Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 60

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Leikfélag Vestmannaeyja: Frumsýrar barna- leikrit um sjóræningja Vestmannaeyjum. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýndi síðastliðinn sunnudag barnaleikritið Sjóræningjaskút- an Skarfurinn eftir danska höfundinn Henning Nielsen. Þetta er ærslafenginn gaman- leikur með söng og músik og var þetta frumflutningur verksins hér á landi. Þýðandi verksins er Eiríkur Guðnason, skólastjóri Barnaskólans í Eyjum, og hefur honum famast það verk sérlega vel úr hendi. Ævintýrið er látið gerast í Suður- höfum þar sem sjóræningjaskútan Skarfurinn siglir um. Um borð ræð- ur ríkjum Skellur skipstjóri og ráðrík kona hans, Finnfríður sjó- ræningjadrottning. Skipshöfnin öll er hin vafasamasta og sjórænin- gjamir ekki allir það sem þeir sýnast þrátt fyrir mergjaðar lýsing- ar á eigin ágæti og hetjuskap. Haldið er í fjársjóðsleit til eyðieyju þar sem engan Qársjóð er að fínna annan en rommtunnu og fagra yng- ismey sem síðar breytir gangi sögunnar um borð í Skarfínun. Öll fer sýningin fram á léttum nótum og er framsetning ágæt. Leikstjóri sýningarinnar er Sig- urgeir Scheving, en svo vill til að hann heldur einmitt í ár upp á 10 ára leikstjóraferil sinn og þetta er hans 10 verkefni hjá LV. Sigurgeir hefur sett upp Qölmörg og ólík leik- verk fyrir LV og ýmis önnur áhugaleikfélög á fastalandinum. Hann leikstýrði sínu fyrsta verkefni vorið 1976 er hann setti upp Klerka í klípu hjá LV. Tónlist í verkinu er eftir Annelise Steinmetz og Guð- mund Rúnar Lúðvíksson. Skemmti- lega leikmynd gerði Jóhann Jónsson og lýsingu annast Lárus Bjömsson og Egill Ámason. Alls koma 25 manns á einn eða annan hátt við sögu í þessari upp- færsiu LV en hlutverk em 12. Leikendur eru Jóhannes Ágúst Stefánsson, Jónína Halla Björgvins- dóttir, Ólafur Viðar Birgisson, Signý Jóhannsdóttir, Þráinn Óskarsson, Unnur Guðgeirsdóttir, Logi J. Kristjánsson, Kristinn B. Valgeirsson, Elísa Elíasdóttir, Ragnar Hólm Gíslason, Runólfur Gíslason og Hrund Sigurðardóttir, 8 ára senuþjófur, sem leikur apann Sprangólín á sérlega eftirmynnileg- an hátt. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson og Sverrir Arason sjá um hljóðfæraleik. Framsýningargestir skemmtu sér vel á sýningunni og í leikslok hlutu leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur sýningarinnar lang- varandi Iófaklapp og blómavendi að launum fyrir skemmtunina. Sjó- ræningjaskútan Skarfurinn er ljómandi góð ijölskylduskemmtun og góð upplyfting í skammdeginu að sigla með Skell skipstjóra og liði hans um Suðurhöfín, kynnast lífínu um borð og öllum þeim skemmti- legu persónum sem þar er að fínna. Enn hefur Leikfélag Vestmanna- eyja hitt í mark. — hkj. Ur snöru fuglarans „Að stúdentsprófi loknu var mér svipað innanbijósts og fugli hlýtur að vera þegar honum er sleppt útúr búri eftir langa innilokun," segir Jakob Jóhannesson í upphafi þessarar bókar, sem er fimmta og síðasta bindið í uppvaxtarsögu hans. Hvert liggja vegir frelsisins: Á Jakob að láta undan hömlulausri löngun til jarðneskrar ástar eða reyna umfram allt að feta stíg trúarinnar? Vandi Jakobs verður mjög áþreifanlegur á kristilegu stúdentamóti í Danmörku: Hann verður yfir sig ástfanginn af finnskri stúlku, Carmelitu. í bókinni lýsir Sigurður A. Magnússon þessu sérstæða ástarsambandi, með tilheyrandi ferðum hans til Finnlands og hennar til íslands, með sterkum og einlægum hætti. Sambandið við stúlkuna er rauður þráður bókarinnar, en meðan stormar geisa í sál Jakobs gerast örlagaatburðir í lífi þjóðar sem knýja hann til að endurmeta stöðu sína. Líkt og í fyrri bindum þessa vinsæla bókaflokks, Undirkalstjömu, Möskvum morgundagsins, Jakobsglímunni ogSkilningstrénu, fléttar höfundur saman þroskalýsingu ungs manns og myndum úr sögu þjóðar, svo úr verður sp»ennandi heild. Bókin er 296 blaðsíður. Verð: 1690.