Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 59

Morgunblaðið - 02.12.1986, Page 59
I MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 59 Afmæliskveðja: * _____ • Oskar Pétursson — 80 ára Kæri skátabróðir. Það er mér mikill heiður og gleði að færa þér kærar afmæliskveðjur á áttatíu ára afrnæli þínu, fyrir hönd stjómar Bandalags íslenskra skáta. Kveðjan er að sjálfsögðu frá öllum skátum á landinu, sem svo margir eiga þér mikið að þakka kæri vinur. Ég persónulega á þér margt að þakka, fyrst og fremst þína góðu fyrirmynd sem þú varst mér sem ungum skáta. Mér fannst þá að þú værir mesti skátinn, enda barstu af fyrir gjörvuleika, fram- komu og snyrtimennsku. Seinna varstu skjól fyrir mig sem ungling, þegar fyrirferð mín og félaga minna keyrði um þverbak. Þú skildir vel kraftmikla krakka með óendanlega mikla lífsorku. Þegar skátaflokkurinn minn, Jötnar, hélt upp á afmæli sitt upp á Hellisheiði í skálanum Jötni, þá voru ekki allir fúsir til að gefa okk- ur leyfí. En þá snerum við okkur til þín. Við buðum þér í afmælið einum fullorðinna. Við vissum það að kæmir þú með fengjum við leyf- ið til að halda afmælið. Allt færi vel fram og engin hætta á öðru en að þú yrðir einn af okkur. Við lögð- um okkur fram við matargerð, skreytingu á borðum og skemmtiat- riði. Kvöldið tókst vel í alla staði og síðan sváfum við í skálanum um nóttina. Oskar, það voru rúmlega ijörutíu unglingar sem vissu ekki hvemig þeir áttu að þakka þér. Við stungum saman ne§um og allir voru sammála um að enginn átti betri vin og félaga en þig. Óskar, þakka þér fyrir. Leiðir okkar hafa legið saman í skátastarfi víða og ekki hefur vant- að iðni þína við starfíð. Margir hlutir bera merki handa þinna. Glansandi fánatoppar á burðar- stöngum skátafélaga, ýmist skraut sem festist í huga og hjarta við athafnir sem ilja, fagurgert merki Gilwellskáta í litlu kirkjunni að Úlf- ljótsvatni en Úlfljótsvatn er tengt þér vegna margra verka þinna þar. Ég sagði að þú hefðir verið góð fyrirmynd. Nú síðast þegar þú slas- aðist í bflslysi. Karlmennska þín og æðruleysi var ótrúlegt og með dugnaði þínum varstu mér aftur áminning og fyrirmynd að æðrast ekki. Mínir erfíðleikar urðu smáir miðað við þína. Þegar svo sólin skein á okkur í Viðey í sumar og þú mættir á hækjunum og fórst um alla eyjuna til að fylgjast með, þá roðnuðu margir yngri yfír ódugnaði sínum miðað við þig. Kæri skátabróðir, ég óska þér til hamingju aftur, við eigum því mið- ur ekki eftir að eiga góða stund saman í Jötni því hann er brunn- inn, en við eigum eftir að vera saman á ótal mótum og ferðum. Lord Baden Powel sagði: „Reyndu að gera eitt góðverk á dag.“ Þú gerðir ótal góðverk á hveijum degi án þess að óska eftir þakklæti. Agúst Þorsteinsson skátahöfðingi. í dag, 2. desember, þegar Óskar Pétursson stendur á áttræðu, leita minningar á hugann. Sú fyrsta frá því um 1950 eða svo: Austurbæjar- skólaportið; skömmu fyrir sumar- daginn fyrsta. Gönguæfíng þar sem Óskar Pétursson var að kenna okk- ur stráklingum og stelpum að ganga sæmilega í takt og verða okkur ekki til skammar í skáta- skrúðgöngunni á sumardaginn fyrsta, sem þá var fastur liður í bæjarlífinu. Þar var hvorki hik né hálfvelgja. Síðan eru allar minning- Ferðaminningar af Vestfjörðum STARFSMANNAFÉLAG Þjóð- viljans hefur í tilefni sjötugs afmælis Guðrúnar Guðvarðar- dóttur starfsmanns Þjóðviljans gefið út bókina „Kögur og Horn og Heljarvík". Undirtitill bókar- innar er „Ferðaminningar af Vestfjörðum". í formála að bókinni segir Kjartan Ólafeson, fyrrum ritstjóri Þjóðvilj- ans m.a. að Guðrún hafi í 16 sumur gengið um byggðir Vestfjarða og að frásagnir þær sem í bókinni eru séu sýnishom af þeim ferðasögum sem Guðrún hefur ritið um flestar eða allar gönguferðir sínar um Vestfirði. „I frásögnum og ferða- sögum Guðrúnar fáum við ekki aðeins að heyra um það sem fyrir- bar