Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Ferðamál - umhverfismál OVEÐRIÐ UM HELGINA Vindhraðamet á ísafirði: Stakk mér undir borðið og beið þess sem verða vildi - segir Grímur Jónsson flugnmferðarstjórí ísafirði. „ÉG VAR búinn að sjá vindhraðamælinn slá nokkrum sinnum upp í 110 hnúta á meðan ég var að taka niður tæki í flugturninum sem ég vildi forða undan hugsanlegu tjóni. En þegar mælirinn var kom- inn í botn á 120 hnútum, sjórokið með klakahröngli og gijótkasti buldi á rúðunum sem svignuðu ógurlega, þá stakk ég mér undir borðið og beið þess sem verða vildi“, sagði Grímur Jónsson flugum- ferðarstjóri á ísafirði, en fárviðri geysaði í innanverðum Skutulsfirði aðfararnótt mánudags. Erlendum ferðamönnum, sem koma til landsins, fj'ölgar jafnt og þétt. Þeir vóru um 72 þúsund talsins 1981. Verða um 110 þúsund í ár, samkvæmt spám. Áhugi Islendinga á því að njóta þess, sem íslenzk náttúra hefur upp á að bjóða og erlendir ferðamenn sækjast helzt eftir, fer og vaxandi. Stóraukin ásókn erlendra og innlendra ferðamanna á hálendi landsins kallar hinsvegar á nauð- synlegt eftirlit til þess að vemda viðkvæman gróður og fjölmörg náttúruundur, sem forsjónin hef- ur falið okkur til varðveizlu. Stundum þarf og að vemda og aðstoða ferðafólkið sjálft, því skjótt skipast veður í lofti, og víða þarf að umgangast landið okkar með varúð. Kannski er ein- faldasta og ömggasta leiðin til þess að vemda hálendið sú að gera ekki neitt, þ.e. að láta vera að byggja brýr yfír ár og stór- fljót. Með þvi móti sér landið sjálft um að takmarka fjölda ferðamanna á þessar slóðir við þá, sem era tilbúnir til að leggja á sig nokkurt erfíði til að komast á áfangastað. Álag á ýmsa fjölsóttustu ferða- mannastaði í alfaraleið er orðið það mikið að líkt er við örtröð. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að loka þurfí Dimmuborg- um og setja ferðamannaítölu á Þórsmörk og fleiri eftirsótt svæði, m.a. til að forða frekari gróður- eyðingu. Stjóm Landvemdar telur áríð- andi að bregðast skjótt við með úrbætur á fjölsóttum ferða- mannastöðum „m.a. með gerð göngustíga, bættri hreinlætisað- stöðu, auknu eftirliti, gerð tjald- svæða, aukinni fræðslu um umhverfísmál og endurbótum á ijallvegum, til að koma í veg fyr- ir landspjöll“. Hér era sett fram sjónarmið, sem gefa verður gaum að. Ferðaútvegur er hinsvegar gildur þáttur í atvinnu- og efna- hagslífí okkar. Ef allir þættir hans era skoðaðir sem heild telj- ast milli 3.500 og 4.000 ársverk í atvinnugreininni. Gjaldeyris- tekjur af erlendum ferðamönnum 1985 vóra rúmir þrír milljarðar króna, sem svarar 12,8% af heild- arútflutningi sjávarvöra. Ef bætt er við tekjum af flugi með far- þega milli erlendra flughafna vóra gjaldeyristekjur af ferðaút- vegi 1985 milli 6 og 7 milljarðar króna, eða 28% af samsvarandi tekjum sjávarvöraútflutnings, 13,8% af útflutningi vöra og þjón- ustu í heild o g um 6% sem hlutfall af landsframleiðslu. Þrjár þingsályktunartillögur, sem snerta framangreind mál, liggja nú fyrir Alþingi: * I fyrsta lagi tillaga sjö þing- manna Sjálfstæðisflokks um stefnumótun í umhverfísmálum. Tillagan ijallar m.a. um mikil- vægi umhverfísmála fyrir lífsskil- yrði í landinu og nauðsyn þess að koma í veg fyrir mengun lofts, lands og sjávar — og hvers konar umhverfísspjöll. í greinargerð með þeirri tillögu kemur fram það mat vísindamanna, að þjóðin búi nú við minna en 20% af þeim landgæðum, sem fólust í gróðri ogjarðvegi við landnám. * í annan stað tillaga þingmanna Samtaka um kvennalista, sem felur m.a. í sér að samgönguráð- herra láti kanna, hvað aðstöðu vantar í tengslum við ferða- mannaþjónustu víðs vegar um landið. * Og loks tillaga Davíðs Aðal- steinssonar (F.