Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 22

Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR '21. OKTÓBER 1986 Hversdagslegur klæðnaður Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra, Davíð Scheving Thorsteinsson og Henný Hermannsdóttir voru á meðal sýningarfólksins i Broadway sl. sunnudag. Albert sýndi íþróttafatnað frá Henson og Davíð klæddist skjólfatnaði frá Sjóklæðagerð- inni. Islensk fataframleiðsla kynnt á Broadway: íslendingar hugsi sig vel um áður en erlendar vörur eru teknar fram yfir þær íslensku - sagði Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra Pelsar frá Eggerti Jóhannssyni feld- skera INNLEND fataframleiðsla var sýnd i veitingahúsinu Broadway si. sunnu- dag að viðstöddu fjölmenni undir yfirskriftinni „íslensk föt ’86“. Félag íslenska iðnrekenda efndi til tisku- sýningarinnar til þess að kynna íslenska fatahönnun og framleiðslu og til að gefa yfirlit yfir haust- framleiðsluna.. Sýningunni var ætlað að koma í stað kaupstefnunnar „ís- lensk föt“, sem haldin hefur verið tvisvar á ári undanfarin ár. „Á síðustu árum hefur vöruþróun og góð hönnun orðið sífellt mikilvægari og sérmenntuðum fatahönnuðum hefur fjölgað jafnt og þétt. Góð hönnun er eitt mikilvægasta atriðið í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir í þessum iðnaði," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenska iðnrekenda, m.a. í upp- hafí sýningar. Aukin tæknivæðing hefur sett svip sinn á þessa grein íslensks iðnaðar. Nýlega tók til starfa Þjónustu- miðstöð fataiðnaðarins, þar sem beitt er nýjustu tölvutækni við sniðagerð. Með stofnun hennar taka fataframleið- endur höndum saman við að innleiða nýja tækni. Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, flutti einnig ávarp við upphaf sýningar og sagði þá m.a.: „Hér áður fyrr þótti hálfgert neyðarúrræði að þurfa að klæðast fötum, sem framleidd voru innanlands, en þá voru ströng inn- flutningshöft og því ekki um annað að ræða. Ymsir óttuðust þá að frelsi í inn- flutningi myndi leggja íslenska fata- framleiðslu í rúst. Vissulega skapaði samkeppni ýmsa erfíðleika. Ymsir fóru halloka, en það sem vænlegast reynd- ist, elfdist og styrktist. Þeir sem þar stóðu við stýrið, hertust við hveija raun, tóku upp ný vinnubrögð í samræmi við kröfur tímans og sigruðu. Það er ekki síst fyrir framsýni þessarra manna að unnt er að halda svo glæsilega sýningu á einum þætti íslensks iðnaðar. Fataiðn- aðurinn íslenski býður nú upp á svo fallegar og góðar vörur að ég trúi varla öðru en að íslenskur almenningur hugsi sig tvisvar um áður en hann tekur er- lenda vöru fram yfír.“ Tuttugu fyrirtæki tóku þátt í sýning- unni og sýndu m.a. hlífðarfatnað, íþróttafatnað, tískufatnað, samkvæmis- fatnað, skinna- og ullarvörur, náttföt, undirföt, skó, sokka og hatta. Eftirtalin fyrirtæki kynntu framleiðslu sína: Ála- foss hf., Arblik hf., Ceres, Drífa hf., Eggert Jóhannsson feldskeri, Fatagerð- in Fasa, Gefjun, Hagkaup hf., Henson hf., Hilda hf., Hlín hf., Iðnaðardeild Sambandsins, Karnabær hf., Max hf., Pxjónastofan Iðunn hf., Rimill hf./ Nesver, Scana hf., Sjóklæðagerðin hf., Trico hf. og Últíma hf. íslensk framleiðsla Fatnaður úr gallaefni Nýjasta hönnun á ullarfatnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.