Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
48
Jöfnun atkvæða
eftir Stefán Jón Frið-
riksson
Við íslendingar höfum talið okk-
ur búa við jafnrétti enda er kveðið
á um slíkt í lögum. Þar segir að
jafnrétti skuli vera einn af hom-
steinum íslensks þjóðfélags og
stjómskipunar. En allt fer þetta
eftir því hvemig maður lítur á hlut-
ina. Jafnrétti getur birst í ýmsum
myndum, svo sem jafnrétti milli
kynja, jafn réttur frammi fyrir lög-
um, jafnrétti til náms og svo mætti
lengi telja. Þessa þætti teljum við
góða og gilda enda flokkast þeir
undir sjálfsögð mannréttindi.
Sumir telja þó að jafnrétti leiði
ekki til góðs. Er í því sambandi átt
við kjördæmaskipunina sem er ein
stærsta brotalömin í stjómskipun
landsins, þar eð minnihluti getur
haft meiri áhrif í skjóli óréttlátrar
skiptingar atkvæða og sumir lands-
hlutar eða kjördæmi hafa þannig
fengið forskot fram yfír önnur.
I 21. grein mannréttindayfirlýs-
ingar Sameinuðu þjóðanna segir
meðal annars: „Vilji þjóðarinnar
skal vera grundvöllur að valdi ríkis-
stjóma. Skal hann látinn í ljós með
reglubundnum, óháðum og almenn-
um kosningum, enda sé kosninga-
réttur jafn og leynileg atkvæða-
greiðsla viðhöfð, eða jafngildi
hennar að frjálsræði." Þessi yfírlýs-
ing, sem ísland samþykkti á sínum
tíma, verður ekki skilin öðmvísi en
svo, en að atkvæði allra landsmanna
eigi að vega jafn þungt óháð bú-
setu. En þessi kafli yfirlýsingarinn-
ar, þ.e. að kosningaréttur sé jafn,
hefur verið hundsaður. Er þetta
ekki brot á almennum mannréttind-
um?
Ef borin em saman hlutföllin á
fjölda atkvæða á þingmann í Vest-
fjarðakjördæmi og Reykjavík
verður útkoman u.þ.b. 1 á móti 5.
Þ.e.a.s. hver þingmaður á Vest-
ljörðum þarf einungis 1.200
atkvæði en þingmaður í Reykjavík
yfír 6.000 atkvæði til þess að ná
kjöri á Alþingi. Reykjaneskjördæmi
og Austurland sitja einnig á hakan-
um hvað þetta varðar. í Reykjavík
og á Reykjanesi búa rúmlega 62%
kjósenda alls landsins og sam-
kvæmt því ættu þessi tvö kjördæmi
að hafa 40 þingmenn af 63, en í
næstu kosningum hafa þau aðeins
29 (sjá skífurit). Það er því ljóst
að hér vantar mikið á að réttlætið
nái fram að ganga.
En atkvæðamisvægi er samt
engin ný bóla. Við höfum í áratugi
búið við meingallað kjördæma-
skipulag. Sem dæmi um það má
neftia kosningar árið 1931. Þá fékk
Framsóknarflokkurinn, sem sækir
fylgi sitt aðallega til sveitanna,
35,9% atkvæða og 21 þingmann
kjörinn af 36, en Sjálfstæðisflokk-
urinn 43,8% atkvæða en einungis
12 þingmenn kjöma. Skv. atkvæða-
magni hefði átt að vera: Sjálfstæð-
isflokkurinn 20 þingmenn og
Framsóknarflokkur 11.
Margir andstæðingar jöfnunar
kosningaréttar hafa haldið því
fram, að þessi tilhögun sé eina ráð-
ið til að spoma við fólksflótta úr
sveitum landsins til höfuðborgar-
svæðisins. En raunin þarf ekki að
vera sú. Vandann mætti leysa með
því, að færa vald þingmannanna í
málefnum sveitarfélaganna til
sveitarstjómanna, m.ö.o. að auka
sjálfsforræði byggðarlaganna yfír
þeim fjármunum sem þau skapa og
jafnframt að láta sveitarfélögin
sjálf sjá um þætti hvað varðar heil-
brigðismál, félagsmál, menntamál,
íþrótta- og æskulýðsmál.