í hennar eigin ferðum heldur leiðir hún okkur bæ frá bæ til fund- ar við mannlíf fyrri tíðar, gleði þess og harma. Við leiðsögn Guðrúnar er sem landið sjálft fái mál og líf kvikni um sinn í fomum tóftum. Það er gleðiefni að þessi Vestfjarð- arkona hefur ekki gengið þær grýttu og stundum hálfgleymdu slóðir einungis fyrir sjálfa sig held- ur líka fyrir okkur hin, sem nú ar um Óskar Pétursson tengdar skátastarfí í Reykjavík, Skátaheim- ilinu sem var eiginlega heilt braggahverfí við Snorrabrautina, hvers saga verður vonandi einhvem tíma skráð, skátamótum, hugsjón og markmiði skátahreyfingarinnar. Óskar Pétursson hefur nær alla sína löngu ævi verið tengdur skáta- hreyfíngunni á íslandi. Hann á þar að baki langt dagsverk og dijúgt. Vafalaust á hann eitt og annað óunnið enn. Hann hefur gefíð skáta- hreyfingunni ómælt og sitthvað hefur skátastarfíð áreiðanlega veitt honum til endurgjalds. Öðmm kosti væri starf hans ekki slfld að vöxtum sem raun ber vitni. Persónulega þakka ég Óskari Péturssyni löng og ævinlega ánægjuleg kynni. Fyrir hönd Skáta- sambands Reykjavíkur og fyrir- rennara þess, Skátafélags Reykjavíkur, þakka ég áratuga óeigingjamt starf í þágu skáta í Reykjavík og áma honum og hans nánustu heilla á þessum merkis- degi. Vonandi eigum við eftir að eiga hann að enn um langa hríð. Eiður Guðnason, formaður Skátasambands Reykjavíkur. í dag er elsti starfandi skáti á íslandi 80 ára. Hann hefur verið skáti jrfir 60 ár og telja margir, að Guðrún Guðvarðardóttir. eigum þess kost að njóta leiðsagnar hennar og frásagna hennar á bók“. Aftast í bókinni er niðjatal Þóm Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli. Bókin er 190 blaðsíður og er sett í prentsmiðju Þjóðviljans. hann eigi lengstan starfsaldur skáta í heiminum. Er þá ekki lítið sagt. Það er því margs að minnast frá svo langri starfsævi, því Óskar hef- ur verið virkur í skátastarfínu alla tíð. Ég minnist hans fyrst í Skátafé- laginu Væringjum, sem alllengi hafði aðsetur sitt í Betaníu-kjallar- anum við Laufásveg. Óskar er hár maður vexti og varð okkur yngri skátum starsýnt á foringja fyrstu deildar félagsins, því hann þurfti víða að beygja sig þama inni, þar sem svo lágt var til lofts. Síðan em 50 ár, en í gær vom 50 ár frá því að ég vann mitt skáta- heit og hef ég þekkt Óskar alla tíð síðan. Öll þessi mörgu ár hefur Óskar verið vð skátastörf og alltaf þegar mikið hefur legið við kemur Óskar og leggur síná gjörvu hönd að verki. I gamla daga var hann ávallt fánavörður skáta í Reykjavík og stjómaði fánaborginni við göngur og önnur hátíðleg tækifæri. Mér fannst ég geta um daginn greint hann í fremstu fylkingu skáta á myndinni af útför sjómannanna af „Pourquoi pas?“, sem fómst 1936 og rifjað var upp nýlega. Síðan hefur Óskar verið virkur í skáta- starfí við skátastörf, á foringjanám- skeiðum, við uppbyggingu Ulfljóts- vatns og ótal margt fleira sem <jf langt yrði upp að telja. Ég veit að ég mæli fyrir munn ótal skáta þegar ég óska honum til hamingju með aftnælið, en þó enn frekar, hve vel hann heldur andleg- um kröftum, og þann dug, sem ávallt hefur einkennt hann og öll I hans störf. Til merkis um það má geta þess, að hann hyggur nú næsta sumar á ferð til Englands á Al- þjóðaþing Gildisskáta og iætur ' hann hvergi deigan síga. Við óskum honum góðrar ferðar. Óskar tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Neskirkju eftir kl. 20, í kvöld. Páll Gíslason HPGoodrích Ný sending væntanleg f vikunni. * Bjóðum áfram þessi frábæru kjör, en aðeins meðan birgðir endast. Mest seldu JEPPADEKKIN A: Útborgun 15%. B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum. C: Fyrsta afborgun eftir áramót. LT235/75R15 31xl0.50R15LT 35X12.50R15LT LT255/85R16 32xll.50R15LT 31xl0 50R16,5LT 30x9.50R15LT 33xl2.50Rl5LT 33xl2.50R16,5LT /M4RTst Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.