerki því er nú stendur við
Landakirkju til minningar um hrap-
aða og drukknaða hér í Eyjum.
Bjami gerði margar „burstir" af
þekktum borgumm Eyjanna, eins
og Hannesi lóðs, Þorsteini Jónssjmi
í Laufási, Viggó Bjömssyni banka-
stjóra og fleirum, svo og frábærar
teikningar af ýmsum mönnum
ásamt mörgum „relief-myndum".
Allt em þetta frábærlega vel
unnar mjmdir og bera þess glöggt
vitni hve vandvirkur hann var.
Hann hafði gaman af því að kenna,
á vissan hátt, en féll þó miklu betur
að vera bara sjálfs sín og engum
háður, enda var hann aldrei lengi
í föstu starfí, það passaði honum
ekki.
Hann leit til fugla himinins og
tók þá sér til fyrirmjmdar að sumu
lejrti. Hann skapaði listaverk sem
eiga eftir að halda nafni hans á
lofti og gleðja augu margra um
ókominn tíma því í þau lagði hann
allt sem hann átti best.
I kringum 1950 fer hann svo að
mála aftur meira en hann hafði
gert og nú eru allar hans myndir
„abstrakt“. Áður vom allar hans
myndir „natúralískar“ og margar
frábærar því hann var svo góður
teiknari. Hann málar og málar,
heldur svo sýningu en þá er sem
andlitið detti af mörgum er þeir líta
þeSsar furðulegu myndir og þeir
segja: Þetta átt þú ekki að gera,
þú átt bara að halda áfram að skera
út og módelera. Þá veit maður það.
Eg geri nú bara það sem ég sjálfur
hefi áhuga fyrir og hinir geta hald-
ið áfram að skera og hnoða eða
taka bara myndir. Það em nefnilega
ekki nema fáir sem geta málað
„abstrakt".
Bjami var heilsulítill alla sína tíð
og kom það oft fyrir að hann treysti
sér ekki til að snerta á nokkm verki
í langan tíma. En hann átti góða
konu sem stóð við hlið hans og
studdi hann sem hún mátti og vann
alla tíð mikið utan heimilis.
Þau eignuðust tvö böm, Sverri
fæddan 1929 sem býr með Guð-
björgu Jóhannsdóttur frá Stíghúsi
í Ve., Sjöfn fædda 1934 og er hún
gift Hermanni Jónssjmi úrsmíða-
meistara í Reykjavík. Þau Bjami
og Sigríður fluttu til Reykjavíkur
1964 og keyptu sér íbúð í Hraunbæ
26 og það sagði Bjami mér að hann
hefði séð mikið eftir því að hafa
ekki flutt suður miklu fyrr, honum
leið þar miklu betur. Þó hann hafí
ekki verið mannblendinn þá hygg
ég að hann hafi kunnað betur við
sig í borg en bæ. Hann gat þar
betur fylgst með því sem var að
gerast í listum og því sem hann
hafði áhuga fyrir, fannst hann njóta
sín þar betur en hér.
Fámennið hér í Eyjum og of lítið
samneyti við þá sem vom að fást
við svipuð verkefni og hann hafa
eflaust sett sinn svip á líf hans allt.
Ég kjmntist þeim hjónum skömmu
eftir að ég kom til Eyja 1946 og
hefí átt hjá þeim marga ánægju-
stund.
Sigríður var þá forstöðukona elli-
heimilisins í Skálholti hér í bæ og
hafði í mörgu að snúast. Hún er
hörkudugleg kona og hefur alla tíð
verið hraust og létt á fæti og geng-
ið mikið, og fram til þessa dags
hefur hún hlaupið ofan úr Hraunbæ
og niður í bæ á hitaveitustokknum
og stundum fram og til baka fjóra
til fímm daga vikunnar.
