Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 27 HoUustubyltingin þarf að ná til barna í skólum eftir Salóme Þorkels- dottur Að undanfömu hefur verið tals- verð umræða um þörfina á betra samstarfi heimila og skóla og teng- ist hún m.a. þeim skýrslum, sem unnar vom af vinnuhópi sem Ragn- hildur Helgadóttir, þáv. mennta- málaráðherra, skipaði til að kanna tengsl heimila og skóla, samfelldan skóladag og nestismál skólabama. Með skipan vinnuhópsins var mörkuð stefna ríkisstjómarinnar í þessu brýna hagsmunamáli ungs fólks í landinu, sem varðar böm, unglinga og foreldra með böm á framfæri, og tengist einnig forvam- arstarfí á sviði slysavama og heilsugæslu. Skýrslumar hafa fengið jákvæð- ar undirtektir foreldra og skóla- manna. Pullyrða má að unnið er markvisst að úrbótum í þessum málum, m.a. er nú starfandi nefnd sem Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, skipaði á sl. vori til að koma á samfelldum skóladegi í Grunnskólum Reykjavíkur. Nestismál skólabarna Foreldrar eiga margir hveijir í sífeildu basli með að samræma dýr- mætan vinnutíma sinn slitróttum skóladegi bama sinna. Því er sam- felld viðvera nemenda í skólum eitt brýnasta hagsmunamálið og að þeim verði jafnframt tryggð holl næring í skólanum. Það er eins og bömin hafí gleymst í þessum efnum. Vinnu- staðamáltíðir hafa tekið við af heimamáltíðum um miðjan daginn hjá flestum fjölskyldum. Hvers eiga bömin að gjalda? Ef það þykir nauð- synlegt að fullorðið fólk fái aðstöðu til að matast á vinnustað, fái jafn- vel heita máltíð, er þá ekki augljóst að þörfin er enn brýnni hvað varðar böm og unglinga, sem enn em á vaxtar- og þroskaskeiði? Skólinn er þeirra vinnustaður og neyslukannanir sýna að fæði skóla- barna er ófullkomið að ýmsu leyti. Til em rannsóknir sem sýna glöggt skerta námsgetu ef nemendur fá ekki reglubundið fæði. Tannheilsa íslenskra bama er vægast sagt mjög léleg í saman- burði við tannheilsu bama í ná- grannalöndum okkar. Holl næring nemenda á skólatíma eflir andlegan og líkamlegan þroska þeirra og því er hollt mataræði ákaflega mikil- vægt til að skólakerfið nýtist að fullu. Salóme Þorkelsdóttir „Ef það þykir nauðsyn- legt að fullorðið fólk fái aðstöðu til að matast á vinnustað, fái jafnvel heita máltíð, er þá ekki augljóst að þörfin er enn brýnni hvað varðar börn og unglinga, sem enn eru á vaxtar- og þroskaskeiði?“ Vart getur talist óeðlilegt að koma til móts við kostnað af skóla- máltíðum með sama hætti og gert er víða á vinnustöðum. Niður- greiðsla á mjólkurdrykkjum skóla- bama, sem nú þegar hefur verið komið á, er skref í rétta átt. Hollustubyltingin þarf að ná inn í skólana. Það þarf að byija á byij- uninni, bömunum. Þau eiga sama rétt og foreldramir til vinnustaða- máltíða. Ríki og sveitarfélög þurfa að leggjast á eitt til að leysa þau mál í samvinnu við foreldra og skóla. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisfiokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Námsefni: □ Kynning á tölvum_______ □ Stýrikerfi og skráarkerfi □ Kerfisgreining_________ □ Kerfishönnun___________ □ Forritun_______________ □ Gagnasafnsfræði________ □ íslenski tölvumarkaðurinn Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miðaó er við að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun eöa starfs- reynslu. Námið er byggt upp á fyrirlestrum og verklegum æfingum sem teknar eru úr atvinnulífinu. Lokapróf er tekið í hverri grein. Nemendur sem útskrifast úr Tölvu- skóla Stjórnunarfélags íslands geta aó námi loknu unnið með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum viö hugbúnaöarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, í sima 62 10 66. Stjórnunarfélag íslands I Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66 Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands hefur nú starfað í þrjú misseri. Mikíll áhugi hef- ur verið fyrir námi á þessu sviöi. Á vormisseri 1987 tekur skólinn til starfa 19. janúar. Kennt verður I 4 klst. á dag I 14 vikur (samt. 280 klst.). \77fl ummr mam mmm mam m mm' SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.