Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 27.11.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 55 þegar leið okkar lá til Kaupmanna- hafnar og vonim við — eins og svo margir aðrir íslendingar — aufúsu- gestir þeirra hjóna. Er margs að minnast frá þeim heimsóknum, sem að sjálfsögðu verður ekki tíundað hér en geymt þeim mun betur í þakklátum huga. Eins og þegar er sagt kom Ólaf- ur fljótlega upp sjálfstæðum at- vinnurekstri þar ytra og veitti honum forstöðu um áratuga skeið eða þar til krafta þraut fyrir nokkr- um árum en þá seldi hann fyrirtæk- ið. Hann missti konu sína um svipað leyti eða 1982 eftir erfið veikindi. Þeim varð ekki bama auðið og má segja, að þegar fyrirtækið hafði verið selt og konan dáin voru rætur þær að mestu slitnar sem hann hafði skotið meðal Dana. Ólafur hafði eiginlega alltaf verið með hálfan hugann heima, en nú varð það enn sannara orð en áður. Hér var hann borinn og bamfædd- ur, hér tók hann manndómsarfínn, og hér vildi hann vera lagður til hinstu hvíldar. Hér hefur verið stiklað á stóm í ævi Ólafs, langt mál gert stutt. En ekki má sleppa, að Ólafs mun ekki minnst svo viðunandi sé eða hann verðskuldar, ef undan em dregin ýmis atriði í starfi hans að félags- májum. Áhuga hans á því sviði mannlífs- ins varð snemma vart því segja má, að hann hafi enn verið unglingur heima á Hesteyri, þegar hann gekkst fyrir stofnun lestrarfélags þar í hreppnum, en þau vom sann- arlegur menningarauki hvers byggðarlags, því að oft hefðu lestr- arfúsir unglingar og fullorðnir orðið af miklum fróðleik, ef slík félög hefðu ekki starfað víðs vegar um landið. Þegar til ísafjarðar kom varð hann t.d. meðal hvatamanna og stofnenda verslunarmannafélags á staðnum — líklega elsta félags af því tagi utan höfuðstaðarins. En IsaQarðarvistin varð ekki löng, eins og þegar er sagt — næst var Kaup- mannahöfn vettvangur félags- málaáhuga Ólafs og þar fékk hann útrás á þjóðlegum grandvelli. Þann- ig var hann ámm saman í stjóm Islendingafélagsins og var í stjóm húss Jóns Sigurðssonar frá stofnun. Hann vann manna mest að því að búa íbúð Jóns og Ingibjargar konu hans húsgögnum í stíl við uppruna- lega íbúð þeirra. Þá var Olafur einn af stofnendum Styrktarsjóðs íslendinga í Kaup- mannahöfn og sat í stjóm hans um árabil. Er J)á aðeins getið fárra at- riða; sem Ólafur vann í þágu íslands og Islendinga þar. Enn er ógetið þeirra félagasam- taka, sem Ólafur vann hvað drengilegast fyrir og var hann þó aldrei hálfVolgur í neinu, sem hann hafði áhuga á eða tók sér fyrir hendur. Hér á ég við Slysavamafé- lag íslands, en hann gekkst fyrir stofnun svd. Geíjunar í Kaup- mannahöfn árið 1953, fyrstu og einu deildar SVEÍ, sem starfað hef- ur á erlendum vettvangi. Ólafur fékk ýmsa mæta menn til liðs við sig í þessu máli og gerð- ust þeir stofnendur deildarinnar með honum, en allir kunnugir vita, að hann skar upp herör í þessu efni og á engan er hallað þegar sagt er, að Olafur hafí verið lífíð og sálin í þessum samtökum í því sem næst þriðjung aldar. Slysa- vamahugsjónin var honum þvílíkt hjartans mál, að ég held, að ég hafi ekki þekkt neinn mann, sem bar hag og heill SVFÍ eins fyrir bijósti eins og hann. Það var hluti af ættjarðarástinni, sem brann svo fölskvalaus í bijósti hans. Hann sá og kynntist af eigin raun þeim hættum, sem sjómönnum em búnar við strendur Iandsins, og þess vegna fysti hann að gera sitt til þess að fómimar, sem eyþjóðin hlaut að verða að færa Ægi fyrir lífsbjörg- ina, yrðu sem minnstar. Eg held, að mér sé óhætt að segja að slysa- vamasamtökin hafi orðið Olafi Albertssyni þau böm, sem honum varð ekki auðið í hjónabandi sínu. Ólafur varð aldrei formaður þess- arar deildar SVFÍ í Kaupmanna- höfn og sóttist ekki eftir því, enda taldi hann sig geta gert meira gagn með því að gegna starfí gjaldkera. Þar var hann líka óþreytandi við að afla fjár í