Bjami hafði lengi vinnustofu í
Sólheimum hér í Eyjum, á aðalat-
hafnasvæði bæjarins, og vom það
ýmsir sem litu þar við og þar var
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÖBER 1986
oft glatt á hjalla í góðra vina hópi
og munu þær stundir gejmiast í
hugum þeirra sem eftir em.
Eitt sinn er vinir hans litu inn
var hann að skera út nafn á bát
bróður síns, Gests. Það lá eitthvað
hálfilla á honum og fannst verkið
ganga heldur seint og segir: Mikið
helvítis stafamoð er í þessu Vest-
mannaeyjar.
Eða þegar Ási í Bæ og fleiri
vom að verðleggja málverk sem
áttu að fara á sýningu hjá honum.
Einhver smástjama var komin í
menn og Ási segir: Hundrað, hundr-
að og fimmtíu, tvö hundmð þúsund
krónur. Ha, er þetta bara rétt Ási,
kosta þau orðið svona mikið? segir
Bjami. Já, ég veit það nú ekki al-
veg en við sjáum bara til, segir
Ási. Það er víst óvíða sem maður
kemur í jafnfjölbrejdt og skemmti-
legt umhverfí og á heimili þeirra.
Sigríður er frábær hannyrða-
kona, smekkleg og frumleg í hæsta
máta og svo hefur hún málað líka.
Þama er allt fullt af blómum sem
hún hefur aflað sér á ferðum sínum
út um öll lönd og flutt með sér
heim og allt dafnar hjá henni. Mál-
verk, höggmyndir, teikningar og
útsaumur prýða þar alla veggi. Og
þau vom góð heim að sækja. Þar
þurfti enginn söl að tyggja né vatn
að drekka, eins og þar stendur.
Við hjónin sendum Sigríði og
bömunum innilegar samúðarkveðj-
ur. Mæt er minning um góðan
dreng.
Sigmundur Andrésson
Broddi Magnússon
- Minning
Fæddur 8. desember 1963
Dáinn 11. október 1986
„Fjallatindar laða, lokka,
löngun magnast, brennur þrá.“
Þessar ljóðlínur úr þekktum
skátasöng koma gjaman í hug okk-
ar þegar við minnumst liðinna
samvemstunda með Brodda Magn-
ússyni. Hann dvaldi ekki mjög lengi
meðal okkar, því kallið kom
snemma. En sú mjmd sem hann
skyldi eftir í hugum okkar er skýr
og tær.
Broddi starfaði sem skáti nálega
helming ævi sinnar, því hann byrj-
aði í skátastarfí þegar hann var um
10 ára og var mjög virkur í starfí
allt þar til jrfír lauk. Fyrstu árin
starfaði hann í skátasveit og síðan
ÚT ER komin bókin Zen-hugur,
hugur byijandans eftir Shunryu
Suzuki. Höfundurinn er með
þekktustu zen-meisturum seinni
tíma, segir í fréttatilkynningu
frá útgefanda. Shunryu Suzuki
fæddist i Japan 1905 en fluttist
til Bandaríkjanna 1958 og lagði
þar grunn að vesturlenskri zen-
iðkun. Hann lést i San Francisco
1971.
í fréttatilkjmningunni segir enn-
fremun „Bókin var fyrst gefín út
á ensku 1970, en hefur síðan verið
endurprentuð yfír tuttugu sinnum
og þýdd á fjölda tungumála. Þó að
hún fjalli fyrst og fremst um zen-
iðkun og zen-búddisma. heldur
höfundurinn þannig á sínu máli, að
þeir, sem áhuga hafa á hvers kyns
hugleiðslu, íhugun og alvarlegri trú-
ariðkun handan við allar kreddur,
geta haft af henni gagn og ánægju.
