Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 41 Franz Amason ráð- inn hitaveitustjóri VEITUSTJÓRN hefur mælt með því við bæjarstjórn að Franz Árnason, fram- kvæmdastjóri Norðurverks hf., verði ráðinn hitaveitu- stjóri á Akureyri. Bæjar- stjórn fundar um málið í dag og verður ráðning hans sanj- þykkt þar ef að Iíkum lætur. Franz Ámason er véltækni- fræðingur að mennt. Hann hefur starfað hjá Norðurverki hf. síðastliðin 16 ár, þar af síðustu 10 árin sem fram- kvæmdastjóri. Umsækjendur um stöðu hita- Franz Ámason veitustjóra voru níu. Auk Franz voru það Stefán G. Jónsson doktor í eðlisfræði og kennari við Menntaskólann, Steinar Frímannsson vélaverkfræðing- ur, Eiríkur Jónsson bygginga- verkfræðingur, Olafur Vemersson véltæknifrðingur, Sæþór L. Jónsson véltækni- fraeðingur og Þorsteinn Sig- urðsson verkfræðingur auk tveggja sem óskuðu nafnleynd- ar. Franz er giftur Katrínu Frið- riksdóttur og eiga þau tvö böm. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinaminni haldið í Gamla Lundi HELGA Ingólfsdóttir sembal- leikari heldur tónleika í Gamla Lundi á Akureyri á morgun, mið- vikudaginn 3. desember, og hefjast tónleikarnir klukkan 20.30. Á tónleikunum leikur Helga verk, sem tónskáld fyrri alda sömdu til vina sinna, eða sem tileinkuð voru samtiðatón- skáldum eða hljóðfæraleikurum þeirra, og því bera tónleikanir yfirskirftina „Vinaminni". Tónlistin er eftir Purcell, Frober- ger, Forqueary og Couperin. Helgu Ingólfsdóttur hefur hlotn- Vilja byggja keiluspilahús ÞRÍR Akureyringar hafa sótt um lóð undir keiluspilahús í bænum. Lóðin sem þeir sækja um er við Undirhlið, norðan Farfuglaheim- ilisins. Það eru Aðalsteinn Ámason, Ingvar Guðmundsson og Hermann Ámason sem sækja um lóðina. Málið er nú í athugun hjá bygginga- nefnd. Helga Ingólfsdóttir. Léku knattspyrnu í 15 klukkustundir ÁTTA piltar úr 9. bekk Glerárskóla tóku sig til og léku „maraþon- knattspyrnu" um helgina til fjáröflunar. Þeir léku í alls 15 klukku- stundir og söfnuðu þar með um bekkjarins. Strákamir hófu leikinn klukkan 19 á sunnudagskvöldið. Þegar þessi mynd var tekin höfðu þeir leikið í 14 klukkustundir. Hún var því tek- in um klukkan 9 í gærmorgun, í síðasta hléinu sem gert var á leikn- um — en þeir fengu 5 mínútna hvfld á hverri klukkustund. Piltam- 60 þúsund krónum i ferðasjóð ir em þessir, í fremri röð frá vinstri: Armann Héðinsson, Axel Vatnsdal og Sverrir Ragnarsson. í aftari röð- inni eru, frá vinstri: Haukur Grettis- son, Jónas Sigursteinsson, Axel Gunnarsson, Þórir Áskelsson og Guðmundur Rúnar Guðmundsson. ast margsháttar viðurkenning og heiður fyrir hljóðfæraleik og tónlist- arstörf. Hún hefur staðið fyrir Sumartónleikum í Skálholtskirkju frá 1975, og leikið inn á nokkrar hljómplötur. Bæði íslensk og erlend tónskáld hafa tileiknað henni verk sín. Helga hefur komið fram á fjölda tónleika og leikið í útvarp og sjón- varp hér heima og erlendis. Þar sem enginn semball er til á Akureyri gefst tónleikagestum í bænum gullið tækifæri að kynnast því hljóðfæri á tónleikunum í Gamla Lundi. Þetta em aðrir tónleikar sem haldnir em á þeim stað, þeir fyrstu vom tónleikar Péturs Jónassonar gítarleikara. Húsið býður upp á notalega heimilisstemmningu og skapar fallega umgjörð um tónleika sem þessa. (Úr fréttatilkynningu) Hafralækjarskóli: 105 af 108 nemendum skólans sátu heima ÞRÍR nemendur af hundrað og átta mættu til kennslu í Hafralækjarskóla í Aðaldal í gærmorgun. Nemendunum þremur var kennt en þeir eru allir í sama bekk. Bílstjórar þeir sem sjá um skólaakstur hafa lagt niður vinnu þar sem þeir hafa ekki fengið laun greidd síðan í sept- ember. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Þelamerkur- skóli hefði tekið víxil til að geta greitt bflstjómm laun. Ástæða þess að ríkið greiðir ekki launin er sú að umdæmið er komið fram úr fjárhagsáætlun. Sigmar Ólafsson skólastjóri sagði í samtali við blaðamann á dögunum að hann myndi ekki hvetja foreldra til að aka bömum sínum í skóla. Sumir hefðu enga möguleika á slíku og það væri því ekki sanngjamt gagnvart hinum. Sigmar stóð við þessa yfírlýsingu og einungis þrír nem- endur mættu í gærmorgun. Þeir áttu allir stutt í skólann. Borgarskrá- ín komin út Dreift á hvert heimili í landinu BORGARSKRÁIN, handbók sem inniheldur götuskrá með tilví- sun í 53 litprentuð kort af höfuðborgarsvæðinu, kom út í gær hjá forlaginu Svart á hvítu. Bókin er nnnin í samráði við af- mælisnefnd Reykjavíkurborgar og prentuð í prentsmiðjunni Odda. Skátar munu sjá um að dreifa bókinn ókeypis inn á hvert heimOi I landinu og á dreifingunni að vera lokið innan þriggja vikna. Stefán Kristjánsson fram- kvæmdastjóri afmælisnefndar Reykjavíkurborgar sagði að nefndin hefði viljað stuðla að út- gáfu bókarinnar sem löngu hefði verið tímabært að gefa út. „Bóka- forlagið Svart á hvítu heftir hér unnið frábært brautryðjendastarf með útgáfu þessarar bókar sem kemur mörgum að góðu gagni," sagði Stefán. Þorgeir Baldursson forstjóri Odda lagði áherslu á að bókin væri unnin hér á landi þrátt fyrir harða samkeppni erlendra aðila í prentiðnaði. Björn Jónsson framkvæmda- stjóri bókaforlagsins Svart á hvítu sagði að bókin væri fjármögnuð með skráningum fyrirtækja á höf- uðborgarsvæðinu og taldi hann Morgunblaðið/Júlíus Frá vinstri Jón Þórisson frá bókaforlaginu Svart á hvítu, Þorgeir Baldursson forstjóri Odda, Stefán Kristjánsson framkvæmdastjóri afmælisnefndar Reylqavíkurborgar, Bryndís ísaksdóttir og Ragn- hildur Zoöga frá bókaforlaginu Svart á hvítu, Knútur Signarsson skrifstofustjóri, Halldór Baldursson og Björn Jónasson framkvæmda- stjóri bókaforlagsins Svart á hvítu. ** T \ —t: <**>- '.SVWWV'MííVA'í sm -■ /K'.'1 ■ ívn/. að um 80% fyrirtækja á því svæði væru í skránni en kostnaður við útgáfuna er um 14,5 milljónir króna. Borgarskráin skiptist í þijá hluta. Fyrst er ágrip af sögu Reykjavíkur og gerð grein fyrir framtíðarskipulagi. Þar er einnig að fínna upplýsingar um stofnanir borgarinnar og stjómkerfí hennar. í öðrum hluta eru 53 kort með upplýsingum um leiðir SVR, stað- setningu banka og bensínstöðva svo dæmi sé tekið. I þriðja hlutan- um er viðskiptabókin með skrá yfír fyrirtæki og stofnanir; þjón- ustuskrá og umboðaskrá. I fyrir- tækjaskránni eru upplýsingar um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og þeim raðað í stafrófsröð með tilvísun í götukortin framanvið. Kortin teiknaði Jean-Pierre Biard og tók verkið um 2 ár. Bókin er prentuð í 100 þús. eintökum og er einungis síma- skráin prentuð í svo stóm upplagi. Ákveðið hefur verið að tekjumar, sem Skátahreyfíngin fær fyrir að dreifa bókinni, fari til sumardvala- heimilis fyrir fötluð böm á Úlf- ljótsvatni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.