-. Má! og menning SMESLÉBMBMéM, //////;;;;/;///;;?/777/7/;//;///////////;/&77V7Z7//77/77777. SKIPSTJÓRADEILD K INNTÖKUSKILYRÐI Siglingatími, grunnskólapróf, 9. stig í sundi, heilbrigMsvottoró og augnvottorö frá augnlekni. TQlaffa brcyttu akipulagi ikipcQ'ómamiixis, aem aett var fram ( frumvarpadrttgiun haustið 1985, en Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra skipaði I janúar 1985 nefnd tfl að endurakoða lög um RkipstjórrmmAm og fella i ein lttg, Ittggjttf um stýrimannaakólana i Reylqavflc og Vestmannaeyjum. Leiðrétting- í GREIN minni um sjávarútvegs- skóla, sem birtist í Morgunblað- inu sl. laugardag 13. desember, var ég svo óheppinn að afhenda ranga mynd til birtingar með til- Iögum að breyttu skipulagi skipstjórnarnáms, sem sett var fram í frumvarpsdrögum haustið 1985. Mynd þessi var meðal fyrstu til- lagna við vinnu að framvarpsdrög- um en endanleg tillaga birtist hér með og er þar m.a. að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að nemendur sem velja fískimannabraut geti einnig sest í efsta og 4. stig Stýrimanna- skólans, þar sem stór hluti námsins yrði um sljómun, rekstur skipa og fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá varð einnig lítilsháttar prent- villa þar sem stóð í síðasta dálki: „Það verður því ótímabært að halda áfram endurskoðun laga o.s.frv.“, en á auðvitað að standa eins og textinn á undan gefur til kynna: „Það verður því að halda áfram endurskoðun laga um Fisk- vinnsluskólann og leggja fram tilbúið frumvarp um skipstjórn- arfræðsluna og stýrimannaskól- ana.“ Ég bið hlutaðeigandi afsökunar á myndabrenglinu og prentvillu en þakka Morgunblaðinu að öðra leyti góð skil og uppsetningu á greininni. Guðjón Ármann Eyjólfsson Kjörinn prestur 1 Vík í Mýrdal SR. HARALDUR M. Kristjánsson var einn umsækjandi um Víkur- prestakall í Skaftafellsprófasts- dæmi, en þar fór fram prestskosning nýlega. Hlaut sr. Haraldur öU greidd atkvæði nema tvö, en 481 manns var á kjörskrá, 233 greiddu atkvæði og hlaut umsækjandinn 231 at- kvæði. Sr. Haraldur hefur verið aðstoð- arprestur í Garða- og Víðistaða- prestaköllum síðan hann lauk Sr. Lárus þjónar á Seyðisfirði SÓKNARPRESTURINN á Seyð- isfirði sr. Magnús Björn Björns- son er í ársleyfi vegna náms erlendis og hefur sr. Lárus Halldórsson tekið að sér prests- þjónustu þar til næsta vors. Sr. Lárus hefur nýverið látið af störfum sem sóknarprestur Breið- holtsprestakalls f Reykjavík. guðfræðinámi í byijun árs 1985. Sr. Gísli Jónsson sem skipaður hef- ur verið prestur í Breiðholtspresta- kalli í Reykjavík hefur þjónað Víkurprestakalli undanfarin ár. Prestsbakka- prestakaH laust SR. YNGVI Þórir Árnason sem þjónað hefur Prestsbakkapresta- kalli í Húnavatnsprófastsdæmi í 42 ár hefur fengið lausn frá embætti vegn aldurs. Hefur prestakallið því verið aug- lýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 10. janúar 1987. Farprestar þjóna á Eskifirði og Patreksfirði SR. KRISTJÁN Þorvarðarson farprestur þjónar nú Eskifjarð- arprestakalli í námsleyfi sr. Davíðs Baldurssonar og sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson far- prestur þjónar Patreksfirði frá 15. des. í leyfi sr. Þórarins Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.