í Kanada fer fram regluleg end-
umýjun á kjördæmaskipaninni og
það tryggt að allir hafí þar jafnt
vægi atkvæða óháð búsetu. í stjóm-
arskrám sumra ríkja Vestur-Evrópu
er jafnvel ákvæði um þetta. Sem
dæmi um þetta má nefna Aust-
urríki, Liechtenstein, Sviss og
Vestur-Þýskaland. Hér þarf Island
ekki að vera nein undantekning.
Það er svo aftur annað mál hvort
stjómmálamenn hafa kjark til að
setja slík ákvæði í stjómarskrá ís-
lands.
í nýjum kosningalögum sem
samþykkt hafa verið á Alþingi er
gert ráð fyrir að þingmönnum fjölgi
Stefán Jón Friðriksson
„Hlutverk þinginanna
er einfaldlega að setja
landsmönnum lög, en
ekki að standa í hags-
munapoti fyrir einstök
byggðarlög og lands-
hluta með krukki í sjóði
landsmanna.“
um 3, til þess að leiðrétta örlítið
þetta misvægi sem aukist hefur frá
því að jöfnun var seinast gerð árið
1959. Það er ljóst að þessi ráðstöf-
un nær ekki langt og leysir engan
vanda, heldur veltir honum einung-
is á undan sér. Alþingismenn em
þegar allt of margir og 63 þing-
menn fyrir 240 þúsund manna þjóð
er út í hött ef miðað er við fjölda
þingmanna nágrannaþjóða okkar.
Viturlegra væri að fækka þeim stór-
lega líkt og gert var í borgarstjóm
Reykjavíkur.
Eins og áður var getið em þing-
menn sífellt að vasast í málum sem
í raun koma þeim ekkert við. Má
þar nefna áhrif þeirra á íjárveiting-
ar úr hinum ýmsum sjóðum og þá
í leit að atkvæðum (gæluverkefni),
en þá er ekki hugsað um hag fjöld-
ans eins og eðlilegast væri. Þetta
samræmist einfaldlega ekki því
stjómkerfí sem við íslendingar höf-
um tileinkað okkur, þ.e. þrískipt-
ingu valds (löggjafarvald,
framkvæmdavald, dómsvald). Hlut-
verk þingmanna er einfaldlega að
setja landsmönnum lög, en ekki að
standa í hagsmunapoti fyrir einstök
byggðarlög og landshluta með
kmkki í sjóði landsmanna. Það má
ekki endalaust ganga í sjóði lands-
manna til að niðurgreiða búsetu.
Þá er ráðlegra að efla atvinnustarf-
semi í stærri bæjar- og sveitarfélög-
um og gera þeim kleift að ráðstafa
eigin íjármunum í stað þess að það
sé í höndum misviturra þingmanna
og sjóðakerfísins.
Höfundur á sæti í umræðuhópi
HeimdaJlar um úrbætur íþjóð-
félagsmálum.
Betri tímar.. ?
■eftir Hólmstein
Brekkan
Bráðum kemur
Frá því að ísland byggðist og
allt til dagsins í dag hefur saga
lands og þjóðar verið vörðuð stór-
brotnum náttúmhamfömm og
veraldlegri þján ýmiss konar. Vissu-
lega hefur sérstæð saga þjóðarinnar
mótað fólk hvers tíma misjafnlega
en þó em vissir þættir sem allir
íslendingar á öllum tímum virðast
eiga sameiginlega, það er stolt af
uppmnanum, þolgæði og óbilandi
tm á betri tíma.
