Morgunblaðið - 21.10.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 21.10.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986 37 Haustmót TR: Björgvin Jónsson með fullt hús vinninga Skák Margeir Pétursson BJÖRGVIN Jónsson úr Skák- félagi Keflavíkur hefur tekið örugga forystu á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem nú er tæplega hálfnað. Björgvin hefur unnið fimm fyrstu skákir sínar og tekist að sigra tvo af hættu- legustu keppinautum sínum, þá Davíð Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Efsti flokkur á Björgvin Jónsson haustmótinu er eingöngu skipað- ur ungum skákmönnum, aldurs- forseti þar er Árni Ármann Áraason, sem þó er aðeins 23 ára gamall. Á mótinu tefla velflestir af okkar enilegustu skákmönn- um, en eldri og reyndari meistar- ar virðast vera orðnir ragir við að etja kappi við þennan öfluga æskuher. Frábær byijun Björgvins þarf ekki að koma ýkja mikið á óvart eftir íslandsmótið á Grundarfírði í síðasta mánuði þar sem hann sótti sig mikið í lokin eftir mjög slaka byijun. Tap fyrir Hannesi Hiífari í fýrstu umferð íslandsmótsins virtist koma honum úr jafnvægi, en á haustmótinu tókst honum að hefna fyrir þann ósigur og leggja Hannes að velli í bráðskemmtilegri skák. Röðin í efsta flokki á haustmót- inu er sem hér segir. Það ber að athuga að þeir Hannes Hlífar og Davíð Ólafsson hafa þegar teflt skák sína úr sjöttu umferð, svo for- skot Björgvins er enn meira en vinningatalan gefur til kynna: 1. Björgvin Jónsson, 2.295 stig, 5 v. 2. Hannes Hlífar Stefánsson, 2.350 stig, 4>/2 v. 3. Jóhannes Ágústsson, 2.135 stig, 3>/2 v. 4. Tómas Bjömsson, 2.155 stig, 3 v. 5. Davíð Ólafsson, 2.315 stig, 3 v. 6. -7. Jón Garðar Viðarsson, 2.140 stig, 2>/2 v. 6.-7. Hrafn Loftsson, 2.135 stig, 2»/2 v. 8.-9. Þröstur Ámason, 2.080 stig, 2. v. 8.-9. Sigurður Daði Sigfússon, 2.115 stig, 2. v. 10.—12. Halldór Grétar Einarsson, 2.080 stig, 1 v. 10.—12. Snorri Bergsson, 2.115 stig, 1 v 10,—12. Ámi Á. Ámason, 2.160 stig, 1 v. Staðan í B-flokki: 1,—2. Ögmundur Kristinsson og Eiríkur Bjömsson 3'A v. af 5 mögu- legum. 3. -4. Ágúst Ingimundarson og Héðinn Steingrímsson 3 v. Staðan í C-flokki: 1,—2. Ragnar Valsson og Þór Öm Jónsson 4 v. 3.-4. Jón Thor Haraldsson og Kristinn P. Magnússon 3‘/2 v. D-flokkur er öllum opinn, enda er hann langfjölmennastur. Þar er teflt eftir Monrad-kerfí og er staða efstu manna þessi: 1. Eggert ísólfsson 5 v. 2. Amór Gauti Helgason 4’A v. 3. -5. Hrannar Baldursson, Friðrik Egilsson og Rafn Jónsson 4 v. Keppendur á haustmótinu em að vísu vel yfír eitt hundrað talsins, en þátttakan er þó með dræmara móti. Aðsókn á æfingar Taflfélags Reykjavíkur hefur einnig verið slök að undanfomu og má vafalaust rekja þetta til þess að ný sjón- varpsstöð gefur kost á fjölbreyttari afþreyingu heima fyrir. Þrátt fyrir aðHannes Hlffar Stef- ánsson sé aðeins 14 ára gamall var hann fýrirfram álitinn einn af sigur- stranglegustu þátttakendunum, því á íslandsmótinu hlaut hann 6 vinn- inga af 11 mögulegum sem var frábær árangur. í skákinni við Björgvin sem hér fer á eftir hugð- ist hann greinilega vinna á mátsókn eins og honum tókst í Gmndar- fírði. En nú var Björgvin fastari fýrir, hann náði öflugri gagnsókn og náði að koma fram hefndum: Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvöm, drekaafbrigðið. I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - g6, 6. Be3 - Bg7, 7. f3 - Rc6, 8. Dd2 Hannes beitir júgóslavnesku árásinni, sem er hvassasta svarið við drekanum. - 0-0,9. Bc4 - Bd7,10. h4 - Da5 Það er meira í tízku um þessar mundir að leika 10. — Hc8, 11. Bb3 — Re5, 12. 