Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 CIub8 Vörumarkaðurinn hf. 'Éí % mí Nýkomin aftur Club-8 húsgögn og þú ert arki- tektinn. Þú velur úr raðeiningum eftir þörfum. Hundruðir möguleika. NÁMSKEIÐ STÝRIKERFI EINKATOLVA Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauösyn aö hafa starfsmenn meö þekkingu á innviöum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur MS. DOS- námskeiðanna er aö gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið eryfirallarskipanirstýrikerfisin og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Fridtjov Clement aðalritari Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Kaupmannahöfn: Christian Christensen, ráðherra. Dr. Gustav Björkstrand, formað- ur Norrænu ráðherranefndar- Nýtt aðsetur Norrænu ráðherranefndarinnar norrænt samstarf, sem á sér ekki sinn líka með öðrum þjóðum og mætti vera til fyrirmyndar í striðandi heimi. Húsið við Store Strandstræde 18 bar áður nafnið Garður Waage Pet- ersen og er byggt 1780 af auðugum kaupmanni, en svo hét. Er það frið- að vegna aldurs og frægðar, en þar voru í upphafi gjaman haldnir tón- leikar og önnur listiðkun í hávegum höfð. Var m.a. eitt lagið, sem leikið var við athöfnina, frumflutt í þessu húsi á sfnum tíma. Mátti engu breyta við endurbætur hússins, ekki færa til veggi eða fækka hurðum, svo að eitthvað sé nefnt. Síðar voru ýmis fyrirtæki þama til húsa og hefur danska ríkið smátt og smátt eignazt allt húsið. Var ákveðið að sameina það bakhúsinu fyrir tæpum 2 ámm. Það hús snýr út að Lille Strandstræde við Gamisons-kirkj- una, þar sem minningarathöfnin um Jón Sigurðsson forseta var haldin fáum dögum eftir dauða hans 1879. Er það byggt nærri því í hálfhring bak við hús Waage Petersen og verður skemmtilegt port í miðjunni með tilheyrandi linditré og góðri birtu. Var ekki lokið við frágang hússins fyrr en rétt áður en gestim- ir komu í hlað á vígsludaginn. Er nú þungu fargi létt af starfsmönn- um stofnunarinnar, enda erfítt um vik að vinna við þær aðstæður, sem ríkt hafa undanfama mánuði. Sam- komusalur myndast við sameiningu húsanna og er byggður glerveggur til að stækka hann. Hefur vel tekizt til um endurbætur og fegmn hús- anna, bjartir litir og falleg trégólf og norræn listaverk prýða hvar- vetna. í sambandi við opnunina stendur nú jrfir listsýning í inngangssal hinnar norrænu miðstöðvar. Verk 6 norrænna listamanna, sem allir em búsettir í Kaupmannahöfn, em til sýnis, og er Tiyggvi Ólafsson list- málari verðugur fulitrúi íslands þar. Tryggvi hefur átt hér heima í 25 ár og er samt svo þekktur á íslandi, að ekki þarf að kynna hann. Hann undirbýr nú sýningu heima og verður hún í Gallerí Borg og mun standa frá 13.—25. nóvember. Bent Irve listgagnrýnandi, sem undirbjó sýninguna, segir m.a. um Tryggva Olafsson í sýningarskrá: Málverk Tryggva Ólafssonar hafa baráttumót sterkra og hreinna lita. Hin myndræna tjáning er ljós og skyldleikinn við popp-listina greini- legur. En þrátt fyrir hina ským drætti er myndformið margbrotið. Um myndir Tiyggva er sagt, að þær sýni ferð í tímans rás, að hann máli myndbrot raunvemleikans frá ýmsum tímum og takist að sameina þau í undmnarlegt samhengi. Hann lýsir nútímanum á nýtízkulegan hátt og viðurkennir hið innra sam- ræmisleysi umhverfís og aldarhátt- ar. Hvað eina má fínna í myndum hans, fólk og fénað, byggingar, áhöld og tækninýjungar, sem bæði ber vottinn um táknlegan