-Vl.) um skipulega auglýsingaherferð til að kynna erlendis bæði útflutningsvöra og ferðamöguleika hér, til að_ nýta betur þá heimsathygli sem ísland vakti er leiðtogafundur stórveld- anna var haldinn í Reykjavík. Það er margs að gæta í jafn fjölþættu máli og hér á í hlut. í fyrsta lagi gegnir ferðaútvegur þegar stóra hlutverki í atvinnu- og afkomu þúsunda landsmanna sem og í þjóðarbúskapnum í heild. I annan stað vegur ferða- frelsi þungt í hugum landsmanna, ekki sízt þegar sá hluti landsins á í hlut, sem telst þjóðareign. í þriðja lagi hafa þéttbýlisbúar vaxandi þörf fyrir umgengni og „nábýli“ við náttúra landsins, gróðurfar, dýralíf og undur um- hverfís okkar. Á hinn bóginn höfum við, bæði sem heild og einstaklingar, skyld- um að gegna varðandi vemdun náttúragæða, þjóðgarða, staða sem teljast náttúraundur og síðast en ekki sízt vemdun við- kvæms hálendisgróðus, sem á í vök að veijast. Sú kynning, sem ísland fékk á alþjóðavettvangi í tengslum við leiðtogafundinn og að honum loknum er svo mikil, að tæpast er meiri áróðurs þörf að sinni. Það er jafnvel hægt að hugsa sér að spara það fé, sem ella hefði farið til landkynningar á næsta ári! Þessi kynning er svo víðtæk, að við gætum staðið frammi fyr- ir því, að fjöldi ferðamanna yrði svo mikill, að við gætum einfald- lega ekki ráðið við hann. Við verðum að gæta þess, að stefna ekki ferðamönnum hingað í svo ríkum mæli, að við veitum þeim ekki viðunandi þjónustu og að landið sjálft þoli ekki þann fjölda. Við höfum hingað til ekki staðið frammi fyrir slíkum vanda, en að því kann að koma fyrr en varir. Grímur mætti á vakt í tuminn kl. 7 um morguninn, en það tók hann um stundarfjórðung að kom- ast 10 metra leið úr bílnum og inn í flugstöðvarbygginguna vegna roksins. í flugtuminum eru tveir vindhraðamælar, annar með sírita, sem ritar bæði stefnu og hraða vindsins. Hann mælir mest 90 hnúta og hafði nálin á honum lam- ist föst í botni en síritinn mældi samt áfram. Samkvæmt honum var veðurhæðin hæst á milli kl. 7 og 8 um morguninn en upp úr því fór að hægja og á hálftíma breyttist veðrið úr stormi í logn. Samkvæmt almanaki Háskólans mældist mesti vindhraði á Islandi við Þyril í Hvalfírði 16. febrúar 1981, 222 kílómetrar á klukkustund en eftir því sem næst verður kom- ist eru 120 hnútar um 228 km/klst., svo fljótt á litið virðist þetta mesti OFSAVEÐUR gekk yfir Grindavík á sunnudagskvöldið en olli óverulegu tjóni. Lögregl- an og Björgunarsveitin Þorbjörn voru á þönum allt kvöldið og fram á nótt til að koma í veg fyrir, eins og hægt var, að jám- plötur fykju af húsþökum. Gamla Flaggstangarhúsið var bundið niður áður en járnið fauk utan af þvi. Rafmagnslaust varð i rúmar tvær klukkustundir í bæn- um og olli vandræðum á sima- kerfi lögregiunnar. Kópurinn GK kom svo í höfn upp úr mið- nættinu í mesta