Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Fimmtudags- leikritið > IDV tíðkast að fólk utan af götunni láti í ljós áljt sitt á dagskrá útvarps og sjónvarps. í fyrradag mætti Kristín Þorsteinsdóttir í þennan þátt og hafði konan sú greinilega skoðun á hlutunum svo ég las pistilinn aldrei þessu vant. Pistill Kristínar bar yfirskriftina: Fimmtudagsleikritin ekki nógu góð eða einsog Kristín sagði síðar í pistlinum: Á fimmtudagskvöldum er ég yfirleitt komin í stellingar með að hlusta á útvarpsleikritið en verð ævinlega fyrir vonbrigðum, ég er alveg hissa á því að þeir skuli ekki hafa betri leikrit í útvarpinu þar sem úr nógu er að velja. Ég er nú ekki alveg sammála Kristínu um að fimmtudagsleikritin séu yfir höfuð leiðinleg, þótt vissulega séu þau afar misjöfn að gæðum, en hvað um það hefir mér virst sem leik- listarstjórar Ríkisútvarpsins reyni að velja þokkaleg verk til flutnings. En vissulega er sú hætta fyrir hendi þar sem einn maður ræður nánast leik- ritavalinu að þar verði sjónarhomið fremur þröngt er fram líða stundir. Æskilegt væri að leikritavalsnefnd skipuð í senn leikstjórum.Ieikurum, rit- höfundum og áhugamönnum um leiklist sæi um val leikrita svo hæfileg breidd næðist í verkefnaskrá útvarps- leikhússins við Skúlagötu. SkrautfjöÖur FimmtudagsleikritiðDauði á jólum eftir Franz Xavier Kroetz er vissulega skrautfjöður í hatt leiklistarstjórans. Menn verða jú að njóta sannmælis hvort sem þeir vinna á ríkisstöðvunum eða á einkastöðvunum. Ábyrgur blaða- maður leitar ætíð sannleikans og horfir fram hjá persónulegum skoðunum, þannig ávinna menn sér máski traust hjá lesendum er fram líða stundir, en nóg um það. í leikriti Kroetz var lýst fullorðnum hjónum er halda uppá jólin einhversstaðar í Munchen. Hann var í áratugi bókari hjá virtu fyrirtæki en nú er svo komið að atvinnuleysisvofan hefir herjað á þau hjónin í tvö löng ár. Við viljum aðeins menn á aldrinum 30-40 ára segir starfsmannastjóri fyr- irtækisins og þar með er karl úr leik. Lýsir þetta ágæta leikrit sem raunar er kynnt í dagskrárkynningu sem leik- þáttur áhrifum atvinnuleysins á þau Gunnu og Jón. Að vonum er Jón ekkert sérlega hress með að standa augliti til auglitis við atvinnuleysisvofuna. Sjálfsvirðing- in rokin útí veður og vind og í sálinni hefi fest rætur sjálfsfyrirlitning, von- leysi, og hatur á yfírvöldunum og peningafurstunum. Óskar Jón þess jafnvel að hverfa austuryfír múrinn ...Þar er ekkert atvinnuleysi. „En hvað um frelsið?" spyr Gunna. „Frelsi okkar er ekkert frelsi—kerfíð ver óhamingju okkar með eldflaugum og peningum." Nú og ekki má gleyma því að Jón tek- ur sig til og labbar inní eina stórversl- unina og rænir rándýrum demöntum er hann færir konu sinni í jólagjöf. Jón hefír sum sé nánast ánetjast hug- myndafræði borgarskæruliða. Slíkt er böl atvinnuleysisins. Frásögnin af þeim Gunnu og Jóni snart mig djúpt. Hér á Vesturlöndum dynja í eyrum daginn út og inn frá- sagnir af endurskipulagningu fyrir- tækja, sameiningu .sundursliti eða gjaldþroti. Sá er hér ritar les að stað- aldri svokölluð viðskiptatímarit svo sem Fortune og Business Week. I þess- um ritum er aldrei rætt við verkamenn á borð við Jón í leikriti Kroetz. Nei stjömur dagsins eru forstjórar sem hafa helst unnið sér til ágætis að hafa keypt, selt eða endurskipulagt fyrir- tæki og svo er venjulega rétt minnst á þær þúsundir starfsmanna er sagt var upp í hita leiksins. Og nú vaknar ein saklaus spuming: Hvemig stendur á því að íslenskir leikritahöfundar flalla ekki um veruleika á borð við þann er Kroetz lýsir. Er ekki Hafskipsmálið lq'örið viðfangsefni? Og að lokum örfá orð um leikstjóm Maríu Kristjánsdóttur. Ég hafði á til- fínningunni að María hefði vart haft nægan tíma til að leikstýra þeim leik- systkinum Róbert Amfínnssyni og Kristbjörgu Kjeld. Þannig greindi ég tvisvar í verkinu óþæglegar þagnir á viðkvæmum stöðum. Maríu fórst snör- un textans vel úr hendi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTYARP / SJÓNVARP Jógi björn, umkringdur helstu vinum og félögum. RÚV Sjónvarp: Þyrpingin ■■■■ í kvöld er á dag- 00 20 skrá sjónvarps " O ~1 myndin „Þyrp- ingin", sem gerð er eftir smásögu hins þekkta vísindaskáldsöguhöfundar Rays Bradbury. Myndin gerist um jólin, þegar mikið er um