Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 41

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 41 Franz Amason ráð- inn hitaveitustjóri VEITUSTJÓRN hefur mælt með því við bæjarstjórn að Franz Árnason, fram- kvæmdastjóri Norðurverks hf., verði ráðinn hitaveitu- stjóri á Akureyri. Bæjar- stjórn fundar um málið í dag og verður ráðning hans sanj- þykkt þar ef að Iíkum lætur. Franz Ámason er véltækni- fræðingur að mennt. Hann hefur starfað hjá Norðurverki hf. síðastliðin 16 ár, þar af síðustu 10 árin sem fram- kvæmdastjóri. Umsækjendur um stöðu hita- Franz Ámason veitustjóra voru níu. Auk Franz voru það Stefán G. Jónsson doktor í eðlisfræði og kennari við Menntaskólann, Steinar Frímannsson vélaverkfræðing- ur, Eiríkur Jónsson bygginga- verkfræðingur, Olafur Vemersson véltæknifrðingur, Sæþór L. Jónsson véltækni- fraeðingur og Þorsteinn Sig- urðsson verkfræðingur auk tveggja sem óskuðu nafnleynd- ar. Franz er giftur Katrínu Frið- riksdóttur og eiga þau tvö böm. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinaminni haldið í Gamla Lundi HELGA Ingólfsdóttir sembal- leikari heldur tónleika í Gamla Lundi á Akureyri á morgun, mið- vikudaginn 3. desember, og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30. Á tónleikunum leikur Helga verk, sem tónskáld fyrri alda sömdu til vina sinna, eða sem tileinkuð voru samtiðatón- skáldum eða hljóðfæraleikurum þeirra, og því bera tónleikanir yfirskirftina „Vinaminni". Tónlistin er eftir Purcell, Frober- ger, Forqueary og Couperin. Helgu Ingólfsdóttur hefur hlotn- Vilja byggja keiluspilahús ÞRÍR Akureyringar hafa sótt um lóð undir keiluspilahús í bænum. Lóðin sem þeir sækja um er við Undirhlið, norðan Farfuglaheim- ilisins. Það eru Aðalsteinn Ámason, Ingvar Guðmundsson og Hermann Ámason sem sækja um lóðina. Málið er nú í athugun hjá bygginga- nefnd. Helga Ingólfsdóttir. Léku knattspyrnu í 15 klukkustundir ÁTTA piltar úr 9. bekk Glerárskóla tóku sig til og léku „maraþon- knattspyrnu" um helgina til fjáröflunar. Þeir léku í alls 15 klukku- stundir og söfnuðu þar með um bekkjarins. Strákamir hófu leikinn klukkan 19 á sunnudagskvöldið. Þegar þessi mynd var tekin höfðu þeir leikið í 14 klukkustundir. Hún var því tek- in um klukkan 9 í gærmorgun, í síðasta hléinu sem gert var á leikn- um — en þeir fengu 5 mínútna hvfld á hverri klukkustund. Piltam- 60 þúsund krónum i ferðasjóð ir em þessir, í fremri röð frá vinstri: Armann Héðinsson, Axel Vatnsdal og Sverrir Ragnarsson. í aftari röð- inni eru, frá vinstri: Haukur Grettis- son, Jónas Sigursteinsson, Axel Gunnarsson, Þórir Áskelsson og Guðmundur Rúnar Guðmundsson. ast margsháttar viðurkenning og heiður fyrir hljóðfæraleik og tónlist- arstörf. Hún hefur staðið fyrir Sumartónleikum í Skálholtskirkju frá 1975, og leikið inn á nokkrar hljómplötur. Bæði íslensk og erlend tónskáld hafa tileiknað henni verk sín. Helga hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið í útvarp og sjón- varp hér heima og erlendis. Þar sem enginn semball er til á Akureyri gefst tónleikagestum í bænum gullið tækifæri að kynnast því hljóðfæri á tónleikunum í Gamla Lundi. Þetta em aðrir tónleikar sem haldnir em á þeim stað, þeir fyrstu vom tónleikar Péturs Jónassonar gítarleikara. Húsið býður upp á notalega heimilisstemmningu og skapar fallega umgjörð um tónleika sem þessa. (Úr fréttatilkynningu) Hafralækjarskóli: 105 af 108 nemendum skólans sátu heima ÞRÍR nemendur af hundrað og átta mættu til kennslu í Hafralækjarskóla í Aðaldal í gærmorgun. Nemendunum þremur var kennt en þeir eru allir í sama bekk. Bílstjórar þeir sem sjá um skólaakstur hafa lagt niður vinnu þar sem þeir hafa ekki fengið laun greidd síðan í sept- ember. