Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJÚDÁGUR 21. OKTÖBER 1986
Ife
mrn
fclk f
fréttum
Þetta er rammi úr
kvikmynd, sem tek-
in var skömmu eftir
aldamót síðustu.
Efri myndin er frá Harlem og
er tekin snemma á fimmta ára-
tugnum, en hin neðri er frá
Rio de Janeiro árið 1972.
Joan Jett í kvikmynd
Joan Jett, sem skaust upp á I
stjömuhimininn fyrir nokkrum
árum með lagi sínu ILove Rock’n’-
Roll, hefur nú verið fengin til þess |
að leika eitt aðalhlutverk nýjustu I
kvikmyndar Paul Schrader, Just
Around the Comer to the Light of
Day. í henni mun hún leika rokk- |
stjömu, svo að hún ætti ekki að
eiga í vandræðum með að setja sig
í spor söguhetjunnar.
Joan Jett.
í Kongó dansa menn sérkenni-
lega dansa, sem kallast ta
masamba og ta masamba n’swalu
og er talið að þeir dansar séu
margra alda gamlir. í raun er þar
um að ræða margar sömu hreyf-
ingar og tíðkast í skiykkdansi.
Sem sjá má á meðfylgjandi
myndum er skrykkdansinn síður
en svo nýtt fyrirbæri og lítil
ástæða til þess að ætla að hann
sé úr sögunni.
Skrykkdans
að fornu og nýju
Koparstunga frá dögum
Dicnkens sem sýnir tvo blá-
menn skemmta sér og
öðrum með skrykkdansi.
Fyrir réttum þremur árum
gekk yfir Vesturlönd enn eitt
æðið, skrykkdansinn. Flest fólk
komið yfir tvftugt hélt þó stillingu
sinni, en íslands unga æska ham-
aðist því meir, endasentist um
gólfið, hoppaði og skoppaði og lét
öllum illum látum. Ekki fór þó svo
að skrykkdansinn yrði vinsæll
samkvæmisdans, enda erfitt fyrir
kynin að samlagst hvort öðru i
atganginum.
Enginn skyldi þó halda að
skrykkdansinn sé eitthvert stund-
arfyrirbrigði, sem hafi verið
fundið upp, runnið sitt skeið og
sé horfíð að eUífu, þvl öruggar
heimildir eru til fyrir því að það
hafi verið tíðkað í langan aldur.
Ekki ómerkari maður en Charles
Dickens veitti skrykknum eftir-
tekt og reit um þennan sérkenni-
lega dans í ferðabók sinni frá
Ameríku.
60 ára ártíðar
Houdinis minnst
AÐDÁENDUR sjónhverfingamannsins Harry Houdini hyggj-
ast koma saman næstu mánaðamót til þess að minnast
hins látna meistara. Til þess að komast í enn nánara samband
við Houdini hafa þeir skipulagt miðilsfund, ef ske kynni að
hann guðaði á gluggann.
Fyrir aðdáendunum fer teppabúðareigandi frá Massachusetts
og hefur hann haft veg og vanda af hátíðahöldunum, sem fara
munu ftam í Appleton, fasðingarbæ Houdinis. Til ártfðarinnar
hefur verið boðið 150 gestum, þ.á.m. Tony Curtis, sem lék
Houdini í kvikmynd, sem og manni sem varð vitni að því er
Houdini var veittur áverkinn, semn dró hann til dauða.
Aðrir, sem taka munu þátt í samkomunni eru áhugamenn
um sögu sjónhverfinga, sjónhverfingamenn, þáttagerðarmaður
fiá Public Broadcasting Service og frænka Houdinis, Marie H.
Blood.
Houdini eyddi dijúgum hluta ævi sinnar í að fletta ofan af
dulspekingum og miðlum ýmiskonar. Sjálfur hafði hann reynt
að ná sambandi við látna móður sína, en vegna þekkingar
sinnar, sá hann brátt í gegn um lygavef þann er þeir spunnu.
Gerði hann það því að föstum lið á sýningarskrá sinni að setja
á svið sams konar pretti og miðlamir gerðu. - Telja því sumir
að þó svo að Houdini biði handan móðunnar miklu myndi hann
engu svara, enda hafa fyrri tilraunir engan árangur borið.
Þeir sem trúa á mátt kosmfskra krafta láta þó engan bilbug
á sér fínna og bíða þvf Allraheilagramessu (31. október) með
eftirvæntingu, en þá fer fundurinn fram.