0-0-0 — h5, og reyna að stöðva hvítu sóknina í fæðingu. II. 0-0-0 - Hfc8, 12. Bb3 - Re5, 13. h5 - Rxh5,14. Bh6 - Rd3+!? Fyrstur til að leika þessum skemmtilega leik var Finninn Heikki Westerinen, sem beitti hon- um gegn Gheorghiu á móti í Örebro 1966. 15. Kbl! - Rxb2!, 16. Kxb2 - Bxh6, 17. Dxh6 - Hxc3! Þetta er sterkara en að drepa með drottningu, því það kemur sér vel í framhaldinu að eiga möguleika á því að fóma skiptamun á b3. 18. g4 - Rf6, 19. e5 Byijanabækur mæla með þessum leik. Nú verður svartur að gæta sín á gildmnni 19. — dxe5?, 20. g5 — Rh5, 21. Hxh5 - gxh5, 22. g6 - Hxb3, 23. Rxb3. — Hxb3+, 20. axb3 — dxe5, 21. Re2 - Be6, 22. Rc3 - Hc8 Það má ekki mikið út af bregða í þessu afbrigði eins og skákin Mecking — Joksic, Vrsac 1971 sýn- ir: 22. - e4?, 23. Rxe4 - Hc8, 24. Kbl — Hc6?, 25. g5 og svartur gafst upp. 23. Re4 - Hc6 Nú hleypur Hannesi kapp í kinn, hann teflir til vinnings, en bækum- ar gefa upp 24. g5 — Rh5, 25. Hd6!? - Bxb3!, 26. Hal! - Dxal+!, 27. Kxal — Hxd6, 28. cxb3 og líklegasta niðurstaðan er jafntefli. 24. Hd6? - Hxd6, 25. g5 Hvítur hefur líklega vonast eftir 25. - Rh5??, 26. Hxh5 - gxh5, 27. Rf6n— exf6 28. gxf6 og máti verður ekki forðað. Svartur á hins vegar miklu sterkara svar og fer sjálfur í sókn. - Bxb3!, 26. cxb3 - Rh5, 27. Rxd6 - exd6, 28. Hxh5 - Dd2+, 29. Ka3 — gxh5, 30. Dxh5 — a5, 31. Dg4? Flýtir fyrir útslitunum, en hvíta staðan var auðvitað töpuð. — Db4+! og hvítur gafst upp, því peðsendataflið er alveg vonlaust. Gary Kasparov Bók um heimsmeistara- einvigið er komin út Brezku skákbókaútgefendumir Batsfom em að venju eldsnöggir að koma út bók um heimsmeistara- einvígið sem nú er nýlokið. Sem fyrr em höfundar bókarinnar hinn frægi enski stórmeistari Raymond Keene og mágur hans, David Good- man, sem sér um skákfréttir fyrir AP-fréttastofuna. Það fer ekki mikið fyrir þessari bók og er verði hennar stillt í hóf, enda seljast bækumar um heims- meistaraeinvígin í tugþúsundum eintaka, mun betur en aðrar skák- bækur. Miðað við hve snöggir þeir félag- ar vom að koma út bókinni verður að segjast að hún er býsna góð. Þar sem Keene var aðalskipuleggj- andi þess hluta einvígisins sem fram fór í London veit hann um allt sem gerðist á bak við tjöldin. Bókin er skrifuð í skemmtilegum stíl, það er helst að ég sakni þess að í henni er ekkert minnst á þær ásakanir Kasparovs að tveir aðstoðarmenn hans hafí selt Karpov upplýsingar um byijanarannsóknir hans. Skákskýringamar em þokkaleg- ar miðað við tfmahrakið sem höfundamir vom í, en mörgum spumingum er þó látið ósvarað. í lok bókarinnar er viðtal við Kasp- arov, sem tekið var eftir að hann hafði tryggt sér sigur í einvíginu. Þar kemur m.a. fram að hánn verð- ur væntanlega á meðal dómenda í fegurðarsamkeppninni ungfrú heimur, sem haldin verður í London í nóvember. Keppninni ætti að vera mikill akkur í að fá djúpt innsæi hans og frábært stöðumat til liðs við sig. Bókin um heimsmeistaraeinvígið ætti að vera komin í bókaverzlanir hérlendis eftir 1—2 vikur. Minni bensíneyðsla. Meiri ending. Betra grip í bleytu og hálku. Örugg rásfesta í snjó. GOODYEAR ULTRAGRIP2 □ Gott grip □ Góð ending □ Fastara grip □ Öruggari hemlun □ Hljóðlátari akstur □ Meiri ending LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfÝEAR n r- 80 695500 -—-— --------- . - ----------------:_i___:____:__ -_______:__

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.