Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Kj arasamningarnir Samþykkt V erkamannasambandsins eftir útgöngu Dagsbrúnar: Við erum sterkastir þegar við stöndum saman, segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI Osætti má ekki koma í veg fyrir hækkun lægstu launa „ÞAÐ var tekin ákvörðun um það á st|órnarfundi í Dagsbrún í dag að félagið drægi sig út úr þeim viðræðum sem hér standa yfir. I kjölfar þess hefur verið fundað í hópi samninganefndar Verkamanna- sambandsins og niðurstaða þess fundar er að það sé rétt að halda viðræðunum áfram og gagnaðilar okkar hafa samþykkt að boða til samningafundar klukkan níu i kvöld,“ sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASI, á blaðamannafundi með Karli Steinar Guðnasyni, vara- formanni Verkamannasambandsins, eftir að Dagsbrún hafði tilkynnt um þá ákvörðun sína að draga sig út úr viðræðum ASÍ og VSI um nýja kjarasamninga. Karl Steinar sagði að Verka- mannasambandið hefði samþykkt eftirfarandi á fundi sínum: „Samn- inganefnd Verkamannasambands- ins hefur rætt þá nýju stöðu, sem upp er komin í samningaviðræðun- um við útgöngu Dagsbrúnar. Samninganefndin hefur einróma samþykkt að halda viðræðum áfram. Telur nefndin höfuðnauðsyn að reyna af öllum mætti að ná fram sérstakri hækkun lægstu launa. Hagur þeirra, sem nú búa við lægstu laun, er slíkur að sundur- lyndi og ósætti innan verkalýðs- hreyfingarinnar má ekki verða til þess að markmiðum þessum verði ekki náð“. - Hver telur þú að sé ástæðan fyrir því að Dagsbrún gengur út? „Dagsbrúnarmenn hafa væntan- lega skýrt ykkur frá þeim ástæðum og ég get ekki annað en vísað til þess,“ sagði Karl Steinar. - Eiga Dagsbrúnarmenn ekki samleið með öðrum verkamönnum? „Það er spuming sem við spuij- um okkur sjálf eins og þið, en eðlilegast er að þeir svari því sjálf- ir“. Ásmundur Stefánsson var spurð- ur hvort það væri rétt, sem Guðmundur J. Guðmundsson segði, að hugmyndir Alþýðusambandsins um uppstokkun taxtakerfísins væru þokukenndar: „Ég held að það sé efnislega alveg hárrétt. Það er hins vegar rétt að bæta því við að á fundum okkar í gærkveldi og í nótt, var rætt hvort rétt væri að reyna að losna við þokuna — ef þannig má þá að orði komast á móti — með því að reyna að fá skýrari nið- urstöður og setja fram ákveðnar tölur. Niðurstaðan í okkar hópi var sú, að það væri skynsamlegra að reyna að fínna fyrst hvaða aðferðir dygðu til þess að stokka upp taxta- kerfíð, og um þetta atriði var ekki ágreiningur við Dagsbrúnarmenn. Það er rétt að taka það fram til þess að fyrirbyggja misskilning. Það er rétt að það era ekki komnar fram skýrar niðurstöður, en við höfum verið að ræða leiðimar, sem dygðu til þess að hækka lægstu laun, og endurskoða taxtakerfíð," sagði Ásmundur. „Samningar verða til með við- ræðum. Við eram í miðjum viðræð- um. Það má vissulega segja, að allt hafí ekki verið ljóst og skýrt, eins og er þegar menn era í miðjum viðræðum, en ég vænti þess að Morgunblaðið/Einar Falur. Karl Steinar Guðnason, sem tekur hefur við forystu i samninga- nefnd Verkamannasambandsins og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ skýra blaðamönnum sjónarmið sín í gær. Spáð í stöðuna. þokunni létti, eins og alltaf er þeg- ar menn hafa komið sér saman um hlutina," sagði Karl Steinar. Hann bætti því við að þetta væra mjög óvenjuleg vinnubrögð hjá Dagsbrún að draga sig út úr miðjum viðræð- um. Aðspurður um hvort niðurstaðan í forvali Alþýðubandalagsins hefði haft áhrif á útgöngu Dagsbrúnar, kvaðst Ásmundur alls ekki geta ímyndað sér það. „Við eram sterk- astir þegar við stöndum saman," sagði hann aðspurður um hvort útganga Dagsbrúnar veikti Al- þýðusambandið. „Það hefur ekkert komið fram af hálfu Dagsbrúnar um það að þeir hafí önnur markmið í þessum samningum, en hér hafa verið uppi á borðum," sagði Ásmundur. „Ég held að það sé eðlilegast að Dags- brúnarmenn geri grein fyrir ástæðum sínum með útgöngunni. Sérhvert félag hlýtur á hveijum tíma að meta stöðu sína og hvemig þ'að telur hagsmunum sínum best borgið. Dagsbrún hefur gert það og hefur ákveðið að vera ekki með í þessum viðræðum hér núna,“ sagði hann ennfremur. HLAÐBORÐ Nú bjóðum við í hádeginu glæsilegt jólahlaðborð með úrvals- hráefni frá Kjötmiðstöðinni fyrir virkilega gott verð. Aðeins kr. 595,- Skinkusúpa, jöklasalat, grafsilungur, reyktur lax, fiski- paté, 4 tegundir af sild, köld salöt, grísakæfa, svína- sulta, grisarúllupylsa, fiskréttur „au gratin", sjávarréttir i sitrónuhlaupi, saltfiskur, skata og hamsar. Jólabrauð, svartpönnubrauð, munkabrauð, 3ja korna brauðhleifar, rúgbrauð. Reyktur og saltaður grísakambur, léttsaltað grísalæri og skankar, Bæjonnesskinka, kokteilpylsur, hangikjöt, heitar og kaldar sósur, 6 tegundir af meðlæti. Heitur réttur dagsins Súr-sæt grisarif með hrísgrjónum. Uppskrift fylgir. Allar þessar kræsingar eins og þú getur í þig látið fyrir aðeins kr. 595.- Allt áðurnefnt hráefni færó þú í Kjötmið- stððlnnl. ARMARIÍÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Borðapantanir í sima 18833. >oWester a rrt'vs^-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.