Em komnir betri tímar? Koma
einhvem tíma betri tímar eða verð-
um við að sætta okkur við þann
tíma er við höfum? Kannski vantar
okkur bara fmmkvæðið að því að
gera okkar tíma að betri tímum.
Tímasóun
Fyrir stuttu var útvarpað og sjón-
varpað frá Alþingi eftirmála
þingmanna um stefnuræðu forsæt-
isráðherra. Þessar umræður mætti
í fáum orðum kalla síendurtekið
efni. Þótti mér hjákátlegt að hlusta
á þingmenn flytja sama pistilinn,
hver á eftir öðmm, nákvæmlega
eins. Það málefnalegasta er fram
kom í umræðunni vom ein eða tvær
kjúklingasögur sem hnýttar vom
við „nákvæmlega eins“ pistilinn.
Hvílík tímasóun! Finnst mér til há-
borinnar skammar að háttvirtir
þingmenn þjóðarinnar skuli leyfa
sér að bjóða fólki upp á svo óupp-
byggilegt sjónvarps- og útvarpsefni
sem þessar umræður vom.
Feiknastjörnur
farsældar
Það er alveg einstaklega athygl-
isvert að fylgjast með baráttu- og
athafnafólki komast inn á þingsam-
kundu þjóðarinnar. Undantekn-
ingalaust verður allt þetta fólk eins,
talar eins, gengur eins, klæðir sig
eins. Karlmenn í stíf jakkaföt og
konur fá sér silkiklút um hálsinn
(sem er aðalsmerki kúrríer konunn-
ar). Þama breytist það úr athafna-
og baráttufólki, með hugsjónir, í
feiknastjömur farsældarinnar.
Mottó númer eitt er að farsælast
sé að sitja í fjarska, gagnrýna og
rífa niður, heldur en að leghgja
hönd á plóginn og dæma verkið
eftir að upp er staðið.
Fláræði eða
samtrygging'
Nýverið var fjallað um siðgæðis-
vitund þingmanna í hinum ýmsu
Qölmiðlum og þótti mörgum tími
til kominn að blása rykinu af þeirri
hillu. En af einhverri undarlegri
ástæðu komst aldrei neinn botn í
það mál. Það eina er fram kom var
að þingmenn eru fríaðir af að taka
ábyrgð af rangri ákvarðanatöku og
að það væri ekki hefð fyrir því að
þingmaður segði af sér. Hvað er
siðgæði? Hvað er heiðarleiki? Hvað
er fals? Hvar draga menn mörkin?
Hið eina sem getur svarað þessum
spumingum er samviskan. Það yrði
of langt mál að telja upp það sem
ég tel vera fyrir neðan „normal"
siðgæðisvitund hjá háttvirtum þing-
mönnum en þó þykir mér rétt að
minnast á nokkur atriði.
Þegar Alþingi kemur saman eftir
sumarfrí þá hefur Alþýðuflokkur
bætt við sig þingmönnum án þess
að hafa fyrir því kjörfylgi. Er það
heiðarleg framkoma gagnvart kjós-
Hólmsteinn Brekkan
„Það samtrygginganet
er bindur þingmenn
þessarar þjóðar verður
að rjúfa. Þingmenn
verða að koma heiðar-
lega fram gagnvart
þjóðinni og segja af sér
þingmennsku séu þeir
ekki starfi sínu vaxnir.“
Pórunn Vbldimarsdóttir
AF HALAMIÐUM
Á HAGATORG
Ævisaga Ðnare Óiafssonar
f Laekjarhvammi
Ævisaga Einars Ólafs-
sonar í Lækjarhvammi
ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi
bókin Af Halamiðum á Hagatorg
sem er ævisaga Einars Ólafssnar
í Lækjarhvammi, skráð af Þór-
unni Valdimarsdóttur sagnfræð-
ingi, sem skráði einnig bókina
Sveitin við sundin sem kom út á
liðnu sumri.
