Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 29

Morgunblaðið - 27.11.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 29 Seltjarnarneskirkja: Kirkjudagur Seltjarnarnessöfnuður heldur kirkjudag sinn liátíðlegan í fyrsta sinn i kjallara nýju kirkj- unnar á Valhúsahæð fyrsta sunnudag á jólaföstu hinn 30. nóvember nk. Hátíðahöldin heQast með bama- guðsþjónustu kl. 11 f.h. og verður þá kveikt fyrsta ljósið á aðventu- kransinum. Guðsþjónusta verður síðan kl. 14.00 með sérstakri þátt- töku fermingarbarna, þegar þau bera inn logandi kerti í upphafi guðsþjónustunnar. Kvenfélagið Seltjöm á Seltjarn- amesi hefur í vetur selt bæjarbúum kerti til að gefa söfnuðinum ferm- ingarkirtla. Formaður kvenfélags- ins, Ema Kolbeins mun afhenda kirtlana formlega að lokinni guðs- þjónustu. Að kvöldi dags kemur söfnuður- inn saman á ný því kl. 20.30 hefst aðventukvöldvaka, þar sem mikið verður um dýrðir, því dagskrá verð- ur fjölbreytt. Kristín Friðbjamar- dóttir formaður sóknamefndar mun setja samkomuna, en því næst munu Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir spila saman nokkur lög á flautu og gítar. Aðalræðumað- ur kvöldsins verður dr. Sigurbjöm Einarsson biskup, og mun víst mörgum þykja áhugavert að hlýða á orð hans þetta kvöld. Að ræðu biskups lokinni mun Svala Nielsen óperusöngkona syngja við undirleik Reynis Jónassonar. Því næst verða kertaljósin tendruð af altarinu, sem tákn um ljósið, sem kirkjan flytur með boðskap sínum út í heiminn. Þegar kertaljósin hafa verið tendmð, mun sóknarpestur, sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir lesa ritningarlestur og biðja bænar. Eftir samkomuna býður sóknar- nefnd upp á veislukaffi í hliðarsal kjallarans, sem tekinn verður í notkun þennan dag. Kirkjudagurinn er dagur alls safnaðarins og því er búist við góðri þátttöku allan dag- inn, enda em allir hjartanlega velkomnir. (Fréttatilkynning). Halldór Haraldsson leikur verk eftir Chopin og Liszt ÚT ER komin hljómplata með leik Halldórs Haraldssonar píanóleikara hjá bókaútgáfunni Emi og Örlygi. Er þetta fyrsta einleiksplata Halldórs, á henni eru verk eftir Frédéric Chopin og Franz Liszt. Verkin em Fantaisie-Impromtu, noktúma í cís-moll og scherzi nr. 2 og 3 eftir Chopin, og Funérailles, Konsertetýða nr. 2, Étude séxécuti- on Transcendante nr. 10 og Rigo- letto-Paraphrase eftir Liszt. Hljóðritun annaðist Halldór Víkingsson í Hlégarði í sumar. Halldór Haraldsson lauk burt- faraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1960 og einleikaraprófí frá Royal Academy of Music í London 1965. Hann hefur haldið fjölda ein- leikstónleika bæði hérlendis og erlendis, leikið kammertónlist, fmmflutt verk íslenskra samtíðar- tónskálda, og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands. Á bakhlið plötuumslags er fjallað um verkin sem leikin em, og fýlgir ensk þýðing. Um tónskáldin stendur eftirfarandi: „Þeir Chopin og Liszt hittust í fyrsta sinn í París árið 1831. Með þeim tókst ævilöng vin- átta. Óhætt er að fullyrða, að þeir hafl lagt grundvöllinn að píanó- tækni síðari tíma. Af nöfnum þeirra stóð einna mestur ljómi í heimi róm- antískra píanóbókmennta. Það er því ekki að ástæðulausu, að verk þessara tveggja vina og snillinga em valin á sömu hljómplötuna. Á þessu ári, 1986, era 100 ár liðin frá dauða Franz LiszL & þessa minnst á annarri hlið hljómplötunnar." Innra starf Háskólans til umræðu á 1. des. hátíð STÚDENTAR í Háskóla íslands halda 1. desember hátíðlegan nú sem fyrr, en fyrirkomulag hátí- ðarhaldanna hefur hinsvegar tekið miklum breytingum frá því sem áður var. Listakosningar til 1. des. hafa verið aflagðar og annast deildarfélög innan Há- skólans skipulagninguna. Á 3ja ára fresti er dregið um það hvaða 3 deildarfélög sjái um hátíðar- höldin og í ár kom það í hlut heimspeki-, laga- og viðskipta- deild að skipuleggja þau. Umræða dagsins verður um innra starf Háskólans og ber yfír- skriftina: Orð kvað Aþena, augn- fögur gyðja: Hvað er það gildis? Hvað er það fjölmennis? Hvers gerist þér þörf þess? (Ódysseifs- kviða 1.221,225). Fjallað verður m.a. um afstöðu stúdenta til námsins, námstilhögun í skólanum og viðhorf kennara til þessara mála. Ræðumenn dagsins verða: Páll Valsson nemi í íslensku, Valborg Snævarr laganemi, Jón Torfí Jónasson dósent. Þá mun Flosi Ólafsson leikari flytja erindi, Háskólakórinn syngja og leikhópur frá LR undir stjóm Guðrúnar Ásmundsdóttur skemmta. Heiðursgestur hátíðar- innar verður forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Hátíðin verður kl. 14.00-16.00 mánudaginn 1. des. í Háskólabíói. Um kvöldið er dansleikur á Hótel Borg. VELKOMIN I NÝJA VOLVOSAUNN SKEIFU Miklabraut V, ' v'. V ■ - Nýi Volvosalurinn vakti verðskuldaða athygli við opnunina 1. nóvember. En sýningar halda áfram þó frumsýning sé afstaðin. Volvosalurinn í Skeifunni 15 er opinn alla virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 13-17. Þar bíða gœðingarnir gljáfœgðir og glœsilegir. VERIÐ VELKOMIN. SlMI: 91-35200. SKEIFUNNI 15,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.