hamaganginum, öUum á óvörum, þrátt fyrir rokið vindstyrkur sem mælst hefur á landinu. Skömmu fyrir miðnætti fuku fjórar vængjahurðir af flugskýlinu á vellinum. Ein hurðin lagðist inn á gólfíð, án þess þó að skemma þær tvær flugvélar sem í skýlinu voru og er með ólíkindum hvemig það gat gerst. Önnur liggur brotin hlé- megin við flugskýlið. Homið á þeirri þriðju sást standa upp úr sjónum í 100-200 metra fjarlægð, en sú fjórða er ennþá ófundin. Um svipað leyti fauk lítil sendibifreið sem stóð á bílastæði við flugstöðina á hliðina og rann um 10 metra. Tókst að koma henni á hjólin og draga í skjól við flugstöðina en í nótt fór hún aftur af stað, rann eftir bfla- stæði upp á snjóruðning og hafnaði að hluta úti í tjöm vestanvert við bygginguna. I fjórum gluggum á flugstöðinni og brím í innsigliiigunni. Lögreglunni barst aðvörun frá Almannavömum ríkisins, fyrir milligöngu Jóns Eysteinssonar bæj- arfógeta, um klukkan 17 að mjög djúp lægð væri á hraðri leið að landinu og færi mesti veðurhamur- inn yfír Grindavík. Sigurður Ágústsson yfírvarðstjóri lögregl- unnar bað björgunarsveitina Þor- bjöm að vera í viðbragðsstöðu og hringdi í forráðamenn allra fyrir- tækjanna og bað þá að huga að öllu lauslegu í kring um vinnu- staði. Um kvöldmatarleytið var orðið all hvasst og mátti sjá hvar menn komu lausum körum og brett- brotnuðu ytri rúður en hvergi fór innri rúða svo ekkert tjón yarð inn- an dyra á flugvellinum. I bfl sem stóð áveðurs brotnuðu þær rúður sem á móti vindi snéru og var bfllinn hálf fullur af möl og klakahröngli þegar að var komið. Að sögn Hrafns Guðmundssonar lögregluvarðstjóra virðist hvergi hafa verið stórviðri á ísafírði nema á flugvellinum og í Holtahverfi, en þar fauk þakjám af húsi og einhver klæðning utan af öðru. Rafmagn fór tvisvar af bænum, fyrst upp úr miðnætti og síðan um níu en þar var um að ræða truflun á byggðalínu en staurar brotnuðu á milli Borgarfjarðar og Hrútafjarð- ar. Einhver takmörkun gæti orðið á rafmagnsdreifíngu næstu tvo dagana en ekki ætti þó að koma til vandræða, að sögn Jakobs Ólafs- sonar deildarstjora hjá Orkubúi Vestfjarða. Skip á Vestfjarðarmiðum leituðu öll vars í nótt, mörg vora undir Grænuhlíð og innar í ísafjarðar- djúpi og á Dýrafirði en Vestfjarða- skipin leituðu flest til hafnar. Ekki er vitað um nein óhöpp hjá þeim. Úlfar. um í hús og bundu niður ýmislegt lauslegt sem kynni að fjúka. Um klukkan 20.30 byijaði síðan síminn á lögreglustöðinni að hringja lát- laust þar sem fólk bað um aðstoð við að hemja lausa hluti hjá fólki sem ekki var heima. Meðal annars fór tjaldvagn af stað og skemmdist og annars staðar fauk raslakassi utan í bfl. Klukkan 21 var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af raðhúsalengju í smíðum við Hóla- velli og var björgunarsveitin þá kölluð út. Tókst að negla niður plöt- ur sem vora að losna áður en fleiri fuku um næriiggjandi íbúðarhverfí. Þá var talsvert um að jám væri að Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Kaðlar settir á gamla Flaggstangarhúsið sem var að byija að fjúka og settir fastir i bílhræ sem ýtt var að húsinu. Grindavík: Ofsaveður gekk yfir en olli óverulegu tjóni Vandræði í símakerfi lögreglunnar vegna rafmagnsleysis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.