Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 34

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Forseti FIDE endurkjörinn Florencio Campomanes frá Filippseyjum (til hægri) þakkar andstæð- ingi sínum, Brasilíumanninum Lincoln Lucena, eftir að sá siðarnefndi dró til baka framboð sitt til forseta Alþjóðaskáksambandsins (FIDE). Gerðist þetta aðeins nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla skyldi hefjast um forsetaembættið. Campomanes var því endurkjör- inn forseti FIDE. Sem kunnugt er af fréttum fór forsetakjörið fram í tengslum við Ólympíuskákmótið í Dubai. Gulusóttarfaraldur herjar í Nígeríu Hundruð manna hafa látist á þremur vikum Lagos, AP. HUNDRUÐ manna í Nígeríu hafa dáið úr gulusótt undanfarn- ar vikur. Hefur veikin aðallega geysað í miðhluta landsins, en er nú tekin að breiðast hratt út í austurhluta landsins. Skýrði Gottlieb Lobe Monekasso, yfir- maður Alþjóða heilbrigðisstofn- unnarinnar (WHO) frá þessu í gær. Fjöldi látinna, sem vitað er um, var orðinn 470 í lok síðustu viku. í Benuefylki einu saman höfðu 300 mans dáið úr gulusótt, en þar kom veikin fyrst upp fyrir þremur vikum. I öðrum hlutum landsins austan- verðu höfðu 170 manns látizt úr veikinni. Það hefur tekið margar vikur að finna það út, að þessi faraldur var gula, en sá sjúkdómur berst m. a. með moskitóflugum frá öpum til manna á frumskógasvæðum Afríku og á Amazonsvæðinu í Suður- Afríku. Stjómvöld í Nígeríu áforma að verja 1,5 millj. dollara til kaupa á bóluefni í þeirri herferð gegn gulu- sóttinni, sem þegar er hafín í landinu. WHO hefur hins vegar ákveðið að leggja til 500.000 skammta af bóluefni. Síðasta bólusetningarherferð gegn gulusótt í Nígeríu fór fram árið 1974. Er haft eftir sérfræðing- um, að það sé einkum ungt fólk, sem orðið hafi illa úti í gulusóttar- faraldrinum nú og sé skýringin sú, að sennilega hafí þetta fólk misst af bólusetningunni 1974. Einn skammtur af bóluefni skap- ar ónæmi gegn gulusótt allt að 10 ár og er slíkrar bólusetningar að jafnaði krafízt af öllum útlending- um, sem heimsækja Nígeríu. Byggingavöruverslanir — Hurðasmiðjur Við bjóðum hina viðurkenndu TOTAL-fellilista fyrir hurðir á eftirfarandi verðum miðað við gengi norskrar krónu 28. nóvember 1986: Hurðarspjald: Verð án söluskatts: Verð með söluskatti: 60 sm kr. 520 kr. 650 70 sm kr. 540 kr. 675 80 sm kr. 560 kr. 700 90 sm kr. 580 kr. 725 100 sm kr. 600 kr. 750 110sm kr. 620 kr. 775 120 sm kr. 640 kr. 800 TOTAL-fellilistar eru úr áli og fylgja leiðbeiningar og allur festibúnaður. TOTAL-fellilistar gera þröskulda óþarfa, hindra trekk og eru viður- kenndir fyrir B-30 eldvarnarhurðir. Einkaumboð á fslandl fyrlr TOTAL SKANIS HF. norræn viðskipti, Laugavegi 59,101 Reykjavík. Sími: 21800. Noregur: Cary Grant látinn: Einn fremsti leikari gullaldaráranna Davenport, Iowa, Reuter, AP. HINN þekkti Hollywood-leikari Cary Grant lést aðfararnótt sunnudagsins 82 ára ára að aldri. Ferill hans hófst árið 1932 og alls lék hann í 72 kvik- myndum. Framámenn í kvik- myndaiðnaðinum minntust hans með hlýju í gær og sögðu margir að með honum væri einn fremsti leikari „gullaldar- áranna“ horfinn af sjónarsvið- inu. Grant var staddur í Davenport í Iowa-fylki þar sem hann hugðist