Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 62 Hugleiðingar eftir Guðjón R. Sigurðsson Fyrir mörgum árum var hinn frægi sálfræðingur Emerson í Bandaríkjunum spurður: Hvað er fullkomnum lífsins? Og svar hans var: Að hlægja. Að koma sér vel við böm. Að finna það besta í öðrum. Að láta sér ekki bregða þótt fái misjafna dóma frá fölskum vinum. Að gera heiminn svolítið betri frá því er við fyrst kynntumst honum. Að eiga lítinn garð, lagfæra góð- an félagsskap og hjálpa bömum að vaxa upp í heilbrigði og vita að menn geta gert gott. Það er ham- ingja. Við getum ekki bara lifað inní okkur sjálfum, við verðum að hafa samfélag. Og að geta sameinast lífinu og fínna dásemdir þess og taka sér til fyrirmyndar blómin í dalnum eða fuglinn sem syngur um ást á lífínu, að fínna Guð sem birt- ist í lífínu allt í kringum okkur. Tökum þá fyrst blómið sem með ilmi sínum dregur okkur nær sér og fegurð þess er handarverk þess almáttuga kraftar sem allt líf er þrungið af. Það er sælt að geta Guðjón R. Sigurðsson „Við getum ekki bara lifað inní okkur sjálf- um, við verðum að hafa samfélag.“ sameinast fegurð náttúrunnar. Við skulum ganga upp í fjallið, það er lífgandi að komast hærra og hærra og horfa yfír landið fríða. Eða setj- ast á stein sem veður og jöklar hafa fágað í margar alda raðir. Ef steinninn gæti talað þá gæti hann sagt okkur fróðlega sögu. Eða að hlusta á læk sem glaðlega hjalar og segir: Ég er partur af lífínu, hlustaðu á mig, ég er glaður að fá að renna niður hlíðina og hjala um Guð sem skóp landið okkar á þessari jarðskorpu, móður lífsins, jörðina. Við skulum fylla hugann með hugsunum sem leiða okkur nær Guði, föður okkar allra, sem sendi okkur á jörðina til að við skyldum þroska og fullkomna sálina, hinn ódauðlegi anda sem lifír í líkaman- um eins og blómið sem vex í moldinni öllum til gleði. Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA ■W—L SfMaouigiyDr Vesturgötu 16, sími 14680. First Alert 1.295kr. First Alert reyk- og eldskynjarinn eröryggi sem ekkert heimili getur veriö án. Hann kostar aðeins 1.295,- krónur og rafhlaöan fylgir. Öruggt heimili-þitt er valiö. B.B. BYGGINGAVÖKUR HE Suðurlandsbraut 4 - Nethyl 2, Ártúnsholti H0UJW00D Vantar þig veislusal fyrir árshátíðina, cocteilboðið, þorrablótið, fundina og/eða afmælið. Höfum til leigu einn best búna sal landsins. Útvegum veislu- mat við ölltæki- færi á frábæru verði. Upplýsingar í Hollywood, Ármúla 5, sími 641441. Ó, ef við gætum verið eins sak- laus og blómið eða eins og lambið. Við þörfnumst andlegrar fæðu, og að fá betri skilning á kenningum Jesú Krists, það er ekki nóg að þykjast kristinn og að heyra vissri kirlq'u eða trúarkenningum til. Við flest hljótum að muna að allt það er Kristur kenndi var sannleikur. Hann sagði ekki nema sannieikann, og það sem hann spáði kom fram því hann opinberaði lögmál Guðs. Hann sgði að annar yrði sendur af Guði til jarðar og hann er hér á jörðu, það er ekki leyndarmál, þótt að fólk virðist vera seint til að skýra frá hans lífí hér á jörðinni. Við skulum gleðjast af og kynna okkur líf þessa holdi klædda Guðs anda. Hann er fæddur á Indlandi 22. nóvember 1926. Strax bam gerði hann allskonar kraftaverk og eru nú til margar ágætar bækur um hann, sem heitir SATHYA SAT BABA. Það var tilviljun að ég kynntist Grétari Fells fyrir allmörgum árum og það var hann sem hjálpaði mér að beina huga mínum í áttina til Guðs, eða til heilagleikans sem mörgum er algerlega hulinn. Fyrst er að opna dyr hjartans. En aðeins láta þar inn það sem er heilbrígt og göfgandi. Og að velja sér vini sem hjálpa manni og hvetja að kom- ast á hærra svið í hugsun. Svo var það í bóksölu Guðspeki- félagsins að ég fann fyrstu bókina er ég las eftir ágætan, amerískan rithöfund. Hann skrifar þar lýsingu sjálfs sín og um sín kynni er hann mætti og kynntist SAI BABA sem nú ý. aðdáendur um allan heim. Ég skrifaði til „Sathya Sai Baba Society P.O. Box 278, Tustin Cali- fomia 92681, USA,“ og fékk elskulegt svarbréf þar sem þeir gjöddust yfír að fyrsti íslendingur- inn sem hefði samband við þá væri ég. Og glöddust þeir yfír að geta sent mér bókalista yfir 100 bækur, skrifaðar af frægum rithöfundum. Ég gladdist mjög að fá að kynn- ast SAI BABA og mun gera meira að því framvegis. Hann hefur þegar komið afar miklu góðu til leiðar og lofar að geta haft áhrif á hugsunar- háttinn á jörðu og að kjamorku- heimskan hverfí áður en langt um líður. Ég varð hissa er ég fræddi vini, sem ég hélt að væm, um að nú hefði spádómur um seinni komu Krists ræst, hann væri hér á jörðu starfandi. Þetta félk sagði að þetta hlyti að vera lygi. En það em fleiri en Tómas sem ekki trúa. Guð gefí öllum Islendingum gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Höfundur er ellilífeyrisþegi, bú- settur á Fagurhólsmýri í Oræfum. Félag ungra lækna: Mótmælir sölu á Borgar- spítalanum MORGUNBLAÐINU hefur bo- rist eftirfarandi ályktun: „Stjóm Félags ungra lækna mótmælir harðlega fyrirhugaðri sölu á Borgarspítalanum til ríkis- ins. Þar með yrðu stærstu sjúkra- hús landsins undir sameiginlegri stjóm sem við teljum mjög óæski- legt frá faglegu sjónarmiði. Valmöguleikar i meðferð sjúkl- inga svo og heilbrigð samkeppni spítala er nauðsynleg. Ekki hefur verið sýnt fram á að neinn sparnaður verði með sameiginlegri stjórn spítalanna. Ekkert bendir til að fjármunir sem fást fyrir sölu spítalans verði látn- ir renna til heilbrigðismála. Því er hætt við að heildarútgjöld til heilbrigðismála minnki, til skaða fyrir almenning. Við áteljum einnig þau vinnu- brögð að ekkert samráð hefur verið haft við starfsfólk spítalans um þessi mál.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.