Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
Margrét Danadrottning virðir fyrir sér málverk Tryggva Ólafssonar.
framast yrði á kosið. Lauk dr.
Gustav Björkstrand máli sínu með
því að vitna í orð Zachariasar Topel-
ius: Líf mannsins á jörðinni er
stöðug leit að hinu eilífa takmarki.
Þá flutti aðalritari Norrænu ráð-
herranefndarinnar og fram-
kvæmdastjóri hinnar norrænu
miðstöðvar, Fridtjov Clemet frá
Noregi, ávarp. Þakkaði hann fyrir
hönd starfsmannanna fyrir nýja
vinnustaðinn, bæði dönsku stjóm-
inni, Norðurlandaráði og Norrænu
ráðherranefndinni, og kvaðst þess
fullviss, að nú væri fenginn sá
rammi um starfið, sem myndi færa
með sér nýjar hugmyndir og dirfsku
í norrænni hugsun og máli. Sagðist
hann vona, að húsið yrði meira en
norræn skjalaframleiðsla og að það
yrði eðlilegur miðpunktur fyrir alla,
sem hafa áhuga á og vilja afla sér
upplýsinga um Norðurlöndin. Að
lokum söng stúlknakór danska út-
varpsins undir stjóm Tages Morten-
sen og þágu gestir síðan veitingar.
Gestir frá íslandi við vígsluna
vom Jón Júlíusson _ deildarstjóri,
sem fulltrúi Halldórs Asgrímssonar,
samstarfsráðherra norrænna mál-
efna, Birgir Möller sendifulltrúi var
fulltrúi menntamálaráðherra, Páll
Pétursson alþingismaður, sem var
fulltrúi forsætisnefndar Norður-
landaráðs, og Snjólaug Ólafsdóttir
ritari íslandsdeildar Norðurlanda-
ráðs. Boðið var fulltrúum norrænu
sendiráðanna, ríkisstjómarinnar og
fastanefnda, en salarkynni leyfðu
ekki mikinn fjölda og heyrðist dag-
skráin um húsið í hátalara.
Ekki er úr vegi að segja svolítið
frá sameiningu skrifstofanna í Osió
og hér í Höfn og uppbyggingu hins
nýja staðar. Átti fréttaritari tal við
Tryggva Gíslason skólameistara,
sem nú er deildarstjóri menningar-
og skólamáladeildarinnar. Hyggur
hann gott til starfsins hér í Store
Strandstræde, enda muni flutning-
ur hinna einstöku deilda á sama
stað hafa mikið að segja. Áður vom
skrifstofur Norrænu ráðherra-
nefndarinnar í Osló, aðrar en
menningarmálaskrifstofa hennar,
sem var til húsa í Snaregade 10 hér
í Kaupmannahöfn. Aðsetur Norður-
Iandaráðs er áfram í Stokkhólmi
og þar em einnig forsætisnefnd og
menningarmálanefnd ráðsins, en
Norðurlandaráð og nefndir þess em
samstarfsaðili þjóðþinga allra Norð-
urlandanna. Aftur á móti er
Norræna ráðherranefndin eins kon-
ar sameiginleg ríkisstjóm fyrir
Norðurlöndin, sagði Tryggvi Gísla-
son, og skrifstofumar hér því líkt
og stjómarráð, þ.e. samstarfsvett-
vangur allra ríkisstjómanna.
Deildimar, sem nú em allar und-
ir einu þaki, em fímm, auk upplýs-
ingadeildar og íjármála- og
skipulagsdeildar. Þessar fímm
deildir annast málefnaflokka sem
hér segir: Deild 1 sér um almenn
menningarmál, skólamenntun og
fjölmiðla. Deild 2 annast rannsókn-
ir, háskóla, tölvutækni, orkumál og
umhverfísmál. Deild 3 fæst við fé-
lags-, heilbrigðis-, jafnréttis- og
vinnumarkaðsmál. Deild 4 hefur
efnahags-, iðnaðar-, húsnasðis- og
verzlunarmál auk þróunaraðstoðar.
Og deild 5 hefur byggða-, sam-
göngu-, ferða-, landbúnaðar-,
fískveiði- og neyzlumál á sinni
könnu. Má sjá af þessari upptaln-
ingu, hve Qölþætt umfjöllun ráð-
herranefndarinnar og starfsmanna
hennar er. Starfsmennimir em um
90, þar af 8 íslendingar. Fluttu 3
þeirra með skrifstofum sínum frá
Osló, þeir Davíð Stefánsson hjá fjár-
hags- og skipulagsdeild, Hrafn
Hallgrímsson í deild 4 og Ingimar
Einarsson hjá deild 3. Fyrir vom
hér í Höfn Erla Sigurðardóttir og
Guðný Helgadóttir, sem vinna hjá
1. deild og Hróbjartur Einarsson
og Kristín Sigurðardóttir Gjöe hjá
íjárhags- og skipulagsdeild.
Þakkaði fréttaritari Tryggva
Gíslasyni deildarstjóra þessar upp-
lýsingar og sagði hann að lokum:
Norrænt samstarf er norrænu þjóð-
unum mikils virði og einnig öðmm
þjóðum til gagns, því hvergi á
byggðu bóli er sambærilegt sam-
starf sjálfstæðra þjóða og Norður-
landaþjóðanna fímm.
G.L.Ásg.
Kaldsólun hf.
rifur þig afram.
Smáskorið mynstur sem tryggir
betri spyrnu,
Dugguvogi 2 Sími: 84111
Hringið og Pantið Tíma.
Hvað eru
önnur eldhús,
samanborið
við HTH?
Pú kynnist eiginleikum HTH eld-
húsinnréttinga ekki í gegnum síma.
Svo einfalt er málið ekki. Nú hefur
Innréttingahúsið gefið út vandaðan
litprentaðan bækling með öllum
nýjustu HTH innréttingunum. Bæk-
lingurinn er á íslensku.
Nú sem fyrr býður Innréttingahús-
ið hagstæð greiðslukjör - eða allt
að 12 mánaða greiðslufrest. Þú
veist það kannski ekki að þú færð
innréttinguna, skápana, hurðirnar,
parket og eldhústækin hjá ökkur í
„einum pakka" á þessum einstöku
greiðslukjörum.
Við mælum hjá þér eldhúsið og
gerum tilboð, þér að kostnaðar-
lausu og án skuldbindinga.
OPIÐ LAUGARDAGA Pantið fyrir 29. október
TIL KL. 16:00 afgreiðsla fyrir jól