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Þelamerkur- skóli hefði tekið víxil til að geta greitt bflstjómm laun. Ástæða þess að ríkið greiðir ekki launin er sú að umdæmið er komið fram úr fjárhagsáætlun. Sigmar Ólafsson skólastjóri sagði í samtali við blaðamann á dögunum að hann myndi ekki hvetja foreldra til að aka bömum sínum í skóla. Sumir hefðu enga möguleika á slíku og það væri því ekki sanngjamt gagnvart hinum. Sigmar stóð við þessa yfírlýsingu og einungis þrír nem- endur mættu í gærmorgun. Þeir áttu allir stutt í skólann. Borgarskrá- ín komin út Dreift á hvert heimili í landinu BORGARSKRÁIN, handbók sem inniheldur götuskrá með tilví- sun í 53 litprentuð kort af höfuðborgarsvæðinu, kom út í gær hjá forlaginu Svart á hvítu. Bókin er nnnin í samráði við af- mælisnefnd Reykjavíkurborgar og prentuð í prentsmiðjunni Odda. Skátar munu sjá um að dreifa bókinn ókeypis inn á hvert heimOi I landinu og á dreifingunni að vera lokið innan þriggja vikna. Stefán Kristjánsson fram- kvæmdastjóri afmælisnefndar Reykjavíkurborgar sagði að nefndin hefði viljað stuðla að út- gáfu bókarinnar sem löngu hefði verið tímabært að gefa út. „Bóka- forlagið Svart á hvítu heftir hér unnið frábært brautryðjendastarf með útgáfu þessarar bókar sem kemur mörgum að góðu gagni," sagði Stefán. Þorgeir Baldursson forstjóri Odda lagði áherslu á að bókin væri unnin hér á landi þrátt fyrir harða samkeppni erlendra aðila í prentiðnaði. Björn Jónsson framkvæmda- stjóri bókaforlagsins Svart á hvítu sagði að bókin væri fjármögnuð með skráningum fyrirtækja á höf- uðborgarsvæðinu og taldi hann Morgunblaðið/Júlíus Frá vinstri Jón Þórisson frá bókaforlaginu Svart á hvítu, Þorgeir Baldursson forstjóri Odda, Stefán Kristjánsson framkvæmdastjóri afmælisnefndar Reylqavíkurborgar, Bryndís ísaksdóttir og Ragn- hildur Zoöga frá bókaforlaginu Svart á hvítu, Knútur Signarsson skrifstofustjóri, Halldór Baldursson og Björn Jónasson framkvæmda- stjóri bókaforlagsins Svart á hvítu. ** T \ —t: <**>- '.SVWWV'MííVA'í sm -■ /K'.'1 ■ ívn/. að um 80% fyrirtækja á því svæði væru í skránni en kostnaður við útgáfuna er um 14,5 milljónir króna. Borgarskráin skiptist í þijá hluta. Fyrst er ágrip af sögu Reykjavíkur og gerð grein fyrir framtíðarskipulagi. Þar er einnig að fínna upplýsingar um stofnanir borgarinnar og stjómkerfí hennar. í öðrum hluta eru 53 kort með upplýsingum um leiðir SVR, stað- setningu banka og bensínstöðva svo dæmi sé tekið. I þriðja hlutan- um er viðskiptabókin með skrá yfír fyrirtæki og stofnanir; þjón- ustuskrá og umboðaskrá. I fyrir- tækjaskránni eru upplýsingar um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og þeim raðað í stafrófsröð með tilvísun í götukortin framanvið. Kortin teiknaði Jean-Pierre Biard og tók verkið um 2 ár. Bókin er prentuð í 100 þús. eintökum og er einungis síma- skráin prentuð í svo stóm upplagi. Ákveðið hefur verið að tekjumar, sem Skátahreyfíngin fær fyrir að dreifa bókinni, fari til sumardvala- heimilis fyrir fötluð böm á Úlf- ljótsvatni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.