Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 58

Morgunblaðið - 02.12.1986, Side 58
áSRGiiNBím iÆmnömi emasmms SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / óiafur Ormsson Tvennir tímar og mjög ólíkir að eru tæpar þijár vikur til jóla og undirbúningur þegar kominn allnokkuð á veg hjá þeim sem fást við kaupsýslu í borg- inni. Verslanir eru að taka fram jólavaminginn og senn líður að því að kveikt verði á stóra jóla- trénu frá Oslóborg, á Austurvelli. Búðargluggar bera þess merki að nóg er úrvalið af ýmiss konar vamingi og enginn á að þurfa að fara í jólaköttinn í ár, þó misjafn sé fjárhagurinn 4 heimilum í borg- inni sem og á landsbyggðinni. Sumir tala um að skammdegið leggist eitthvað illa í þá, þetta eilífa myrkur fari á sálina og þeir séu eiginlega ekki mönnum sinnandi þar til komið er fram í janúarmánuð á nýju ári og daginn farið að lengja. Aðrir bera sig karlmannlega, eru kannski ekkert alltof sáttir við skammdegið og reyna þá frekar að koma auga á hið skoplega í tilverunni og í fari manna. Ekki þarf svo sem að kvarta yfír veðráttunni hér í borg- inni það sem af er vetri. Það hefur verið einmuna tíð og varla snjóað nokkuð svo heitið geti. Það lá bara vel á vini mínum einum sem ég hitti í Austurstræti um daginn. Það var á mánudegi og hann var að koma úr banka og hafði spjallað við bankastjóra. Hann er í ijárhagsvandræðum, 4 erfitt með að borga af íbúð, þriggja herbergja sem hann keypti fyrr á árinu. Hann fékk sem sagt einhveija fyrirgreiðslu í bankanum, fór fram á að fá Ián í um það bil eitt ár, á meðan hann væri að rétta úr kútnum. Hann fór fram á áttatíu þúsund króna lán sem svarar tveggja mánaða launum og lánið fékk hann og átti að sækja peningana eftir tvo til þijá daga og taldi víst málum sínum borgið. — Ég hef verið í því neðra að moka kolum og ekki séð fram úr augum fyrir sóti og skít. Peninga- laus, allslaus og í stöðugu basli og hef safnað tómum skuldum. Nú er ég farinn að vinna yfirtíð, fram á kvöld og yfírleitt allar helgar og tekjumar fara aftur vaxandi. Ég varð samt að tala við bankastjórann og hann tók mér vel. — Ekkert mál, elsku vinur, sagði bankastjórinn. — Þú ert með viðskipti við bankann, stór við- skipti og ekkert sjálfsagðara en að verða þér að liði þegar þannig stendur á að þú átt í erfíðleikum við að borga af íbúð sem þú ert að kaupa, sagði bankastjórinn og ég fæ peningana næstu daga, sagði þessi vinur minn svo ein- staklega glaður að minnti á mann sem hefur höndlað hamingjuna í eitt skipti fyrir öll. — Ég gerði honum auðvitað grein fyrir því að það væri meira að gera þessa dagana, þannig að ég er bjartsýnn á að geta borgað upp lánið eins og um var samið og jafnvel fyrr. Tekjumar eru sem sagt meiri en þá daga þegar ég tók að safna skuldum, sagði vinur minn og svo fengum við okkur kaffisopa á Hótel Borg í tilefni dagsins. Það er við Laugaveginn sem jólaverslunin verður með hvað mestu móti í ár eins og undanfar- in ár. Fyrir framan húsið númer 35, þar sem Gull og silfur er með skartgripaverslun, mætti ég utan dyra forstjóranum, Sigurði Stein- þórssyni. Hann var að opna, klukkan rétt rúmlega níu að morgni þriðjudagsins 25. nóvem- ber. Ég á leið á Landsbókasafnið við Hverfisgötuna að skoða bækur Áma Óla um gömlu Reykjavík, þegar Sigurður bauð góðan dag- inn 0g ég tók undir. — Ólafur! Má ekki bjóða þér kaffi hér í herberginu inn af versl- uninni? — Jú, þakka þér fyrir. Kannski ég þiggi eins og einn bolla. Við gengum inn fyrir. Magnús, bróðir Sigurðar, var að sýna við- skiptavini hringa og armbönd. Svo kom hann með okkur Sigurði í kaffí. Sigurður kvaðst ekki hafa mikinn tíma, leit stöðugt á úrið á hendi, var á leið í banka. Þó eins og svo oft áður