koma fram í sýningu honum til heiðurs og svara fyrirspumum. Hann veiktist á meðan unnið var að undirbúningi hennar og lést í sjúkrahúsi skömmu síðar. Bana- mein hans var hjartaslag. Cary Grant hét réttu nafni Archibald Leach. Hann fæddist á Bretlandi árið 1904 og var af fá- tæku almúgafólki kominn. Allt frá bamæsku dreymdi hann um frægð og frama og fór komungur til New York til að sigra heiminn. Ferill hans hófst árið 1932 og sama ár lék hann í „Blond Ven- us“ á móti Marlene Dietrich. Crant lék í fjölmörgum frægum kvikmyndum og var óumdeilan- lega einn fremsti Hollywood-leik- arinn á fjórða og fímmta Cary Grant og Sophia Loren dansa „Cha-Cha“ á meðan unnið áratugnum. Hann var útnefndur var að töku kvikmyndarinnar „The Pride and The Passion“ árið til Oscar-verðlauna árið 1945 fyr- 1956. ir leik sinn í „None But the Lonely Heart", sem var eitt af fáum al- varlegum hlutverkum hans. Hann hlaut ekki verðlaunin fyrr en eftir að ferli hans var lokið þegar hann fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndaiðnað- arins. Cary Grant varð einkum þekkt- ur sem gamanleikari og þótti ávallt bestur þegar hann lék glað- lyndan fjallmyndarlegan heims- borgara, sem átti mestu vandræðum að veijast ásókn kvenna. A ferlinum gafst honum tækifæri til að leika á móti mörg- um þekktustu leikkonum kvik- myndasögunnar og nægir þar að nefna Marlene Dietrich, Mae West, Ingrid Bergman, Grace Kelly, Katherine Hepbun, Irene Dunn og Rosalind Russell. Grant kvæntist fímm sinnum, síðast árið 1981 þegar hann gekk að eiga Barböru Harris en hún var þá þrítug að aldri. Hann eign- aðist eina dóttur með fjórðu eiginkonu sinni, leikkonunni Dyan Cannon, árið 1966 en þau skildu ári síðar. Árið 1966 lék Grant í sinni síðustu kvikmynd, „Walk dont run“ en sama ár ákvað hann að Mynd þessi var tekin er Cary Grant hélt áttræðisafmæli sitt hátí- daga sig í hlé og gerðist forstjóri ðlegt árið 1984. Fabergé-ilmefnafyrirtækisins. Flóttamannaleiðtogi biður um lögregluvernd Ósló. Frá Jan Erik Laure. fróttaritára Morgunblaðsins. ^ Æ ANNETTE Thommessen, leið- togi samtaka flóttamanna i Noregi, þarf nú á lögregluvernd að halda allan sólarhringinn, þar sem norskir kynþáttahatarar hafa hótað henni öllu illu. Samtök Thommessen aðstoða flóttamenn, sem koma til Noregs, og hafa þau gagnrýnt stjómina fyrir stefnuleysi í málefnum þeirra. Samtökin halda fram, að stjómvöld hafí gert of lítið fyrir flóttamennina og leyfí ekki nógu mörgum að flytj- ast til landsins. „Eftir að ég gagnrýndi stjóm- völd, hefur mér hvað eftir annað verið ógnað símleiðis. Nú er þetta orðið svo þétt og ógnanirnar svo alvarlegar, að ég gat ekki meira, og þess vegna bað ég um lögreglu- vemd,“ sagði Thommessen. Um helgina kom 61 flóttamaður til Fomebu-flugvallar fyrir utan Osló og hefur illa gengið að anna þörfum þeirra og hinna sem fyrir em. Fólkið verður að búa í skólum og á hótelum, sem lögð hafa verið niður. Hefur flóttafólkið kvartað yfír ófullnægjandi aðstæðum og skorti á norsku-kennslu. Um þessar mundir fara fram við- ræður milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa reynst ófús til að taka á móti flóttafólki án nauð- synlegra fjárstyrkja frá ríkinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.