Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 68

Morgunblaðið - 27.11.1986, Side 68
sTþ TJARNARGATA 10 SÍMI:28633 Austurstræti 10 ■ Sími 14527 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Keflavík: Raf orkuver ðið á Suðurnesjum lækkar um 14% Keflavík. RAFORKUVERÐ á Suðurnesj- um hefur lækkað töluvert á þvi rúma ári sem liðið er frá því að rafveitur sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Hitaveita Suð- urnesja voru sameinuð í eitt fyrirtæki. Verð á rafmagni í Keflavík hefur lækkað um 47 aura á 14 mánuðum sem er 14,32% lækkun. ''Tí’etta kemur fram í greinargerð Ingólfs Aðalsteinssonar forstjóra Óvenjuleg fjáröflun: Flytur Stjaman út mjöl? „FORSETI Dinos Slovan hefur mikinn áhuga á að kaupa fiskimjöl frá íslandi og hefur beðið okkur um að hafa milligöngu þar um. Ef samningar takast verður Stjarnan umboðsaðili og má þar með segja að farið sé út á nýja braut í fjáröflun hjá íþróttafélögum,“ sagði ^l^Jón Asgeir Ejjólfsson, for- maður handknattleiksdeild- ar Stjörnunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðdraganda þessa máls má rekja til þátttöku Stjömunnar í Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik, en sem kunnugt er sló Dinos Slovan frá Júgóslavíu liðið út úr keppninni á dögunum. Forráðamenn Stjömunnar hafa verið í sambandi við forseta Din- os Slovan síðan, og að sögn Jóns Ásgeirs er um umtalsvert magn af fiskimjöli að ræða eða 180 tonn, en málið er enn á frumstigi. Hitaveitu Suðumesja um ávinning þann sem orðið hefur af samein- ingu fyrirtækjanna. I greinargerðinni kemur fram, að 1 milljón á mánuði sparist með sameiginlegum orkukaupum og reikna megi með 10-15 milljón af króna spamaði með sameigin- legum innkaupum á efni til raforkuframkvæmda. Auk þess sé um verulegan spamað að ræða í betri nýtingu starfsmanna og lækkun útsendingarkostnaðar á reikningum, sem nú eru sendir út í einu lagi. „Mér sýnist að spamaður sé orðin um 2.500 kr. á hvem íbúa á svæðinu á þessu ári,“ sagði Ing- ólfur Aðalsteinsson í samtali við Morgunblaðið. Ingólfur sagði enn- fremur að hann hefði ekki rekist á agnúa, sem líklegir væru til að spilla fyrir eða draga úr arðsemi sameiningarinnar. - BB. ... r.l . m Þyrlan lenti á þjóðveginum við slysstaðinn. Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson Banaslys í Skaftártungum MAÐUR lést í umferðarslysi í Skaftártungum I gær, þegar bifreið sem hann ók skall framan á pallbifreið. Maðurinn var á leið til Reykjavíkur ásamt eigin- konu sinni. Um einn kílómetra austan við Hrífunes í Skaftártungum skall bifreið þeirra hjóna framan á pallbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Þegar læknir kom á staðinn var maðurinn látinn, en eigin- kona hans mikið slösuð. Ökumaður pallbifreiðarinn- ar hlaut minni háttar meiðsli. Læknirinn taldi ráðlegast að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar svo hægt væri að flytja konuna á sjúkrahús í Reykjavík. Þyrlan var komin á staðinn um kl. 14.30 og lenti á þjóðveginum. Tæpum hálftíma síðar fór hún aftur í loftið og flutti konuna til Reykjavíkur, þar sem hún var lögð inn á slysadeild Borgarspítal- ans. Þegar slysið varð var snjókoma og hálka og gekk á með dimmum éljum. Maðurinn sem lést var frá Reykjavík, en ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Bakslag í samninga- viðræðum ASÍ og VSÍ BAKSLAG kom í samningaviðræður ASÍ og VSÍ í gær eftir að samþykkt stjórnar Dagbrúnar, um að ASÍ eða VMSI hefðu ekki umboð til þess að gera samninga fyrir félagið, var kynnt á fundi samninganefndar Alþýðusam- bandsins. Seinkaði fundi