Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 17 Reglur um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík teknar til endurskoðunar Á FUNDI borgarstjórnar á fimmtudag var tekin fyrir tillaga Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um að borgar- ráði yrði falið að taka til endurskoðunar reglur um afgreiðslutima verslana í Reykjavík með það fyrir augum að rýmka hann. Siguijón Pétursson (Abl.) sagði hér vera gamlan kunningja á ferð og væru þrjú atriði sem réttlættu þessa tillögu um að afgreiðslutím- inn yrði tekinn til endurskoðunar. í fyrsta lagi hafði verið gengið út frá því þegar þessi reglugerð var sett að svipaðar reglur mundu gilda í nágrannasveitafélögum. Sú hefði ekki reynst raunin og verslun flust úr borginni. Einnig hefðu orðið deil- ur út af s.k. kvöldsölulista og hvaða hluta verslana mætti nota undir kvöldsölu. Taldi Siguijón að þær deilur mundu standa þangað til reglugerðin yrði tekin til endurskoð- unar. Loks taldi Siguijón að kvöldsala gæti orðið til að styrkja stöðu kaupmannsins á hominu. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagði afstöðu sína til þessa máls byggjast fyrst og fremst á því að til stæði að veita nokkrum verslunum kvöld- sölulejrfi og taldi hún nær að leyfa kvöldsölu almennt og láta þar með undan kröfum Reykvíkinga um rýmri verslunartíma eins og tíðkað- ist í nágrannasveitarfélögum. Þessi rýmkun yrði þó að vera í samráði við samtök hagsmunaaðila og yrði þeim gefinn góður aðlögunartími ef af þessu yrði. Mikið álag væri á fólki í verslunarstöfum og hefði hún sérstaklega áhyggjur af röskun á fjölskyldulífi þess fólks. Sagðist hún vera ósammála fullyrðingu Sigur- jóns Péturssonar um að þetta mundi styrkja smásölukaupmenn og taldi það frekar vera stórmarkaði sem mundu hagnast á þessu. Bjami P. Magnússon (A) sagði afstöðu sína ekki byggjast á því hvort þetta mundi leiða til þess, að verslunartími lengdist eða styttist eða hvort vöruverð hækkaði eða lækkaði. Auðvitað væri gott ef þetta mundi t.d. styrkja stöðu kaup- mannsins á hominu, sem væri félagsleg nauðsyn, en hvort svo yrði væri ekki mergur málsins. Taldi Bjami aðalatriðið að þessi mál ættu að vera í höndum aðila markaðarins, kaupmanna og neyt- enda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) sagðist ekki vera sannfærð um að þetta væri spor í rétta átt. Taldi hún þetta lengja vinnutíma og leiða til þess að hverfaverslanir legðust niður í æ ríkara mæli. Vissulega væri það hagræðing fyrir neytendur að geta verslað á lýmri tfma, en það væri skammgóður vermir ef það leiddi til hækkaðs vöruverðs. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að ýmsar hliðar væru á þessu máli sem bæri að skoða nánar og lagði því til að málinu yrði vísað til borgarráðs til frekari umQöllunar. Magnús L. Sveinsson (S) sagði að verslunarfólk væri undir gífur- legu álagi nú þegar. Því væri nauðsynlegt að fá samninga við vinnuveitendur um vaktavinnufólk í verslunum ef verslunartími yrði rýmkaður eða gefinn fijáls. Sagði hann það vera „blákalda staðreynd“ að sams konar reglur og í Reykjavík giltu ekki í nágrannasveitarfélög- unum „og því ekki nema vona að neytendur spyrðu af hveiju ekki væri hægt að fá sömu þjónustu í sjálfri höfuðborginni". Magnús sagðist ekki vera viss um að nægj- anlegt væri að rýmka verslunartíma um eina til tvær klukkustundir en haida sunnudeginum fyrir utan. Hann taldi ennfremur að lengri verslunartími mundi tvímælalaust leiða til hækkaðs vöruverðs. Ámi Sigfússon (S) sagðist vera þeirrar skoðunar að það væri ekki S verkahring borgaiyfirvalda að ákveða hvenær Reykvíkingar versl- uðu. „Eg vil að við göngum hreint til verks og afnemum reglugerðina, allt tal um rýmkun væri ekki í takt við tímann," sagði Ámi. Ákveðið var að vísa málinu til borgarráðs. BAUKURINN, KJÖRBÓKINOG LANDSBANKMN HJÁLPA ÞÉR AÐNÁENDUM SAMAN Þegar lítið fólk ræðst í stórar fjárfestingar er gott að minnast þess að margt smátt gerir eitt stórt. Smámynt sem safnað er í sparibauk og síðan lögð á Kjörbók stækkar og ávaxt- ast hraðar en þig grunar. Bangsa baukurinn fæst í öllum sparisjóðsdeildum Lands- bankans. Þegar spariféð úr honum er lagt inn er Kjörbók- in vísasta leiðin að settu marki. Barnið, baukurinn og bankinn leggjast á eitt; tölurnar hækka og að lokum ná endar saman. Kennum börnunum okkar að spara peninga og ávaxta þá, það er gott veganesti og gagnlegt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna i 100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.