Morgunblaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. f tausasölu 50 kr. eintakið.
Prófkjörið í
Reykjavík
Prófkjör á vegum Sjálfstaeðis-
flokksins í Reykjavík til undir-
búnings alþingiskosningum, sem
hafa farið fram frá 1970 með einni
undantekningu 1974, hafa yfírleitt
skapað fleiri pólitfsk vandamál fyrir
sjálfstæðismenn, en þau hafa leyst.
Svo er einnig um það prófkjör, sem
fram fór sl. laugardag. Mismunandi
reglur hafa gilt í þessum prófkjör-
um. í prófkjörunum 1970, 1977 og
1982 sagði heildartala atkvæða til
um úrslit. í prófkjörunum 1979 og
nú bar kjósendum að raða fram-
bjóðendum í ákveðin sæti.
Þessi regla í prófkjörinu nú leiðir
til þess að Albert Guðmundsson
hlýtur kosningu í 1. sæti listans en
hefði reglan um heildartölu at-
kvæða gilt, hefði hann hafnað í 8.
sæti. Albert nær kosningu í 1. sæti
með 38,1% atkvæða. í Ijósi þeirrar
erfíðu pólitfsku stöðu, sem Albert
Guðmundsson hefur verið í undan-
fama mánuði, fer ekki á milli mála
að hann vinnur umtalsverðan vam-
arsigur með því að ná kosningu í
efsta sæti listans. Hitt er jafnljóst,
að það atkvæðamagn, sem hann
fær í heild, er pólitískt áfall fyrir
hann. Það mun óhjákvæmilega
valda honum erfíðleikum við að
leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosn-
ingabaráttunni í Reykjavík næsta
vor. Erfíð vígstaða Sjálfstæðis-
flokksins í höfuðborginni af þessum
sökum blasir við.
Nú er þetta ekki í fyrsta skipti,
sem frambjóðandi í prófkjöri nær
kosningu í 1. sæti, þótt hann hafi
ekki fengið flest atkvæði í próf-
kjöri. í prófkjörinu í Reykjaneskjör-
dæmi fyrir síðustu alþingiskosning-
ar skipaði Matthías Á. Mathiesen
efsta sæti listans, þar sem hann
fékk flest atkvæði í það sæti í próf-
kjöri, þótt hann fengi ekki vflest
atkvæði í heild. í prófkjörinu í
Reykjavík 1979 skipaði Geir Hall-
grímsson efsta sæti listans, þar sem
hann fékk flest atkvæði í það sæti,
þótt hann fengi ekki flest atkvæði
í heild. Báðir vom þeir hins vegar
nálægt því atkvæðamagni í heild,
sem mest var, þannig að ólíku er
saman að jafna.
Ef litið er til atkvæðahlutfalls f
efsta sæti var Matthías Bjamason
kjörinn í það sæti í prófkjörinu á
Vestflörðum á dögunum og fékk
um 41% í það sæti. í fyrmefndu
prófkjöri fyrir Qórum ámm fékk
Matthías A. Mathiesen um 34%
atkvæða í fyrsta sætið þannig að
fordæmi eru fyrir því að efsti mað-
ur lista fái ekki hærra atkvæðahlut-
fali í efsta sæti. Það em hins vegar
ekki fordæmi fyrir því að efsti
maður lista hrapi svo mjög í heildar-
atkvæðamagni, sem gerist nú. Til
samanburðar má geta þess að
Halldór Blöndal hlaut í próflgorinu
í Norðurlandskjördæmi eystra flest
atkvæði í fyrsta sæti eða 62,5% og
jafnframt mest heildaratkvæða-
magn eða 87,7% og sýnir það
ótvíræðan styrkleika í kjördæminu.
Friðrik Sophusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, nær hvorki
þeim árangri í þessu prófkjöri að
skipa efsta sæti listans né að verða
hæstur að atkvæðamagni. Það sýn-
ir veikleika hjá öðmm helzta
forystumanni Sjálfstæðisflokksins,
sem er umhugsunarefni fyrir hann
og forystuna. Birgir ísl. Gunnars-
son Varð atkvæðahæstur þegar á
heildina er litið, eins og hann varð
raunar í prófkjörinu 1979, en hann
náði þó ekki heldur fyrsta sæti,
fremur en varaformaðurinn.
