Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
GóÖar og vondar
plánetur
Stjömuspeki síðustu alda, allt
fram á þessa öld, byggði að
mörgu leyti á forlagatrú.
Ákveðnar plánetuafstöður
voru góðar og aðrar vondar.
Þó stjömuspeki dagsins í dag
taki mið af erfðum, umhverfi,
uppeldi og fijálsum vilja ein-
staklingsins situr fyrri forlaga-
hyggja enn í hugum margra.
Einnig finna menn oft á tíðum
til kvíða og hræðslu gagnvart
væntanlegri plánetuafstöðu.
Ástæðan fyrir því er stundum
tengd fyrmefndu atriði og
stundum hræðslu við að við-
komandi takist ekki að ráða
við orku plánetanna.
Breytt viÖhorf
Undirritaður hefur fylgst með
göngu pláneta og innbyrðis
afstöðu þeira í 10—15 ár. Á
þessum ámm hafa viðhorf tij
plánetanna skýrst vemlega. í
stuttu máli má segja að trúin
á frjálsan vilja hafi aukist og
jafnframt hefur viðhorfíð til
plánetanna sjálfra breyst.
Orka
Hver pláneta er táknræn fyrir
ákveðna orku. Einungis er um
orku eða kraft að ræða sem í
sjálfu sér er hlutlaus, þ.e. hún
er hvorki góð eða vond. Það
sem endanlega sker úr um slikt
er það hvemig við bregðumst
við og notum orkuna.
Allar jafnar
Plánetur sem hafa á sér verra
orð en aðrar em þegar til kast-
anna kemur ekkert verri en
hinar. Vill undirritaður þvi
hvetja áhugamenn um stjömu-
speki til að forðast að ala með
sér neikvæðar hugmyndir
gagnvart einstökum plánetum.
Hver pláneta er góð til síns
brúks og allar hafa þær
skuggahliðar sem við þurfum
að varast.
Júpíter
Plánetumar Júpiter, Sat-
úmus, Úranus, Neptúnus og
Plútó hafa meira að segja en
aðrar hvað varðar stærri tíma-
bil. Júpiter hefúr með æðri
hugsun að gera, vöxt og
þenslu. Hann hefur þótt góð
pláneta. Reynsla undirritaðs
af Júpíter er sú að hann starf-
ar fýrst og fremst á hug-
myndasviði. Honum fylgir þörf
til að víkka út sjóndeildar-
hringinn, læra og ferðast. Ef
ekki er kostur á ferðalögum
og nýrri reynslu, er hætt við
að um eiiðarleysi og leiða verði
að ræða. Til að bregðast sem
best við Júpíter er æskilegt að
takast á við ný mál, læra, ferð-
ast, skemmta sér o.s.frv.
Skuggahlið Júpíters er kæm-
leysi, ábyigðarleysi, óhóf,
sóun, bmðl og sukk.
Satúrnus
Satúmus hefur frá fomri tíð
haft slæmt orð á sér. Hann
er pláneta takmarkana, sam-
dráttar, forms, skipulags,
reglu, hins efnislega veraleika
o.s.frv. Reynsla undirritaðs er
sú að Satúmusartímabilum
fylgi mikil vinna og samfara
því ákveðið álag. Lítill tími
verður hjá fólki fyrir sjálft sig
og það að njóta llfsins. Orka
fólks virðist dragast inn á við
og það verður varkárara og
hógværara en áður. Til að
bregðast rétt við Satúmusi
þurfum við að vinna vel, aga
okkur, gæta reglusemi og vera
varkár. Skuggahlið Satúmus-
ar er fólgin ( hömlum og
bælingu. Oft er sem okkur sé
settur stóllinn fyrir dymar
þegar Satúmus er annars veg-
ar. Það á sérstaklega við þegar
við emm óraunsæ og hátt uppi.
Slflct er ekki skemmtilegt, en
eykur raunsæi og er þrosk-
andi. (Á morgun veiður
framhald og lok þessarar
greinar.)
UÓSKA
FERDINAND
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Hjalti Elíasson og Karl Sigur-
hjartarson unnu minningarmótið
um Einar Þorfinnsson, sem spil-
að var á Selfossi laugardaginn
í síðuru viku. Bridsféíag Selfoss
hefur haldið þetta mót árlega
síðan Einar Þorfinnsson lést,
1980. Að vanda vora verðlauna-
gripir, og aðrar viðurkenningar
sem Einari hlotnuðust, til sýnis
á mótsstað. Keppnisformið var
tvímenningur með barómeter-
sniði, og var þátttaka takmörkuð
við 36 pör. Minningarmótið er
greinilega að verða með vinsælli -y
mótum hérlendis, því hvert sæti
var skipað löngu áður en til-
kynningin um keppnina var birt
í blöðum!
Sigur þeirra Karls og Hjalta
var nokkuð öraggur; þeir tóku
snemma forystuna og héldu
henni óslitið til enda, þótt Jón
Baldursson og Sigurður Sverris-
son, sem lentu í öðra sæti, hefðu
annað veifíð glefsað í hæla
þeirra. í þriðja sæti urðu Ragnar
Magnússon og Valgarð Blöndal,
en Þórarinn Sigþórsson og Þor-
lákur Jónsson höfnuðu í flórða
sæti.
Hér er ævintýralegt spil úr
keppninni sem Karl og Hjalti
graeddu vel á: Norður 4- 4 8654 ♦ 98632 4K753
Vestur Austur
4 4
V 111 4
♦ 4
4 Suður 4 5432 ¥K 4- 4
4 ÁDG98642
Hjalti hélt á spilum suðurs og
vakti í fyrstu hendi á hættunni
á 5 laufum. Vestur skellti sér inn
á fimm spöðum, og Karl í norð-
ur lyfti í sex lauf. Austur doblaði
snarlega og þijú pöss fylgdu í
kjölfarið.
Vestur spilaði út spaða, og
Hjalti átti ekki í nokkrum erfið-
leikum með að fá 12 slagi með
því að trompa alla spaðana sina
í blindum. Til að hnekkja spilinu
þurfti vestur að hitta á hjarta
út upp á ás makkers, og austur
að spila tromptiunni, eina trompi
vamarinnar, til baka.
SKÁK
Hvað vorum við gamlar
þegar þeir byijuðu að
spila?
Umsjón Margeir
Pétursson
Á skákmóti skákfélagsins í Sol-
ingen i V-Þýskalandi kom þessi
staða upp i skák þeirra Boris
Spasskys, fyrmm heimsmeistara,
sem hafði hvítt og átti leik, og
V-Þjóðverjans Brunner.
36. Bxg7! og svartur gafst upp,
þvi eftir 36. — Hxg7, 37. Dd8+
er hann óveijandi mát. Á móti
þessu tefla aðeins liðsmenn Sol-
ingenliðsins. Eftir 7 umferðir var
V-Þjóðveijinn Lau efstur með 5‘/i
v., næstur var Hubner með 5 v.,
Sunye (Brasil(u) og Short höfðu
4 'fa v. og þeir Kvalek, Spassky
og Bmnner allir 4 v.
Lau er á mikilli uppleið og
gæti tryggt sér stórmeistaratitil á
mótinu. Til þess þarf hann aðeins
2 vinninga úr 4 siðustu umferðun-
um.