sama Ijúfa viðmót- ið og bjartsýnin alveg ódrepandi. Aldrei nein bölsýni þar á bæ þó samkeppnin harðni með hveiju árinu. Það var sest í stóla í her- bergi á bak við sjálfa verslunina. v^arla orðið bjart af degi. Kaffí borið fram með molasykri. Spáð í daginn, komandi viðskipti. Þama lágu á borði hringar og armbönd, pantanir frá viðskiptavinum og þurfti að laga eitthvað til áður en viðskiptavinir kæmu og fengju afhent. Sigurður og Magnús töldu að einhveija hreyfingu væri að merkja varðandi jólainnkaupin, jólaviðskiptin og ekki ástæða til að örvænta. íslendingar þyrftu svo sannarlega á skartgripum að halda fyrir þessi jól ekki síður en liðin jól. Við búðarborðið var stöð- ugur ys og þys og þama var komið ástfangið par að fá að skoða trú- lofunarhringa. Þau ætla að setja upp hringana á aðfangadag jóla og slíkt leyndarmál að það var að heyra að þeirra nánustu hefðu enn ekkert fengið að vita. Gull- smiðum er aftur trúað fyrir slíkum leyndarmálum sem aðrir fá þá ekki að vita fyrr en að því kem- ur. Ég skolaði niður úr kaffíboll- anum. Bræðumir höfðu orðið að fara frá sínum bollum hálfklámð- um. Sigurður fór úr blússunni og var kominn í hvíta sloppinn. Hann heyrði ekki einu sinni þegar síminn hringdi, Magnús fór þegar í stað í símann. Athafnasvæði Sigurðar var við búðarborðið og hvergi annars staðar. Þegar ég kvaddi brosti hann út undir eyru. Hann hefur líklega ekki komist í bankann fyrr en eftir hádegi. í Landsbókasafninu ríkti eins konar himneskur friður í lesstofu á annarri hæð. Þar var nokkuð af fólki sem sat við borð og las í bókum eða tímaritum, nú eða dagblöðum. Það var ekki hávað- anum fyrir að fara og þar voru engin viðskipti í gangi. Þar voru menn komnir til að fræðast um eiginlega allt milli himins og jarð- ar. í bók þar sem Ámi Óla fjallar um Reykjavík til foma fletti ég upp á kafla sem heitir Svipur Reykjavíkur fyrir 50 árum. Bókin kom út í Reykjavík árið 1950 og lýsingin sem hér fer á eftir á við um Reykjavík á fyrstu árum tutt- ugustu aldarinnar. Þá var svo sem ekki um stórar og miklar jólagjaf- ir að ræða og hefur sjálfsagt þótt gott að fá kerti og spil. Þá voru húsakynni önnur og ekki eins vönduð og nú á tímum. Þar er um hreina byltingu að ræða: „Útikamrar voru við langflest hús í bænum, en í nýlegum húsum höfðu þeir verið settir undir úti- dyraþrep. Menn áttu sjálfír að sjá um hreinsun kamranna og koma frá sér öllu sorpi. Það var ekki fyrr en árið 1911 að bærinn tók að sér salemishreinsun. Voru þá gerðir til þess stórir kassavagnar, sem hestum var beitt fyrir. Þessir vagnar voru á ferðinni um nætur og voru kallaðir „súkkulaðivagn- ar“. Gjaldskrá var samin fyrir þetta og greiddu menn misjafn- lega mikið eftir því hve margir áttu heima í hveiju húsi. Náði þetta gjald til allra húseigna á kaupstaðarlóðinni og skyldu hús- eigendur greiða það. Undanteknir voru þó þeir er notuðu áburðinn sjálfir á tún sín. Sýnir það að hagsýni var þá meira metin en þrifnaður." Svo mörg vom þau orð. Hér er ólíku saman að jafna. Reyk- víkingar á ofanverðri tuttugustu öld búa svo til við allsnægtir, miðað við það sem áður var ... Nýjar gardínur á 50 krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). Undraefni í aUra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10\ sími 686066 Pú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. tr Moigunblaðið/Sig. Jóns. Skiltíð góða sem joðið villtíst inn á. Selfoss: Joðið horfið Sdf0881 STARFSMENN Selfossbæjar hafa nú leiðrétt skilti það sem vísar veginn að Selfossbæjunum og fjarlægt joð sem var þar i óþökk, í lok orðsins. Skiltið blas- ir nú við vegfarendum og vísar leiðina skammlaust. Sig. Jons.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.