þágu starfsins og leit- aði langt út fyrir raðir félagsmanna til þess að árangur yrði sem mestur og bestur. Fyrir þetta uppskar hann ómældar þakkir félagsmanna hér heima og var m.a. boðið á 14. þing SVFÍ, þar sem hann var gerður að heiðursfélaga á 40 ára afmæli fé- lagsins. Síðar var hann sæmdur gullmerki þess fyrir vel unnin störf. Fálkaorðan féll honum einnig í skaut að makleikum. Raunar var Ólafur fjárhaldsmað- ur deildarinnar allt til 23. sept. sl. þegar ég fór með honum til höfuð- stöðva SVFÍ. Þar afhenti hann forseta félagsins í viðurvist fram- kvæmdastjórans peningaupphæð og ýmis skjöl deildinni viðkomandi. Jafnframt lét hann þess getið, að hann treysti sér ekki til að sjá um fjárreiðumar lengur vegna heilsu sinnar. Það gerðist svo tæpum mánuði síðar, 24. október, að hann fékk heilablóðfall, þegar hann var á leið til herbergis síns. Auðnaðist honum ekki að komast til ráðs eftir þetta áfall og andaðist að morgni sl. sunnudags, 23. nóvember. Ég tel rétt að geta þess að end- ingu, þar sem ég hef reynt að gera nokkra grein fyrir fómfúsu starfi Ólafs í þágu sjysavarnahugsjónar- innar og SVFI, að hann hugsaði einnig til félagsins í erfðaskrá sinni. Þar ákvað hann að allar eigur sínar, hveiju nafni sem þær nefndust, að frádregnum útfararkostnaði og ýmsum lokagjöldum, skyldu renna til Slysavamafélagsins — óskiptar. Hefði hann raunar viljað, að félagið hlyti meira í hlut en raun varð á, en þar hindraði hin gamla gerð, sem getið er hér að framan í sambandi við hjónaband hans. Ólafur Albertsson var yngstur fímm bræðra en átti auk þess þijár systur, yngri. Elstur þeirra var Benjamín, sem fluttist ungur að ámm til Noregs með hvalveiði- mönnum, sem reist höfðu hvalveiði- stöð á Stakkeyri, rétt innan við Hesteyri. Benjamín gekk að eiga norska konu, ílentist í Noregi og em böm þeirra norsk. Annar bræðra Ólafs, Guðmundur Halldór, fór einnig ungur til Noregs en sneri aftur eftir nokkur ár, en unnusta hans sat í festum þar ytra, meðan hann fór í Verslunarskólann hér og lauk námi. Síðan hélt hann til fundar við konuefnið, gekk að eiga hana og þau fluttust til Hest- eyrar, þar sem þau ráku verslun frá 1924—44. Fluttust þau þá hingað til Reykjavíkur og reistu sér versl- unar- og íbúðarhús, þar sem Borghild býr enn með dóttur sinni og starfrækir verslunina með að- stoð bama sinna. Þriðji bróðirinn var Guðmundur Benedikt er fetaði í fótspor föður síns og var formaður á báti þeirra bræðra ámm saman frá Hesteyri og Aðalvík. Hann kvæntist Hrefnu Magnúsdóttur og bjuggu þau á Hesteyri, uns byggð eyddist þar en fluttu þá til ísafjarðar, þar sem ekkja Guðmundar Benedikts býr enn í hlýlegu húsinu, sem þau fluttu með sér frá Hesteyri. Er þá aðeins ógetið Elíasar, sem gekk að eiga Elínu dóttur Árna Sigurðssonar í Skáladal, og tóku þau við búi þar en fluttust síðar til Isafjarðar. Ólafur átti þijár systur, eins og fyrr segir, sem ég fylgdist þó ekki eins vel með og þeim bræðmm, en bám allar sæmdareinkenni foreldra sinna. Yngst var Helga, sem fermd- ist með mér sama árið og Ólafur fór utan, en hinar em Elísabet og Emilía, sem giftust frændum mínum frá Sléttu. Þessi stóri systkinahópur bar með sér þróttmikil ættareinkenni foreldra sinna, skapfestu, dugnað og þrautseigju og lét aldrei reka undan, þótt á móti blési. Verður mér fjölskylda þessi öll einkar minnisstæð enda máttarstólpar hvar sem leiðir þeirra hafa legið. Ólafur hafði tjáð mér þann vilja sinn fyrir allmörgum ámm um þá ráðstöfum eigna sinna, sem þegar er getið. Jafnframt var það ósk hans, að jarðneskar leifar hans yrðu fluttar til Hesteyrar og lagðar við hlið foreldra hans í kirkjugarðinum þar. Framkvæmd þessarar óskar sinnar fól hann mér og tveim frænda sinna, Hans Hilaríussyni, Reykjavík, og Magnúsi Reyni Guð- mundssyni, Isafírði. Já, það vom traustar rætur sem tengdu þennan mikla Íslending heimabyggð hans. Að