Þau Geir H. Haarde og Sólveig
Pétursdóttir, sem náðu 7. og 8.
sæti í prófkjörinu, em verðugir full-
trúar nýrrar kynslóðar í Sjálfstæð-
isflokknum og eiga vemlegan þátt
í að veita væntanlegum framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins þann
ferska svip, sem mörgum hefur
þótt skorta á seinni árin. Tvær nýj-
ar konur koma til sögunnar í fyrstu
10 sætum listans, þær Sólveig og
María E. Ingvadóttir, sem báðar
munu sóma sér vel við hlið Ragn-
hildar Helgadóttur í störfúm á þingi
og í tengslum við þingflokkinn.
Tveir gamalreyndir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins unnu sannfær-
andi sigra í þessu prófkjöri. Eyjólfur
Konráð Jónsson, sem verið hefur
þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyr-
ir Norðurlandskjördæmi vestra frá
1974, tók ákvörðun um að leita
eftir framboði í Reykjavík. Árangur
hans sýnir að Eyjólfur Konráð hef-
ur áunnið sér mikið traust með
störfum sínum á Alþingi og á vett-
vangi stjómmálanna. Guðmundur
H. Garðarsson verður að kosningum
loknum óumdeildur talsmaður laun-
þega í þingflokki sjálfstæðismanna
og arftaki Péturs Sigurðssonar.
Vilhjálmur Egilsson, hagfræð-
ingur, hefur verið skeleggur
málsvari ungs fólks í Sjálfstæðis-
flokknum síðustu misseri. Þess
vegna kemur það á óvart að hann
nær ekki betri árangri í þessu próf-
kjöri en raun ber vitni. Hann hefur
jafnframt verið einn helzti talsmað-
ur harðrar frjálshyggjustefnu á
vettvangi Sjálfstæðisflokksins. En
skv. skoðanakönnunum í landinu á
slík stefna undir högg að sækja og
mikill meirihluti er á bak við þá
velferðarstefnu, sem fylgt hefíir
verið, ekki sízt í Sjálfstæðisflokkn-
um. Hitt er svo annað mál, að sú
stefna mætti í sumum tilfellum
hafa meira aðhald, eins og Vilhjálm-
ur Egilsson og félagar hans hafa
lagt áherzlu á.
Þrátt fyrir góða málefnastöðu í
landsmálum og verulegan árangur
af störfum ríkisstjómarinnar er
hætta á að Sjálfstæðisflokkurinn
nái ekki þeirri sóknarstöðu í kosn-
ingabaráttunni í Reykjavík sem
vænta mætti vegna póiitískra
sviptibylja, sem búast má við á tind-
inum, eftir það, sem á undan er
gengið. Albert Guðmundsson hefur
sýnt að hann hefur mikið pólitískt
þanþol. Hitt er annað mál, hvort
það dugar Sjálfstæðisflokknum f
næstu kosningum.
OPIÐ ]
Tannlæknanemi sýnir gestum nýstárlegt tæki í
húsi lækna- og tannlæknadeildar.
Vísindamenn framtiðarinnar rýna i smásjá í Jarð- Efna
fræðihúsinu. skóh
sanu
marj
Þúsundir manna 1
starfsemi Háskólí
ÞÚSUNDIR manna sóttu
„Opið hús“ I Háskóla ís-
lands á Sunndag. Mest var
aðsóknin að kynningn
læknadeildar, þar sem
örtröð myndaðist á tíma-
bili, en alls var starfsemi
Háskólans kynnt í 19
byggingum á háskólalóð-
inni. Sigmundur Guð-
bjamason, háskólarektor,
sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þessi kynning
hefði vissulega verið
ómaksins nsrð, þeim til-
gangi, að opna Háskólann
almenningi og kynna þau
verkefni sem þar er unnið
Áhugasamir gestir virða fyrir sér
hafði verið saman i húsi jarðfræðing
að, hefði tekist vel, og
sagði hann að fyrirhugað
væri að halda kynningu á
eirihverjum starfsþáttum
Háskólans á hverju hausti
hér eftir.
