Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 27

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 27 HoUustubyltingin þarf að ná til barna í skólum eftir Salóme Þorkels- dottur Að undanfömu hefur verið tals- verð umræða um þörfina á betra samstarfi heimila og skóla og teng- ist hún m.a. þeim skýrslum, sem unnar vom af vinnuhópi sem Ragn- hildur Helgadóttir, þáv. mennta- málaráðherra, skipaði til að kanna tengsl heimila og skóla, samfelldan skóladag og nestismál skólabama. Með skipan vinnuhópsins var mörkuð stefna ríkisstjómarinnar í þessu brýna hagsmunamáli ungs fólks í landinu, sem varðar böm, unglinga og foreldra með böm á framfæri, og tengist einnig forvam- arstarfí á sviði slysavama og heilsugæslu. Skýrslumar hafa fengið jákvæð- ar undirtektir foreldra og skóla- manna. Pullyrða má að unnið er markvisst að úrbótum í þessum málum, m.a. er nú starfandi nefnd sem Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, skipaði á sl. vori til að koma á samfelldum skóladegi í Grunnskólum Reykjavíkur. Nestismál skólabarna Foreldrar eiga margir hveijir í sífeildu basli með að samræma dýr- mætan vinnutíma sinn slitróttum skóladegi bama sinna. Því er sam- felld viðvera nemenda í skólum eitt brýnasta hagsmunamálið og að þeim verði jafnframt tryggð holl næring í skólanum. Það er eins og bömin hafí gleymst í þessum efnum. Vinnu- staðamáltíðir hafa tekið við af heimamáltíðum um miðjan daginn hjá flestum fjölskyldum. Hvers eiga bömin að gjalda? Ef það þykir nauð- synlegt að fullorðið fólk fái aðstöðu til að matast á vinnustað, fái jafn- vel heita máltíð, er þá ekki augljóst að þörfin er enn brýnni hvað varðar böm og unglinga, sem enn em á vaxtar- og þroskaskeiði? Skólinn er þeirra vinnustaður og neyslukannanir sýna að fæði skóla- barna er ófullkomið að ýmsu leyti. Til em rannsóknir sem sýna glöggt skerta námsgetu ef nemendur fá ekki reglubundið fæði. Tannheilsa íslenskra bama er vægast sagt mjög léleg í saman- burði við tannheilsu bama í ná- grannalöndum okkar. Holl næring nemenda á skólatíma eflir andlegan og líkamlegan þroska þeirra og því er hollt mataræði ákaflega mikil- vægt til að skólakerfið nýtist að fullu. Salóme Þorkelsdóttir „Ef það þykir nauðsyn- legt að fullorðið fólk fái aðstöðu til að matast á vinnustað, fái jafnvel heita máltíð, er þá ekki augljóst að þörfin er enn brýnni hvað varðar börn og unglinga, sem enn eru á vaxtar- og þroskaskeiði?“ Vart getur talist óeðlilegt að koma til móts við kostnað af skóla- máltíðum með sama hætti og gert er víða á vinnustöðum. Niður- greiðsla á mjólkurdrykkjum skóla- bama, sem nú þegar hefur verið komið á, er skref í rétta átt. Hollustubyltingin þarf að ná inn í skólana. Það þarf að byija á byij- uninni, bömunum. Þau eiga sama rétt og foreldramir til vinnustaða- máltíða. Ríki og sveitarfélög þurfa að leggjast á eitt til að leysa þau mál í samvinnu við foreldra og skóla. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisfiokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Námsefni: □ Kynning á tölvum_______ □ Stýrikerfi og skráarkerfi □ Kerfisgreining_________ □ Kerfishönnun___________ □ Forritun_______________ □ Gagnasafnsfræði________ □ íslenski tölvumarkaðurinn Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miðaó er við að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun eöa starfs- reynslu. Námið er byggt upp á fyrirlestrum og verklegum æfingum sem teknar eru úr atvinnulífinu. Lokapróf er tekið í hverri grein. Nemendur sem útskrifast úr Tölvu- skóla Stjórnunarfélags íslands geta aó námi loknu unnið með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum viö hugbúnaöarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, í sima 62 10 66. Stjórnunarfélag íslands I Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66 Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands hefur nú starfað í þrjú misseri. Mikíll áhugi hef- ur verið fyrir námi á þessu sviöi. Á vormisseri 1987 tekur skólinn til starfa 19. janúar. Kennt verður I 4 klst. á dag I 14 vikur (samt. 280 klst.). \77fl ummr mam mmm mam m mm' SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.