í fréttatilkynningu útgefanda
segir m.a.
„Ævisaga Einars í Lækjar-
hvammi er fyrir margar sakir hin
sérstæðasta. Hann er af aldamóta-
kynslóðinni, sonur leiguliða eins og
flest aldamótaböm, alinn upp í torf-
bæ undir norðurhlíð Esjunnar við
frumstæða atvinnuhætti. Einar
vann á unglingsárum í eyrarvinnu
í Reylqavík og var á togara í ára-
tug. En togarasjómaðurinn Einar
taldi sig til bændastéttar og ætlaði
sér að verða bóndi. Hann giftist
heimasætunni í Lækjarhvammi í
Reykjavík 1925 og tók þar við búi
skömmu síðar. Áður en varði var
Einar flæktur í félagsmál sinnar
stéttar og kunni því svo vel að hann
kom víða við í félagssamtökum
bænda næstu 50 árin.
Saga Einars Ólafssonar spannar
því tímabil frá því hann vaknar til
vitundar um tilveru sína í torf-
bænum undir hlíðum Esjunnar þar
til hann er orðinn einn síðasti bónd-
inn á mölinni í Reykjavík, sem sé
frá moldarkofum til marmara-
halla."
Bókin er gefín út í tilefni af
níræðisafmæli Einars 1. maí sl.
Bókin er sett og prentuð í prent-
stofu G. Benediktssonar en bundin
hjá Anrarfelli hf. Kápu hannaði
Sigurþór Jakobsson.
endum? Er það sanngjamt gagnvart
vinnandi fólki þessa lands að þing-
menn segjast ekki getað lifað af
fjórföldum launum verkamanns.
Margt fleira væri hægt að minnast
á og eflaust hægt að skrifa um
þetta efni heila bók. Það er Kröflu-
ævintýri í hveiju kjördæmi landsins
og enginn ábyrgur.
Það samtrygginganet er bindur
þingmenn þessarar þjóðar verður
að ijúfa. Þingmenn verða að koma
heiðarlega fram gagnvart þjóðinni
°g segja af sér þingmennsku séu
þeir ekki starfí sínu vaxnir.Að skýla
sér á bak við að það sé hefð á ís-
landi að þingmaður segi ekki af sér
er fólskulegur þumbaraháttur. Mér
fínnst hræðilegt til þess að hugsa
að einhvem tíma verður fært á
spjöld sögunnar, að það sé hefð á
Islandi að vera óheiðarlegur.
Að leggja hönd
á plóginn
Sá akur sem ísland er og íslensk-
ir stjómmálamenn hafa farið
höndum um undanfama áratugi er
löngu kominn í órækt. Sífellt hefur
gullkomum þjóðarinnar verið sáð í
arfafullan akurinn. Þar hafa þau
dáið og orðið að næringu fyrir arf-
ann. Ekki hefur verið hirt um að
reyta burt illgresið. Heldur hafa
okkar ágætu „stjómmálagarðyrkju-
menn“ eytt allri sinni orku í að
rífast um það. hver eigi að sá og
hver eigi að njóta uppskerunnar
þ.e.a.s. ef einhvem tíma einhver
uppskera verður.
Það er endalaust hægt að sá í
óræktarakur nýju komi, en meðan
engin er uppskeran þá sveltur fólk-
ið. Til þess að gróðurreitur geti
gefíð af sér ríkulegan ávöxt þarf
að plægja hann reglulega, reyta
burt illgresi jafnóðum og það lætur
á sér kræla og hlúa að honum með
alúð.
Já, það er kominn tími til að
plægja akurinn og sá upp á nýtt.
En til þess að uppskeran verði ein-
hver verður að ráða til verksins
nýja garðyrkjumenn sem stunda
akurinn með natni og nærgætni.
Ef...
Ef lífið væri
aðeins draumur um hamingjuna,
þá dreymdi mig með.
Höfundurhefur starfað viðhval-
skurði sumrin.