Megináherslan er á iðkunina, enda
„á zen hvorki allt sitt undir ein-
hverri sérstakri kenningu, né lætur
það kenningu koma í stað iðkun-
ar“. Gerð er grein fyrir því hvemig
zazen („sitjandi zen“) er stundað,
svo og margvíslegum vanda sem
iðkandinn verður að glíma við. Gildi
í dróttskátasveit í Skátafélagi Ak-
ureyrar. Strax og aldur leyfði gekk
hann í Hjálparsveit skáta á Akur-
eyri. Hugur Brodda leitaði ætíð
mikið til fjalla og fjallaklifur var
honum mikið áhugamál. Fjallatind-
amir „löðuðu og lokkuðu" og þeir
eru ekki margir tindamir hér í ná-
grenni Akureyrar sem hann hafði
ekki klifíð. í þessum ferðum úti í
náttúmnni tengdumst við traustum
vináttuböndum. Þeim tengslum
verður vart betur lýst, en með orð-
um Kahlil Gibran: „Þegar vinur
þinn talar, þá andmælir þú honum
óttalaust eða ert honum samþykkur
af heilum hug.
Og þegar hann þegir, skiljið þið
hvor annan.
Því að í þögulli vináttu ykkar
verða allar hugsanir, allar langanir
Höfundur bókarinnar Zen-hug-
ur, hugur byrjandans.
bókarinnar er þó ekkert síður fólgið
í lífsskilningi höfundarins, reynslu
hans og visku.“
Bókin er 164 bls. og skiptist í
38 kafla. Hún er unnin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar hf. Útgefandi
er Hlíðskjálf.
og allar vonir ykkar til, og þeirra
er notið í gleði, sem krefst einskis.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skiiur við vin þinn, því að það,
sem þér þykir vænst um í fari hans
getur orðið þér Ijósara í fjarveru
hans, eins og Ijallgöngumaður sér
fjallið best af sléttunni."
Við viljum gjaman gera þessi orð
að okkar, þegar við nú kveðjum vin
okkar, Brodda Magnússon.
Við sendum einnig, með þessum
orðum, innilegar samúðarkveðjur
til móður, systkina og annarra ætt-
ingja.
Félagar úr Hjálparsveit
skáta á Akureyri.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis-
og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er
við greinum á ritstjóm blaðsins
á 2. hæð i Aðalstræti 6,
Reykjavík og á skrifstofu blaðs-
ins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á þvi vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður grein,
sem birtast á í miðvikudagsblaði
að berast síðdegis á mánudegi og
hliðstætt er með greinar aðra
daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Lejrfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gild-
ir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða
eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mjmd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
--- 1 — —“
Blömmtofa
FnÖfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Bók um zen
Fræðimannastyrkur Atlants
hafsbanda lagsins 1987-88
Atlantshafsbandalagið (NATO)
mun að venju veita nokkra stjrrki
til fræðirannsókna í aðildarríkjum
bandalagsins á háskólaárinu
1987—1988. Markmið styrkveiting-
anna er að stuðla að rannsóknum
og aukinni þekkingu á málefnum
er snerta aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins og er stefnt að útgáfu
á niðurstöðum rannsóknanna.
Utanríkisráðuneytið veitir upp-
lýsingar um þau verkefni er valin
hafa verið og lætur í té umsóknar-
eyðublöð.
Styrkimir nema 180.000 belgísk-
um frönkum (um 170.000 ísl. kr.)
og er ætlast til að unnið verði að
rannsóknum á tímabilinu maí 1987
til ársloka 1988. Einnig er greiddur
nauðsynlegur ferðakostnaður, en
gert er ráð fyrir að rannsóknir geti
farið fram í fleiri en einu ríki banda-
lagsins.
Styrkimir verða aðallega veittir
háskólamenntuðu fólki, þótt gera
megi undantekningu frá því. Styrk-
þegum ber að skila lokaskýrslu um
rannsóknir sínar á ensku eða
frönsku fyrir árslok 1988.
Umsóknir skulu berast utanríkis-
ráðuneytinu eigi síðar en 15.
demsember 1986.
(Fréttatilkynning.)
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Opíö öll kvöld
til ki. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar við ölltilef i.
Gjafavörur.
45
ALVEG
EINSTÖK
GÆÐI
öRKIN'SIA