Morgunblaðið - 21.10.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1986
23
FRAMBOÐSFUNDUR þáttak-
enda i prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík var haldinn
f Breiðholti á fimmtudagskvöld.
Að sögn Jóns Sigurðssonar var
mæting góð á fundinum og
spunnust liflegar umræður eftir
ræður frambjóðenda.
„Á fundinum kom fram mikill
áhugi á prófkjörinu og hugur í
mönnum um að setja saman sterkan
lista fyrir komandi Alþingiskosn-
ingar" sagði Jón. Sjálfstæðisfélögin
í hverfinu stóðu fyrir fundinum í
sameiningu. Honum stjómaði
Magnús L. Sveinsson, forseti borg-
arstjómar.
Húsavík:
Keflavík:
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins:
Framboðsfund-
ur í Breiðholti
Sinntí ekki stöðvunar-
merkjum lögreglu
Keflavík.
EKIÐ VAR utan i leigubifreið
aðfaranótt sunnudags og hélt
Fimm jökkum stol-
ið á skólaballi
Á „sveitaballi" sem Fjölbrautar-
skólinn i Breiðholti hélt síðastlið-
inn föstudag í Festi í Grindavík
var fimm leðurjökkum stolið úr
fatahengi staðarins.
Gæsla á staðnum var í umsjón nem-
enda úr öðrum skóla og urðu
gæslumenn einskis varir. Það var
ekki fyrr en eigendur jakkanna
framvísuðu geymslunúmerum
sínum í lok dansleiksins að í ljós
kom að flíkunum hafði verið stolið.
Um verulegt tjón er að ræða fyrir
þessa unglinga og móðir eins þeirra,
sem Morgunblaðið talaði við í gær,
hvatti foreldra til að athuga hvort
böm þeirra væru e.t.v. í jökkum sem
þeir eiga ekki.
ökumaður bifreiðarinnar sem
árekstrinum olli ferð sinni áfram
eins og ekkert hefði í skorist.
Lögreglunni var þegar tilkynnt
um atburðin og hafði hún fljótlega
upp á bifreiðinni þar sem henni var
ekið um götur bæjarins. Voru öku-
manni ítrekað gefin stöðvunar-
merki, en hann sinnti því engu og
hélt ótrauður áfram ferð sinni. Var
þá tekin ákvörðun um að aka utani
bifreiðina og ökumaðurinn þvingað-
ur til að stöðva ferð sína. Við stýrið
reyndist vera 19 ára stúlka, sem
færð var á lögreglustöðina til blóð-
sýnistöku, grunuðu um ölvun við
akstur. Litlar skemmdir urðu á lög-
reglubifreiðinni.
Að sögn lögreglu var talsvert um
umferðaróhöpp í sl. viku, en eftir
að færð versnaði hefðu ökumenn
sýnt mun meiri varúð og árekstmm
hefði snarlega fækkað.
B.B.
Kosið um áfengis-
útsölu í þriðja sinn
AÐ fram skuli fara atkvæða-
greiðsla um opnun áfengisútsölu
á Húsavík, samþykkti bæjar-
stjómin á fundi síðastliðinn
fimmtudag. Tillaga þar um kom
fram frá Sigurjóni Benedikts-
syni, fulltrúa Víkveija, hins nýja
flokks óháðra kjósenda á
Húsavík og var hún samþykkt
með f imm atkvæðum gegn þrem-
ur og einn sat hjá.
Tvisvar áður hefur farið fram
almenn atkvæðagreiðsla um áfeng-
isútsölu og í bæði skiptin hefur
meirihluti verið á móti. Árið 1970
sögðu 127 já, en 753 nei. 1983
sögðu 458 já og 721 nei. Með lækk-
andi kosningaaldri og vaxandi
áhrifum nýrrar kynslóðar á útsalan
að fagna meira fylgi, en þeir eldri
em fullvissir þess að áfengisútsala
á Húsavík muni auka þar áfengis-
neyslu og em því eindregið á móti
áfengisútsölu.
Fréttaritari
Rangt nafn
höfundar
í LESBÓK Morgunblaðsins, sem
út kom sl. laugardag, misritaðist
nafn höfundar greinarinnar:
„Listamenn fái aðstöðu á
Klaustri" á bls. 4.
Höfundurinn er Ingibjörg Elín
Sigurbjömsdóttir og tók hún enn-
fremur myndimar sem birtar em
með greininni. Morgunblaðið biður
höfundinn velvirðingar á þessari
misritun.
Glxsilegt úml affatnaðifrá Brandtex
AUSTURSTRÆTI 10
SIMI 2 72 11
Frá þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var sl. sunnudag, en slík þing eru haldin annaðhvert ár
Ályktun þings Neytendasamtakanna:
Innflutningsverslun könn-
uð og stjórnvöld sinni sam-
tökunum í ríkari mæli
ÞING Neytendasamtakanna, sem
haldið var að Hótel Esju sl.
sunnudag, skorar á viðskiptaráð-
herra að láta kanna stöðu inn-
flutningsverslunar. Neytenda-
samtökin telja skipulagningu og
arðsemi í þeirri grein með þeim
hætti að líkur séu á að valdi
hærra vöruverði en þyrfti að
vera og megi i þvi sambandi
benda á samanburð Verðlags-
stofnunar og Neytendasamta-
kanna á verði innfluttra vara hér
í landi og í nágrannalöndunum.
Þá bendir þingið á að stjómvöld
hafa ekki sinnt málefiium neytenda
í sama mæli og nágrannaþjóðir
okkar. Sérstaklega skorti á að
stjómvöld hafí framfylgt lögum um
neytendavemd og veitt framleið-
endum, innflytjendum og þjónustu-
aðilum nægiíegt aðhald. Þá hafi á
það skort að tekið væri eðlilegt til-
lit til samtaka neytenda og undir
þau borin þau málefni sem skipta
miklu fyrir neytendur, segir í álykt-
un frá þinginu.
Ennfremur segir að Neytenda-
samtökin hafi aldrei gert kröfu til
ríkisins um að það styðji almenna
félagsstarfsemi samtakanna, en
Neytendasamtökin fara fram á
virkari stuðning ríkisins við samtök-
in svo þau geti haldið uppi lág-
marksþjónustu við neytendur -
þjónustu, sem alfarið er kostuð af
ríkinu á hinum Norðurlöndunum,
s.s. rekstur leiðbeininga- og kvört-
unarþjónustu vegna fræðslu- og
upplýsingastarfs og framkvæmd
gæðakannana.
Þing Neytendasamtakanna skor-
ar á stjómvöld að tryggja betur
hagsmuni neytenda með Qárveit-
ingu. Slíkt sé í dag forsenda jafn-
ræðis framleiðenda og neytenda á
markaðnum. Virkt fræðslu- og upp-
lýsingastarf samtaka neytenda
skiptir miklu máli í baráttunni gegn
verðbólgunni og fyrir bættum
lífskjörum í landinu.
Þingið fagnar nýgerðum samn-
ingi Neytendasamtakanna, Kaup-
mannasamtakanna og SÍS um
kvörtunamefnd í minniháttar versl-
unarmálum. Þingið bendir á að með
kvörtunamefndinni séu ofangreind
samtök í raun að taka að sér að
sinna þjónustu við borgarana, sem
í öðmm löndum em rekin af því
opinbera. Þingið skorar á Alþingi
að veita myndarlegan Qárstuðning
til þessa verkefnis meðan stjómvöld
sinna ekki þessum þætti.