veislur og hátíðahöld. Joe Spallner er á heimleið eftir vel- heppnað kvöld, sæll og glaður, þegar hann missir stjórn á bíl sínum og kast- ast út úr bílnum á malbikið. Spallner slasast nokkuð Fyrstu jólin hans Jóga ■■■■ A dagskrár -| O00 Stöðvar tvö lö— verður mikið um teiknimyndir og annað skemmtiefni fyrir böm, nú fyrir jól og um hátíðamar, enda jólin gjaman nefnd hátíð barnanna öðrum fremur. í gær byrjaði nýr teikni- myndaþáttur um Jóga bjöm og félaga, en við þá eiga flest böm að kannast. Ljóst er að selja þarf Jellystone-þjóðgarðinn undir hraðbraut, þar sem aðsókn hefur hrapað niður úr öllu valdi. Til þess að auka hana þurfa íbúar hans að halda jólahátíðina með meiri glæsibrag en nokkru sinni fyrr. Það gera þeir af slíkum myndarbrag og háreysti að þeir vekja Jóga björn og vin hans Bóbó af værum blundi, en þeir hafa legið í híði, eins og sönnum björnum sæmir. Jógi hefur aldrei kynnst jólunum áður, en tekur svo sannarlega við sér, því jólin eiga vel við hann. Fer svo að hann bregður sér í gervi jóla- sveinsins og er hann þá svo sannarlega í essinu sínu. og líður töluverðar kvalir, en veitir því eftirtekt að undurskjótt myndast þyrp- ing fólks í kring um hann. Forvitni þyrpingarinnar breytist fljótt ágengni og verður Spallner ekki sama um þá ógn sem honum stendur af henni. Þá koma sjúkraliðar loks á vettvang og hann er fluttur á sjúkra- hús. Nokkrum dögum síðar er Spallner kominn á ról og minningin um slysið óljós. Á nýársdag kemur vinur hans í heimsókn og þeir ræða um slysið. í þeim töluðum orðum verður ung kona fyrir bíl, beint fyrir utan húsið og hyggja þeir að slysinu. Tekur Spallner þá eftir því að sama þyrp- ingin og umkringdi hann hefur þegar myndast um konuna. Furðu lostinn reynir hann að komast til botns í þessu máli. UTVARP i ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Jón Baldvin Halldórsson og Lára Mar- teinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guömund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanakiö. „Brúöan hans Borgþórs", saga fyrir börn á öllum aldri. Jónas Jónasson les sögu sína (12). Jólastúlkan, sem flettir al- manakinu, er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Ég man þá tíö. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guömundsdóttir. 14.00 Miödegissagan: 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Eric Clapton. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Siðdegistónleikar. a. Fyrsti þáttur úr Píanókvartett op. 5 eftir Christian Sinding. Eva Knardahl og Arne Monn-lversen-kvartettinn leika. b. Norsk rapsódía nr. 1 eftir Johan Halvorsen. Hljóm- sveit Harmonien-tónlistarfé- lagsins i Björgvin leikur; Karsten Andersen stjórnar. c. Bodil Göbel og Ole Hede- gárd syngja lög eftir Peter Heise. Friedrich Gurtler og Kaja Bundgárd leika meö á pianó. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.40 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir. 20.00 Tætlur. Umræöuþáttur um málefni unglinga. Stjórn- endur: Sigrún Proppé og Ásgeir Helgason. 20.40 íþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. 21.00 Perlur. Dusty Spring- field og Tom Jones. 21.30 Útvarpssagan: „Jólafrí í New York" eftir Stefán Júlí- usson. Höfundur les (10). SJÓNVARP TT ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle.) Níundi þáttur. Teiknimyndaflokkur geröur éftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 18.20 Fjölskyldan á Fiörildaey (Butterfly Island.) Þriöji þátt- ur. Ástralskur myndaflokkur í átta þáttum fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suö- urhafseyju. Þýöandi Gunnar Þorsteinsson. 18.46 Skjáauglýsingarogdag- skrá 18.60 fslenskt mál Áttundi þáttur. Fræðsluþættir um mynd- hverf orötök. Umsjónarmaö- ur Helgi J. Halldórsson. 18.56 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir táninga á öllum aldri. Þorsteinn Bachmann kynnir músik- myndbönd. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Sómafólk (George and Mildred.) 6. George bregöur undir sig betri fætinum. Breskur myndaflokkur. Þýö- andi Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaöur Siguröur H. Richter. 21.15 Fjárlögin Umræöuþáttur í umsjón Ól- afs Sigurössonar. 