Dagskrá Opna hússins hófst
klukkan 10.00 og stóð hún til
klukkan 18.00. Guðfræðinemar
stóðu að messu í Háskólakapellu,
sem útvarpað var beint, og predik-
aði sr. Sigurbjöm Einarsson,
biskup, og eftir hádegi gátu gest-
ir valið úr fjölda dagskráratriða
víðs vegar um svæðið. Lögfræði-
nemar héldu málflutningsæfingu
í Lögbergi sem var geysilega vel
sótt, efnafræðingar voru með svo-
kallaða gjöminga í Háskólabíói,
og bjuggu meðal annars til heilu
Hefði mátt hafa
tveggja daga kynningu
RAUNVÍSINDASTOFNUN
hafði opið hús, og var þar
margt um manninn að kynna
sér starfsemina.
„Það er alveg nauðsynlegt
fyrir Háskólann að kynna starf-
semi sína með þessum hætti,
og það mætti gera það oftar,
jafnvel einu sinni á ári,“ sögðu
hjónin Sigrún Ragnarsdóttir,
kennari, og Ágúst Bjamason,
verkfræðingur, þ ar sem þau
voru stödd í Raunvísindastofn-
un. Ágúst sagðist hafa séð
tæknisýninguna í Borgarleik-
húsínu, sem fram fór í sumar,
og kvað hana vera gott dæmi
um það hversu nauðsynlegt það
væri fyrir fyrirtæki og stofnan-
ir að kynna sína starfsemi fyrir
almenningi. „Þá er þessi kynn-
ing hér alveg upplögð sem
starfskynning fyrir yngri kyn-
slóðina, sem síðar meir á eftir
að fara í háskóla. Það hefði
hins vegar mátt hafa þessa
kynningu í tvo daga, því það
gefst ekki tími til að skoða allt
sem áhugi er fyrir.
Þau voru spurð að hvort þau
teldu sýningu af þessu tagi efla
skilning almennings á nauðsyn
þess að hafa góðan háskóla í
landinu? „Yfirvöld verða
kannski viljugri til að láta fé
af hendi rakna, og hvað mann
sjálfan snertir þá er hægt að
kaupa miða í Happdrætti Há-
skólans," sagði Ágúst, en bætti
því við að afstaðan til Háskól-
ans væri nokkuð misjöfn.
„Afstaðan yrði töluvert jákvæð-
ari ef gert væri meira af því
að kynna háskólastarfíð,"
sögðu þau hjónin að lokum.
Ágúst Bjamason og Sigrún Ragnarsdóttir n
Kærkomið tækifæri til að
kynnast Háskólanum
GUÐFRÆÐIDEILD Háskóla
íslands er með fámennari
deildum hans, en þó komu
rúmlega 600 manns á þá
kynnigu sem hún stúð fyrir í
Aðalbyggingu. Magnús Stef-
ánsson, nemandi við Sam-
vinnuskólann var þar staddur
ásamt félögum sínum til að
kynna sér hverslags nám boð-
ið er upp á i guðfræði.
að Ijúka stúdentaprófí að fá
tækifæri til að kynna sér það
sem fram fer innan veggja
Háskólans með þessum
hætti,“ sagði Magnús, og
bætti því við að einnig væri
um kærkomið tækifæri að
ræða fyrir aðra að skoða þá
starfsemi sem þar fer fram.
Magnús sagðist hafa farið
nokkuð víða um háskóla-
svæðið til að kynna sér
starfsemina sem best, og
kvað hann það mjög jákvætt
að Háskólinn kynnti sig með
þessum hætti. „Það er aug-
ljóslega mjög gagnlegt fyrir
þá sem eru að því komnir
Aðspurður um hvort hann
teldi íslendinga almennt
gera sér grein fyrir mikil-
vægi þess að hafa góðan
háskóla í landinu, sagði
Magnús að hann teldi svo
ekki vera. „Ég held samt að
kynning af þessu tagi sé vel
til þess fallin að auka skiln-
ing á mikilvægi Háskólans,
Magnús St
vinnuskólan
og þar me
betri aðhlj
starfi,“ sag
ánsson að I