Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 15 Selfoss: Athugasemd vegna frétt- ar af bæj arstj órnarfundi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Stella í Orlofi it -k -k Leikstjóri Þórhildur Þorleifs- dóttir. Handrit Guðný Halldórs- dóttir. Aðalhlutverk Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, GesturEinar Jónasson, Gísli Rúnar Jónsson, Bessi Bjamason, Sigurður Sigur- jónsson, Eggert Þorleifsson, o.fl. Kvikmyndafélagið UMBI1986. í fyrsta hausthretinu, hvitri jörð og kalsaveðri verður maður aðnjótandi skemmtilegrar birtu í Austurbæjarbíói. Hún nefnist Stella í orlofi og á tvímælalaust eftir að lýsa upp skammdegið fyrir ófáum íslendingum. Ég hef þá trú að hún eigi eftir að ganga vel í landann, ungan sem gaml- an, þvi hér er megináhersla lögð á galsa og grín. Til allrar guðs- lukku (fyrir áhorfendur sem aðstandendur) tekst það ágæt- lega. A.m.k. voru áhorfendur á frumsýningu ekki i neinum vafa um skemmtanagildið, þvi kvik- myndahúsið bergmálaði af hlátrasköllum. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafngóðar undirtektir á íslenskri gaman- mynd, ef undan er skilinn fyrsti liálftimi þeirrar skondnu myndar Kúrekar norðursins. En það er önnur saga. í uppbyggingu nálgast Stella í orlofi það sem engilsaxar nefna „screwball“-gamanmynd, með sínum gjörsamlega virðingarlausa húmor, þar sem skotið er í allar áttir, miklu keyrslu, sem er kannski fullhröð — næstum stressuð á stöku stað, og ýktu mangerðum. Það er engin glóra f að reyna að tíunda efnisþráðinn sem neinu nemur, í mjmdum af þessari gerð tekur ein uppákoman við af annarri. En við fylgjumst með fjölskyldu sem verð- ur fyrir því að fyrirvinnan lendir vegna óhappa á sjúkrahúsi, með flamberaðar rasskinnar og aðra óáran. Þar sem von er á erlendum viðskiptavini mannsins í laxveiði- ferð, verður eiginkonan að sinna karlhlutverkinu, hafa uppá kauða og halda með hann á vit náttúrunn- ar. En f stað hins erlenda kaupnaut- ar, sem í rauninni er viðhald bóndans, pikkar frúin upp fyrir misskilning sænska fyllibyttu sem í eymd sinni og volæði er á leið í afvötnun hjá SAÁ. Og er nú haldið í veiðitúrinn. Þessi hluti myndarinnar er lang- bestur og vandvirknislegast unninn af hendi handritshöfundar. Þegar líða tekur á og inní myndina flétt- ast flöldi minni hlutverka, svosem heill Lionsklúbbur, trítilvitlausir flugliðar, ágjamir sveitamenn og fleira gott fólk, slævist heldur gamanið. Minnir á góða veislu, þar sem er slík gnótt frískra félaga að maður getur ekki sinnt þeim sem skyldi. Þama er að finna þá kafla sem síst em fyndnir, klósettpappírs- slaginn og flugliðaþáttinn, sem þeir sjóuðu gamanleikarar Gísli Rúnar og Siggi Siguijóns bjarga þó fyrir hom. En þetta em minni háttar vankantar. Sem fyrr segir er skotið vítt og breitt, það fá margir verðskuldað- ar, veltilfundnar ogj flestar bráð- fyndnar pillur. Fyrstjog fremst þær heilögu kýr sem kenna sig við SÁÁ og almenningur í landinu hefur tæpast mátt anda á; hinir hressilegu karlaklúbbar, sem geta orðið, þrátt fyrir baráttu fyrir göfugum málefn- um, svona hálfþreytandi. (Beijatín- umar em óborganlegar.) Einkum í kringum stórhátíðir. Þá fær sölu- gleði sveitamanna á snúðinn og einokunarmenn laxaútgerðar á ís- landi. Allt er þetta góðlátlegt grín, þó bóli á smekklega framsettu háði, sem betur fer. Til leiks hefur verið kallað lands- lið okkar í gamanleik og það hvarflar ekki að mér að fara að gera uppá milli þessara ágætu lista- manna sem undantekningarlaust standa fyrir sínu. Ég vil þó geta Eddu og Ladda sérstaklega, enda mæðir langmest á þeim. Þau em afar færir gamanleikarar einsog allir landsmenn vita. Svipbrigðin, fasið, framsetningin einsog best verður á kosið og tímasetningin hjá Ladda aldeilis afbragð. Leikurinn er semsagt yfír höfuð mjög góður. Þar haldast í hendur góðir kraftar og styrkur, þaulreyndur leikstjóri, Þórhildur Þorleifsdóttir. Og ekki má gleyma góðri frammistöðu yngri leikaranna. Þau gáfu þeim leik- reyndu lítið eftir. Tæknilega hefur Stella ... tekist vel og hið illvíga hljóðupptöku- vandamál virðist tilheyra fortíðinni. Tónlist Valgeirs er frískleg, einsog flest frá þeim bæ, og fellur þétt að efninu. Kvikmyndataka, klipping, búningar og munir, óaðfinnanlegir. Framkvæmdastjóri UMBA lét svo ummælt fyrir sýningu, að Stella — væri gerð af vanefnum, en hún bæri það ekki með sér. Það em orð að sönnu. Stella í orlofi er örlítið stressuð en stálhress, eins- og þær konur sem