skyldleika og ólíkindi. Tryggvi ber þeim sann- leika vitni í litsterkum og hrífandi verkum sínum, að heimurinn er í senn andstæðufullur og furðulegur. Hinir listamennimir, sem hafa allir verið búsettir í Kaupmanna- höfn í lengri eða skemmri tíma, em: Anne-Birthe Hove frá Græn- landi, sem sýnir mjmdir unnar með ætingu og þrykki, Hans Pauli Olsen myndhöggvari frá Færeyjum, Ra- imo Pelkonen, fínnskur málari, sem sýnir vatnslita- ogtússmjmdir, Britt Smelvær, fædd í Skotlandi, en menntuð í Noregi, vinnur úr hross- hári, timbri, bómuil og lérefti, og eftir Olle Tallinger frá Svíþjóð era 5 olíumálverk. Verður þessi fjöl- breytta sýning opin til 7. nóvember virka daga á skrifstofutima. Vígsluathöfnin fór fram í sam- komusalnum, sem var þéttsetinn gestum og heiðraði Margrét drottn- ing samkomuna með nærvem sinni. Á undan lék hljómsveit lífvarða- sveitar drottningar norræna marsa úti í garðinum undir stjóm Ibs Jesp- ersen. Fyrstu ræðuna flutti Christ- ian Christensen, umhverfismálaráð- herra og ráðherra norrænna málefna í dönsku ríkisstjóminni. Bauð hann Norrænu ráðherra- nefndina og starfsmenn hennar velkomna í hin myndarlegu húsa- kjmni og þakkaði fjárhagsnefnd danska þingsins góðan skilning vegna kostnaðar við endurbætur á húsunum. Sagði hann þetta vera hátíðisdag í norrænni samvinnu og var þakklátur fyrir þann heiður, sem Danir verða aðnjótandi að fá að húsa þessa norrænu miðstöð. Lagði ráðherrann áherzlu á mikii- vægi norræns samstarfs og hve eftirbrejrtnivert það væri á alþjóð- legum grandvelli. Nú hefði skapazt enn betri aðstaða til að auka og gera þetta samstarf enn virkara. Swedenborg-kvartettinn lék nú þjóðsöngva Norðurlandanna, en síðar önnur verk. Skipa hann Lars Holm, Matts Eriksson, Anders Lindgren og Haakon Molander. Dr. Gustav Björkstrand, vísinda- og menningarmálaráðherra Finna, sem nú er formaður Norrænu ráð- herranefndarinnar, talaði næstur og sagði sameiningu skrifstofanna hér og í Osló hafa verið ákveðna til að styrkja og auðvelda norrænt samstarf, og ákvörðunin undirstrik- aði líka mikilvægi Danmerkur í þeirra vem. Þakkaði ráðherrann, sem einnig er guðffæðidoktor, dönsku stjóminni fyrir að hafa út- vegað þessi veglegu húsakjmni og kostað viðgerð þeirra á svo stuttum tíma. Nefndi hann síðan dæmi um aukið samstarf Norðurlandaþjóða, t.d. á sviði útvarps og sjónvarps. Nú væri mun auðveldara um vik í ýmsu tilliti, þegar allar deildir ríkis- stjórasamstarfsins væm í einu húsi og■ ■ytri aðstæður - eins góðar og MS. DOS Tími og staður: 28.—31. október, kl. 13.30—17.30 Æ * Ánanaustum 15 W \yiBir'- i Leiðbeinandi: JBSf .. Björn Guðmundsson, kerfisfraeðingur. Stjómunarfelag. íslðnds Ánanaustum 15 Sími: 621066 Kaupmannahftfn. NÝTT aðsetur Norrænu ráð- herranefndarinnar hefur nú verið tekið formlega í notkun. Var það gert við hátíðlega athöfn í hinum vistlegu húsakynnum við Store Strandstræde 18, miðviku- daginn 8. október. Er hér um 2 hús að ræða, sem danska stjómin lánar Norrænu ráðherranefnd- inni og hafa þau verið sameinuð og prýdd á kostnað danska rikis- ins. Store Strandstræde liggur á sögufrægu svæði í hjarta borgar- innar, út frá Nýhöfninni milli Kóngsins Nýjatorgs og St. Ónnu- pláss. Vel staðsettur og fallegur staður fyrir norræna miðstöð og Hannaðu þín eigin húsgögn með Club-8. Sendum mynda- og verðlista. Gott verð géð kjör. Eiðistorgi 11, sími: 622200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.