Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 Margrét Danadrottning virðir fyrir sér málverk Tryggva Ólafssonar. framast yrði á kosið. Lauk dr. Gustav Björkstrand máli sínu með því að vitna í orð Zachariasar Topel- ius: Líf mannsins á jörðinni er stöðug leit að hinu eilífa takmarki. Þá flutti aðalritari Norrænu ráð- herranefndarinnar og fram- kvæmdastjóri hinnar norrænu miðstöðvar, Fridtjov Clemet frá Noregi, ávarp. Þakkaði hann fyrir hönd starfsmannanna fyrir nýja vinnustaðinn, bæði dönsku stjóm- inni, Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni, og kvaðst þess fullviss, að nú væri fenginn sá rammi um starfið, sem myndi færa með sér nýjar hugmyndir og dirfsku í norrænni hugsun og máli. Sagðist hann vona, að húsið yrði meira en norræn skjalaframleiðsla og að það yrði eðlilegur miðpunktur fyrir alla, sem hafa áhuga á og vilja afla sér upplýsinga um Norðurlöndin. Að lokum söng stúlknakór danska út- varpsins undir stjóm Tages Morten- sen og þágu gestir síðan veitingar. Gestir frá íslandi við vígsluna vom Jón Júlíusson _ deildarstjóri, sem fulltrúi Halldórs Asgrímssonar, samstarfsráðherra norrænna mál- efna, Birgir Möller sendifulltrúi var fulltrúi menntamálaráðherra, Páll Pétursson alþingismaður, sem var fulltrúi forsætisnefndar Norður- landaráðs, og Snjólaug Ólafsdóttir ritari íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs. Boðið var fulltrúum norrænu sendiráðanna, ríkisstjómarinnar og fastanefnda, en salarkynni leyfðu ekki mikinn fjölda og heyrðist dag- skráin um húsið í hátalara. Ekki er úr vegi að segja svolítið frá sameiningu skrifstofanna í Osió og hér í Höfn og uppbyggingu hins nýja staðar. Átti fréttaritari tal við Tryggva Gíslason skólameistara, sem nú er deildarstjóri menningar- og skólamáladeildarinnar. Hyggur hann gott til starfsins hér í Store Strandstræde, enda muni flutning- ur hinna einstöku deilda á sama stað hafa mikið að segja. Áður vom skrifstofur Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Osló, aðrar en menningarmálaskrifstofa hennar, sem var til húsa í Snaregade 10 hér í Kaupmannahöfn. Aðsetur Norður- Iandaráðs er áfram í Stokkhólmi og þar em einnig forsætisnefnd og menningarmálanefnd ráðsins, en Norðurlandaráð og nefndir þess em samstarfsaðili þjóðþinga allra Norð- urlandanna. Aftur á móti er Norræna ráðherranefndin eins kon- ar sameiginleg ríkisstjóm fyrir Norðurlöndin, sagði Tryggvi Gísla- son, og skrifstofumar hér því líkt og stjómarráð, þ.e. samstarfsvett- vangur allra ríkisstjómanna. Deildimar, sem nú em allar und- ir einu þaki, em fímm, auk upplýs- ingadeildar og íjármála- og skipulagsdeildar. Þessar fímm deildir annast málefnaflokka sem hér segir: Deild 1 sér um almenn menningarmál, skólamenntun og fjölmiðla. Deild 2 annast rannsókn- ir, háskóla, tölvutækni, orkumál og umhverfísmál. Deild 3 fæst við fé- lags-, heilbrigðis-, jafnréttis- og vinnumarkaðsmál. Deild 4 hefur efnahags-, iðnaðar-, húsnasðis- og verzlunarmál auk þróunaraðstoðar. Og deild 5 hefur byggða-, sam- göngu-, ferða-, landbúnaðar-, fískveiði- og neyzlumál á sinni könnu. Má sjá af þessari upptaln- ingu, hve Qölþætt umfjöllun ráð- herranefndarinnar og starfsmanna hennar er. Starfsmennimir em um 90, þar af 8 íslendingar. Fluttu 3 þeirra með skrifstofum sínum frá Osló, þeir Davíð Stefánsson hjá fjár- hags- og skipulagsdeild, Hrafn Hallgrímsson í deild 4 og Ingimar Einarsson hjá deild 3. Fyrir vom hér í Höfn Erla Sigurðardóttir og Guðný Helgadóttir, sem vinna hjá 1. deild og Hróbjartur Einarsson og Kristín Sigurðardóttir Gjöe hjá íjárhags- og skipulagsdeild. Þakkaði fréttaritari Tryggva Gíslasyni deildarstjóra þessar upp- lýsingar og sagði hann að lokum: Norrænt samstarf er norrænu þjóð- unum mikils virði og einnig öðmm þjóðum til gagns, því hvergi á byggðu bóli er sambærilegt sam- starf sjálfstæðra þjóða og Norður- landaþjóðanna fímm. G.L.Ásg. Kaldsólun hf. rifur þig afram. Smáskorið mynstur sem tryggir betri spyrnu, Dugguvogi 2 Sími: 84111 Hringið og Pantið Tíma. Hvað eru önnur eldhús, samanborið við HTH? Pú kynnist eiginleikum HTH eld- húsinnréttinga ekki í gegnum síma. Svo einfalt er málið ekki. Nú hefur Innréttingahúsið gefið út vandaðan litprentaðan bækling með öllum nýjustu HTH innréttingunum. Bæk- lingurinn er á íslensku. Nú sem fyrr býður Innréttingahús- ið hagstæð greiðslukjör - eða allt að 12 mánaða greiðslufrest. Þú veist það kannski ekki að þú færð innréttinguna, skápana, hurðirnar, parket og eldhústækin hjá ökkur í „einum pakka" á þessum einstöku greiðslukjörum. Við mælum hjá þér eldhúsið og gerum tilboð, þér að kostnaðar- lausu og án skuldbindinga. OPIÐ LAUGARDAGA Pantið fyrir 29. október TIL KL. 16:00 afgreiðsla fyrir jól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.