Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
Mannssonurinn
Bókmenntir
Ævar R. Kvaran
Kahlil Girbran:
Mannssonurinn
Þýðandi: Gunnar Dal.
Útg.: Víkurútgáfan, Rvk.
Aldrei skrifar hið ágæta skáld
Jón úr Vör neitt svo opinberlega,
að sá sem þetta hripar láti það
framhjá sér fara. Einkum er honum
minnisstæð grein eftir Jón úr Vör,
sem hann birti í Lesbók Morgun-
blaðsins fyrir nokkrum árum. Þar
lýsti skáldið með miklu þakklæti
þeim gífurlegu áhrifum, sem ljóða-
þýðingar -Magnúsar Ásgeirssonar
höfðu á hann ungan og önnur
samtímaskáld. Margir ungir menn,
sem á þeim tímum voru bláfátækir
og þess vegna lítt lærðir í erlendum
tungumálum áttu, eins og Jón, eft-
ir að setja mark sitt í íslenska
ljóðagerð. Jón skýrði frá því í þess-
ari athyglisverðu grein hvernig
þessar frábæru ljóðaþýðingar hefðu
bókstaflega opnað ungum mönnum
gersamlega nýja útsýn, nýja and-
lega heima. Það er líka áreiðanlegt,
að seint verður skáldinu Magnúsi
Ásgeirssyni fullþakkað fyrir þau
stórkostlegu áhrif sem hann með
ljóðaþýðingum sínum hafði á ung
íslensk skáld.
Hafí Magnús Ásgeirsson verið
aflvaki nýs skáldskapar á sínum
tíma, þá leyfi ég mér að halda því
fram, að skáldið Gunnar Dal hafí
okki síður orðið aflvaki nýrrar and-
legrar vakningar meðal Islendinga
með frábærum þýðingum sínum á
Spámanninum og Mannssyninum
eftir hið stórkostlega skáld Kahlil
Gibran.
Spámaðurinn mun þegar vera
orðin mest selda ljóðabók á íslandi
og svo mun einnig fara um Manns-
soninn, sem nú er kominn á
markaðinn. Það er Víkurútgáfunni
til mikils sóma, að hafa gefið út
tvær jafnfrábærar bækur og þær
sem hér hafa verið nefndar.
Eg hef stundum sagt, að viskan
og kærleikurinn væru systkin. Aðr-
ir kynnu að láta sér koma til hugar,
að þar væri um að ræða tvær hlið-
ar á sama gimsteini. En hvemig
sem menn nú vilja orða þetta, þá
vita flestir, að viska án kærleiks
er lítils virði, eins og Páll postuli
sýnir framá í Biblíunni. En hvað
kærleikann snertir má víst fullyrða,
að kærleiksríkur maður sýnir ein-
mitt mikla visku með góðvild sinni.
Ekkert skáld hef ég lesið, sem sam-
einar betur en Kahlil Gibran þetta
tvennt sem öllu er mikilvægara:
kærleik og visku. En það er ein-
mitt þetta sem einkennir þessar
tvær stórkostlegu bækur, sem hér
að framan hafa verið nefndar og
skáldið Gunnar Dal hefur nú kynnt
okkur á eigin móðurmáli.
Hvert mannsbam hér á landi
■ þekkir vitanlega sögnna af Jesú frá
Nazaret. En það tel ég mig geta
fullyrt, að aldrei hefur þessi saga
verið riíjuð upp á jafn heillandi
hátt og hér er gert í Mannssynin-
um. Gibran leyfir sér nefnilega að
segja hana með orðum samtíðar-
manna Krists. Hann lætur þá segja
álit sitt á þessum helga manni.
Hann verður því að bregða sér í
gervi þessara persóna samkvæmt
skilningi sínum á þeim. Það liggur
í augum uppi hvílíkar feiknarann-
sóknir það hefur kostað skáldið.
Hvemig því hefur tekist að gera
þessar fomu persónur, sem við
könnumst margar við úr Biblíunni,
lifandi fyrir okkur nútímamönnum
eða hve sennilegar þær eru geta
menn mér fróðari dæmt um. En
fyrir mér sem lesanda reyndust þær
gæddar ríku lífi og einhvem veginn
fannst mér, að einmitt með þessum
hætti hefðu þær talað.
Sá mikli fjöldi persóna, sem Gi-
bran gefur orðið í þessari bók sinni,
á hinsvegar ríkán þátt í því að
gæða hana miklu og sönnu lífi. Það
era ekki einungis aðdáendur Jesú,
sem hér taka til máls, heldur einnig.
þeir sem reyndust féndur hans og
jafnvel hötuðu hann. Þeir færa
einnig rök fyrir afstöðu sinni. Ég
held að lestur þessarar bókar láti
engan góðviljaðan mann ósnortinn.
Hér gætir margra radda. Við
heyram þannig Önnu móður Maríu,
Maríu Magdalenu, Símon Pétur,
Kaifas æðsta prest, Lúkas, Matt-
eus, og þannig má lengi telja. Hér
er þessi margsagða saga af Jesú
sögð með nýjum og alveg ógleym-
anlegum hætti. Enda leynir það sér
ekki, að hér heldur stórskáld á
penna. Þannig er að finna í þessari
bók ljóð sem ógleymanleg verða
sökum fegurðar og mannvits.
Betri jólagjöf en Mannssoninn
eftir Kahlil Gibran getur enginn
maður óskað sér. Loks er fram
komin bók, sem á það skilið að
hljóta sæti við hlið hinnar frægu
bókar Spámannsins. Þessar tvær
bækur munu ávalt teljast meðal
afreka Gunnars Dal, sem skálds og
þýðanda. Einnig skal Víkurútgáf-
unni þökkuð þessi bók.
Undanfarna mánuöi höfum við átt í erfiðleikum með
að útvega nægilegt magn af bílum frá SAAB verk-
smiðjunum vegna feikilegrar eftirspurnar á heims-
markaði. - Nú höfum við þær góðu fréttir að færa, að
við eigum von á 20-30 SAAB 90 til landsins nú í
nóvember og desember.
SAAB 90 TIL AFGREIÐSLU NÚ Á AÐEINS
496 ÞÚSUND KRÓNUR.
TRYGGÐU ÞÉR EITT STYKKISTRAX.
TÖGGUR HF.
BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI: 681530
BEINN SÍMI SÖLUMANNS: 83104