22.15 Heimurinn fyrir hálfri öld 5. Heimsveldi og ný sjónar- miö (Die Welt der 30er Jahre) Þýskur heimildarmynda- flokkur I sex þáttum um þaö sem helst bar til tíöinda á árunum 1929 til 1940 í ýmsum löndum. ( fimmta þætti er einkum fjallað um ástand og stjórn- mál í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Þýöandi Veturliöi Guöna- son. 23.10 Þyrpingin (The Crowd) Kanadisk sjónvarpsmynd gerö eftir einni af smásög- um Rays Bradbury um dularfulla atburöi. Þýðandi Sigurgeir Stein- grímsson. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. STÖDTVÖ ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 17.00 Myndrokk. Nýbylgju- rokk. Stjórnandi er Timmy. 18.00 Teiknimynd. Fyrstu jólin hans Jóga. 18.30 Morögáta (Murder She Wrote). Bandarískur saka- málaþáttur. 19.30 Fréttir. 19.66 ( návígi. Fréttaskýringa- þáttur í umsjón Páls Magnússonar. 20.16 Klassapíur (Golden Girls). Þættirnir fjalla um fjórar eldri konur sem ætla að eyöa hinum gullnu árum ævi sinnar í sólinni í Florida. 20.40 Á því Herrans ári (Anno Domini). 2. hluti. Banda- rískur framhaldsmynda- flokkur meö Anthony Andres, Ava Gardner, James Mason, Jennifer O'Neil, Richard Roundtree o.fl. í aöalhlutverkum. Þátt- urinn fjallar um atburði í Gyöingalandi eftir kross- festingu Krists. Leikstjóri er Stuart Cooper. 22.10 Þrumufuglinn (Airwolf). Bandariskur framhaldsþátt- ur meö Jan Michael Vin- cent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aöalhlutverkum. 23.00 Frægö og fegurö (Rich and Famous). Bandarísk kvikmynd frá 1981 meö Candice Bergen og Jacque- line Bisset í aöalhlutverkum. Liz og Merry eru æskuvin- konur. Liz vinnur bók- menntaverðlaun á unga áldri. Þegar Merry getur gert sér vonir um sömu verölaun eftir margar bækur (og misjafnar) fer aö slást upp á vinskapinn, þvi Liz er meöal dómnefndar- manna. (Endursýning.) 00.40 Dagskrárlok. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Bréf frá Ástralíu. Dóra Stefánsdóttir segir frá. Fyrri þáttur. 23.00 íslensk tónlist. a. Lítil svíta fyrir strengja- sveit eftir Árna Björnsson. Sinfóníuhljómsveit (slands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. b. Sextett eftir Fjölni Stef- ánsson. Martial Nardeau, Kjartan Óskarsson, Lilja Valdemarsdóttir, Björn Th. Árnason, Þórhallur Birgis- son og Arnþór Jónsson leika. c. „Fjórir söngvar'' eftir Pál P. Pálsson viö Ijóö eftir Nínu Björk Árnadóttur. Elísabet Erlingsdóttir, Gunnar Egil- son, Pétur Þorvaldsson, Jónas Ingimundarson og Reynir Sigurðsson flytja undir stjórn höfundar. d. Fiðlusónata eftir Jón Nordal. Guöný Guömunds- dóttir og Halldór Haralds- son leika. e. „Fimm stykki" fyrir píanó eftir Hafliða Hallgrimsson. Halldór Haraldsson leikur. f. „Sex vikivakar" eftir Karl 0. Runólfsson. Sinfóníu- hlómsveit (slands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRiÐJUDAGUR 16. desember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríöar Haralds- dóttur aö loknum fréttum kl. 10, Matarhorniö og get- raun. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garö- arsson. 989 BYL GJAN ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 07.00—09.00 Á fætur méð Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla viö fólk og segja frá. Flóamarkaöurinn er á dag- 15.00 í gegnum tíöina. Þáttur um íslensk dægurlög í um- sjá Vignis Sveinssonar. 16.00 í hringnum. Gunnlaugur Helgason kynnir lög frá átt- unda og níunda áratugnum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1. 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Trönur. Umsjón. Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallaö um menningarlíf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveitum. skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppiö og spjall ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síödegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur viö sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Þorsteinn J. Vil hjálmsson kynnir 10 vinsæl- ustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sníöur dagskrána viö hæfi ungl- inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góöu lagi. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi leg tónlist og fréttatengt efni í umsjá fréttamanna Bylgj unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp lýsingar um veöur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.