Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 27.11.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 23 Unga fóUdð vill eiga sína eigin íbúð REDOXON Mundir þú eftir C-vítamíninu í morgun? eftir Halldór Blöndal Grein I Fyrir réttu ári birti félagsvísinda- stofnun niðurstöður könnunar á húsnæðismálum ungs fólks, sem hún hafði gert að tilhlutan Hús- næðisstofnunar og félagsmálaráðu- neytis. Þessi könnun tók til 1000 manns á aldrinum 18 til 29 ára og fengust svör frá 668 einstaklingum. í skýrslunni segir, að allt bendi til, „að svarendahópurinn gefi góða mynd af heildarhópnum". Niðurstöður þessarar könnunar vöktu mikla athygli og tel ég nauð- synlegt að rifja þær upp nú vegna þeirra neikvæðu umræðna, sem einkum Alþýðuflokksmenn hafa haldið uppi í húsnæðismálum. Spurt var: „Hversu þýðingarmik- ið telur þú það almennt vera að fjölskyldan eigi sjálf íbúð þá er hún býr í?“ Svör: Mjög þýðingarmikið 73,4% Fremur þýðingarmikið 19,2% Veitekki 1,5% Ekki þýðingarmikið 3,7% Alls ekki þýðingarmikið 1,6% Svararekki 0,6% Svörin eru afdráttarlaus, ekki síst með það í huga, að könnunin var gerð á þeim tíma, þegar hvað mest gekk á í sambandi við Búseta. Það sýnir með öðru, hversu ríkt það er í eðli eyjarskeggjans að vera sinn eigin herra: Bú er betra, þótt lítið sé, halur er heima hver segir í Hávamálum. Þessi hugsun virðist hafa búið í okkur síðan land byggðist. Það er fleira en tilfinning og stolt, sem undir það ýtir, að menn vilja eiga sín híbýli sjálfir. Menn vita sem sé að það er ódýrara bæði í bráð og lengd. I velferðarþjóð- félaginu er það að vísu svo, að sérstaklega er hlaupið undir bagga með þeim, sem eru minni máttar, ýmist með íbúð í verkamannabú- stöðum eða leiguíbúð sveitarfélaga. En aðrir verða að spjara sig sjálfír. Heilbrigt fólk, vel vinnandi, getur ekki búist við því og ætlast raunar ekki til, að jafnaldrar þess taki á sig auknar þjóðfélagsbyrðar þess vegna. Hver og einn verður að reyna að standa undir byrðinni að sínum hluta. Með þessar einföldu staðreyndir í huga er ekki undarlegt, þótt aðilar vinnumarkaðarins hafí orðið sam- mála um það sl. vetur, að lausn húsnæðismálanna yrði að vera al- menn og taka til allra. Þess vegna hlaut hún að vera í því fólgin að hjálpa sem flestum til sjálfsbjargar, — hækka lánin og lengja lánstím- ann, svo að undir þeim yrði staðið af venjulegum launatekjum. Há- markslán til þeirra, sem ekki eiga íbúð fyrir, er nú tæplega 2,4 millj. kr. og hækkar í samræmi við bygg- ingarvísitölu til útborgunardags. Þetta er gjörbreyting frá því, sem áður hafði verið, — ótrúlegur árang- ur, sem aðeins verður skýrður með því, að þeir, sem ábyrgðina bera, vilja vera raunsæir en leggja ósk- hyggju og dekur við fámenna hópa til hliðar. Sú stefna sigraði, sem kom hinum almenna borgara best. Við getum kallað hann manninn á götunni, Jón eða Sigríði. Hvort sem er. Eftir stendur, að menn geta nú vænst þess á ný að eignast íbúð án þess að ganga fram af sér eða sínum. Leiðrétting EITT ORÐ misritaðist í grein Óðins Pálssonar í blaðinu sl. þriðjudag. Viðkomandi setning á að vera: "... sá sem er frá himni er yf ir öllum. Halldór Blöndal „Það er fleira en til- finning- og stolt, sem undir það ýtir, að menn vilja eiga sín híbýli sjáif ir. Menn vita sem sé að það er ódýrara bæði í bráð og lengd.“ - Fyrir okkur Sjálfstæðismenn er sigurinn sérstaklega kærkominn. Ekki aðeins vegna þess, að við höf- um barist fyrir honum og trúað á hann, heldur ekki síður vegna hins, að við vitum, að hann er í anda þess unga fólks, sem er að alast upp í landinu. í honum endurspegl- ast framtíðarsýn unga fólksins. Höfundur er alþingsmaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. JÓLASKÓNA FÆRÐU HJÁ OKKUR Leðurstígvélin komin OpiÖ til kl. 16.00 laugardag. JOSS ^ LAUGAVEGI 101, SÍMI 17419.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.