kvöldi 24. júní sl. kom Ólafur Albertsson frá Hesteyri alkominn til íslands, og þar með hafði hann tekið endanlega ákvörðun um að eyða því sem eftir væri ævinnar hér meðal ættingja og vina. Það var von hans og okkar vina hans að hér mætti hann eiga nokkur góð ár á hinu glæsilega dvalarheimili að Hrafnistu í Hafnarfírði, þar sem honum var búið einbýli með útsýn til Garðakirkju og sjávarins, er að nokkm minnti á Hesteyri, hinar kæm æskustöðvar hans. Þegar ég kveð nú að leiðarlokum þennan hjartagóða sveitunga og vin og sendi honum hinstu kveðjur konu minnar og mínar, jafnframt því sem ég þakka honum vináttu og tryggð frá fyrstu kynnum, vil ég um leið færa honum þakkir minna gömlu félaga innan SVFÍ fyrir allt, sem hann hefur gert fyrir slysavama- samtökin. Hans mun óefað minnst um mörg ókomin ár fyrir einstakt fórnarstarf í meira en 30 ár. Frændur og vinir frá hinni gömlu heimabyggð okkar, Sléttuhreppi, senda honum hlýjar kveðjur og þakkir fyrir allt það er þessi ein- staki öðlingsmaður vann sveit sinni. Með Ólafi er kvaddur enn einn úrvalsmaðurinn, sem þessi kalda og eydda byggð ól og markað hefur eftirminnilegan lífsferil er ættingjar hans og vinir munu lengi minnast. Við minnumst hans öll með sökn- uði og virðingu. Gunnar Friðríksson Amstrad PCW Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun Amstrad PCW y 8256/8512. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði við notkun Amstrad PCW. ★ Amstrad ritvinnslukerfið logoscript. ★ Töflureiknirinn Multiplan ★ Gagnasafnskerííð D-base II ★ Helstu atriði við notkun stýrikerfísins PCW ★ Bókhaldskerfið Ráð ★ Umræður og fyrirspurnir Tími: 6., 8., 13. og 15. október Innritun í símum 687590 kl. 20-23. og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík. Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Nánari upplýsingar veitir Sjöfn Agústs- dóttir námsstjóri í sima 687590. Tölvufræðslan Borgartúni 28 ■ / fyista sæti vinsældalistans: HOLLAND ELECTR0 Holland Electro er engin dægursuga. í meira en áratug hefur hún verið í efsta sæti íslenska ryksuguvinsældalistans. Astæðurnar eru augljósar. Holland Electro hefur allt að 1200 watta mótor, en það tryggir aukinn sogkraft. Sogkraftinum erstjórnað með sjálfstýringu þannig að þykkustu teppin sleppa ekki. Bilanatíðni Holland Electro er mjög lág, en samt er mikil áhersla lögð á góða viögerða- og varahlutaþjónustu. Holland Electro þýður sérstaka teppabankara til að fríska teppin upp. Holland Electro kann tökin á teppunum. Útsölustaöir Holland Electro. Reykjavík: Domus, Laugavegi 91. Jón Loftsson hf., Hringbraut 121. Rafbraut sf., Suöurlandsbraut 6. BV-búsáhöld, Lóuhólum 2-6. Goshf.,Nethyl3. Kf. Borgfiróinga, Borgarnesl. Trésm. Akur, Akranesl. Verzl. Vík, Ólafsvik. Verzl. Húsið, Stykklshólmi. Kf. Hvammsfjaróar, Búðardal. Kf. V-Baröstrendinga, Patreks* flrðl. Kf. Dýrfiröinga, Þingeyri. ÐnarGuÓfinnsson hf., Bolungar- vík. Verzl. Vinnuver, ísafirði. Kf. Steingrimsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Verzl. Valberg, Ólafsfirði. Kf. Eyfiröinga, Akureyri. Raftækni, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Kf. N-Þingeyinga, Kópaskeri. Kf. N-Þingeyinga, Raufarhöfn. Kf. Langnesinga, Þórshöfn. Kf. VopnfirÖinga, Vopnafirði. Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. HéraÖsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fram, Neskaupsstað. Pöntunarf. Eskfiröinga, Eskifirði. Kf. FáskrúÖsf., Fáskrúðsfirði. Kf. Skaftfeilinga, Höfn, Hornaf. Kf. V-Skaftfellinga, Vík, Mýrdal. Kf. Rangæinga, Hvolsvelll. Kf. Rangæinga, Rauðalæk. Kf. Þór, Hellu. Verzl.Grund, Flúðum, Hrunam.hr. Kf. Ámesinga, Selfossi. Byggingav.verzl Hverageröis, Hveragerði. Raft.verzl. Kjami sf., Vestmanna- eyjum. Kf. SuÖumesja, Keflavík. Vetzl. Stapafell hf., Keflavík. Kf. Hafnfiröinga Hafnarf irði. Rafhahf., Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.