samninganefnda ASÍ og VSÍ um þrjár klukkustundir vegna þessa og var ákveðið uppúr klukkan átta í gærkveldi að fresta honum til kl. 14 í dag. Samband byggingamanna hefur mótmælt því að ákvörðun launa- nefndar um vísitölubætur var frestað um viku og það og Dags- brún leggja áherslu á að staðið verði við ákvæði samningana frá í febrúar, um að nýir kjarasamningar feli í sér uppstokkun á gildandi launakerfum. Forsvarsmenn hvorra tveggja segja þó, að þau séu ekki að kljúfa sig út úr viðræðunum. Mál sem varða breytingar á launakerfunum, jafnframt því sem kauptaxtar verði færðir að greiddu kaupi, hafa lítið verið rædd í samn- ingaviðræðunum til þessa, enda þau mál flókin í framkvæmd. VSÍ knúði í gær á um að samningsaðilar kæmu sér niður á heildarramma til þess að vinna út frá í frekari viðræð- um, en svör þar að lútandi fengust ekki vegna þess fjaðrafoks sem samþykkt Dagsbrúnar olli. Nefnd, sem Qallar um hækkun hlutfalls fastakaups í bónusvinnu, hóf störf í gær og miðaði nokkuð. Nefndin hélt áfram störfum í gær- kveldi. Lengi hefur verið rætt um breytingar á bónuskerfinu og telja menn ekki þurfa mikla vinnu til þess að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, ef vilji er fyrir hendi. Svör við erindi ASI og VSÍ um væntanlegar hækkanir á opinberri þjónustu bárust í gær frá ríkis- stjóminni og þótti aðilum beggja vegna borðsins þau rýr í roðinu. Voru menn ekki á eitt sáttir um hvort vænta mætti frekari svara úr þeirri átt. Sjá á bls. 37 ummæli Guð- mundar J. Guðmundssonar, Þórarins V. Þórarinssonar, Ás- mundar Stefánssonar og Bene- dikts Davíðssonar. ,, Framleiðslusprenging‘ ‘ er framimdan í fiskeldi Tveggja milljarða verðmæti getur fengist með fuUnýtingn framleiðslugetu stöðvanna VERÐMÆTI framleiðslu íslensku fiskeldisstöðvanna tvö- faldast ár frá ári. Verðmæti afurðanna er áætlað 240 milljón- ir króna í ár, sem er tvöfalt meira en árið 1985, þegar verð- mæti framleiðslunnar var 113 milljónir. Þá hafði framleiðslu- s^jðmætið einnig tvöfaldast frá árinu á undan. Þetta er þó ekki nema vísbending þess sem fram- undan er því á næstu tveimur árum má búast við „framleiðslu- sprengingu". Ami Helgason fískeldisfræðing- ur hjá Veiðimálastofnun telur að framleiðslugeta starfandi fískeldis- stöðva sé 15,4 milljónir gönguseiða á ári og 3.100 tonn af matfiski. Til samanburðar má geta þess að í ár voru framleiddar um 2 milljón- ir gönguseiða, auk tæplega 1,5 milljónir smáseiða, og innan við 200 tonn af matfíski. Verði framleiðslu- geta stöðvanna fullnýtt getur verðmæti framleiðslunnar orðið 2 milljarðar á ári, eða nærri tífalt meira en verðmæti afurðanna á þessu ári. Mikil uppbygging hefur verið í fískeidinu allra síðustu ár og þegar stöðvamar komast í full afköst, það er á næstu tveimur árum, má búast við mikilli aukningu á framleiðslunni. Sjá einnig Viðskipti/atvinnu- líf, blaðsíðu B 6—7. Loðnuflotinn aftur á miðin eftir viku brælu Siglufirði. TVO loðnuskip, Rauðsey og Keflvíkingur, komu til Krossaness í nótt með full- fermi, 650 tonn og 500 tonn, en loðnuskip hafa legið í höfn undanfarna viku vegna brælu á miðunum. Skipin voru stödd sunnan við Kolbeinsey þegar þau fengu aflann og voru flest önnur loðnuskip þar í nám- unda. Loðnuflotinn hélt úr höfn í gærmorgun þegar veður tók að lægja og voru skipin búin að kasta í gær og sum búin að „sprengja" nótina. Gert er ráð fyrir því að veðurguðinn taki völdin í sínar hendur á ný þegar líða tekur á daginn og óvíst er hvort skipin geti verið áfram við veiðar vegna veðurs. Matthías

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.