að henni standa, og afkvæmið ber það með sér að það hefur verið gaman að búa það til. Vegna fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu þann 13. okt. af bæjar- stjómarfundi á Selfossi, sem haldinn var 8. okt. langar mig að biðja blaðið fyrir eftirfarandi at- hugasemd: Þegar ráðningarsamningur var gerður við núverandi bæjarstjóra varð að samkomulagi að hann yrði ekki birtur opinberlega. Á fundi bæjarráðs þann 21. ágúst var samn- ingurinn lagður fyrir til samþykktar eða synjunar. Og fengu allir bæjar- ráðsmenn ljósrit af samningnum. Fulltrúi Framsóknarfl. í bæjar- ráði sat hjá við atkvæðagreiðslu um samninginn, en gerði enga athuga- semd við hann, né heldur um málsmeðferð. Þegar fundargerð áðumefnds bæjarráðsfundar var tekin fyrir á bæjarstjómarfundi þann 17. sept., kvörtuðu bæjarfulltrúar Framsókn- arfl. undan þvf að hafa ekki séð samninginn. En sá bæjarfulltrúi þeirra, sem sat áðumefndan bæjar- ráðsfund, var þá erlendis. Reyndi bæjarstjóri að bæta úr þessu með því að lesa samninginn upp á fundinum. Auk þess var bæjarfulltrúum Framsóknarfl. sent ljósrit af samn- ingnum við fyrsta tækifæri eftir fundinn. Það er því mikill misskiln- ingur hjá fréttaritara Morgunblaðs- ins að samningurinn sé sérstakt trúnaðarmál milli bæjarsljóra og meirihlutans, eins og segir í frétt- inni. Á bæjarstjómarfundinum þann 8. okt. óskaði einn af bæjarfulltrú- um Framsóknarfl. eftir því að ráðningarsamningurinn ásamt út- reikningum hans á greiðslum til bæjarstjóra yrðu færð til bókar. Þeirri ósk hafnaði undirritaður, þar sem slíkt bryti í bága við áður- „ÞRÁTT fyrir slæmt veður virð- ist hafa veiðst töluvert af rjúpu fyrstu tvo daga tímabilsins" sagði Pétur Pétursson, eigandi Kjötbúrsins, i samtali við Morg- unblaðið. Að sögn hans lögðu veiðmenn inn bráð sina i verslun- ina strax að kvöldi fyrsta veiði- dagsins, sl. miðvikudag. „Nú þegar kólna tekur í veðri fjölgar ijúpunni enn I nágrenni bæjarins, þegar fuglinn leitar niður af flöllum," sagði Pétur. Hann sagði að veiðimönnum kæmi þó saman um að ijúpan væri óvenju nálægt byggð í ár. Fengur manns frá Akra- nesi var hátt í 40 ijúpur eftir dags veiðiferð, skammt út fyrir bæinn. nefnt samkomulag um að birta samninginn ekki opinberlega. Virðingarfyllst, Steingrímur Ingvarsson, forseti bæjarstjórnar. * Utvegsmannaf élag Austfjarða: Gagnrýnir skattlagningu olíuvara AÐALFUNDUR Útvegsmanna- félags Austfjarða var haldinn á Egilsstöðum 15. október sl. í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem fyrirhuguð skattlagning ríkisstjórnarinnar á innfluttar olíuvörur er harðlega gagnrýnd. Einnig lýsti fundurinn þungum áhyggjum varðandi sUdarvinnsl- una á þessu hausti. í ályktun fundarins segir orðrétt: „Útgerðin á eftir að greiða niður olíuskuldir fyrri ára og ekki er tillit tekið til þess í afkomuútreikningum Þjóðhagsstofnunnar. Einnig er líklegt að olíuverð fari hækkandi á næstu mánuðum. Það er hart að mega ekki segja sannleikann um batnandi hag útgerðar og fá að njóta þess bata. Þess vegna kemur þessi fyrirhugaða skattlagning eins og rýtingur í bak útgerðarmanna.“ Fundurinn skoraði á stjómvöld að beita sér af fremsta megni fyrir tafarlausri úrlausn þeirra mála er varða sfldveið og vinnslu. „Afkoma sjávarþorpanna á Austurlandi er mjög háð sfldveiðum og vinnsiu, eins og vissulega þjóðarbúið í heild. Síðastliðið ár var útflutningsverð- mæti sfldarafurða 915 milljónir króna," segir í ályktuninni. í ár greiðir Pétur 150 krónur fyrir ijúpuna, og síðan ákveðna uppbót þegar veiðitimabilinu lýkur og endanlegt verð er komið á fugl- inn. í fyrra var endanlegt verð 140 krónur, svo ljóst er að ijúpan mun hækka nokkuð milli ára. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem boðað er til námskeiðs í notkun áttavita fyrir veiðimenn. Hvatt er til þess að allir sem stunda útiveru læri á áttavita til þess að koma í veg fyrir kostnaðarsamar og umfangsmiklar leitir. Námskeið- ið verður haldið á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20.00. Rjúpnaveiði hafin: Góður fengur fyrstu dagana Hjálparsveit skáta heldur áttavitanámskeið POTTÞÉTTAR PERUR Á GÓÐU VERÐI Halogen Adalljósapera 225 kr. Aðalljósapera 65 kr. Afturljósapera 23 kr. Stefnuljósapera 23 kr. Stöðuljósapera 22 kr. Númeraljósapera 22 kr, Ring bílaperurnar eru viðurkenndar af Bifreiðaeftirliti Ríkisins. Höfum fyrirliggjandi 90 gerðir af Ring bílaperum. Heildsala - smásala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.