Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 63
MORGÚNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 16. DESÉMBÉR 1986
63
■ ■
verðmæti
Höfundur er fjölhæft skáld enda þótt Ijóö hans
séu aldrei hávær. Hann fjallar í Eilífu andar-
taki á táknrænan hátt um skynjanleg tengsl
milli líðandi stundar og eilífðar og dregur list-
rænar ályktanir af þeim hugstæða saman-
burði. Eilíft andartak hefur og að geyma þýdd
kvæði eftirfræg norræn skáld.
Félag áhugafólks um
verkalýðssögu stofnað
STOFNFUNDUR Félags áhuga-
fólks um verkalýðssögu var
haldinn 14. nóvember sl. Þennan
dag fyrir réttum 92 árum var
sjómannafélagið Báran stofnað.
A stofnfundinn mættu liðlega 50
manns.
Helgi Guðmundsson, formaður
stjómar Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu, rakti fyrir hönd
undirbúningsnefndar aðdraganda
að stofnun félagsins. Kom m.a.
fram í ræðu hans að kveikjan að
starfi undirbúningsnefndarinnar
var Norræn ráðstefna um rann-
sóknir á verkalýðssögu sem MFA
og Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands stóðu að í Odda í júní sl.
Því næst hélt Þorleifur Friðriks-
son sagnfræðingur erindi um störf
sambærilegra áhugafélaga á Norð-
urlöndum og skjala- og bókasöfn í
tengslum við verkalýðshreyfmgam-
ar.
{ fyrstu stjóm félagsins vom
kjörin Magnús Guðmundsson for-
maður, Helgi Guðmundsson, Helgi
Skúli Kjartansson, Kristín Astgeirs-
dóttir, Margrét Guðmundsdóttir,
Stefán Ögmundsson og Þorleifur
Friðriksson. í varastjóm vom kosin
Guðríður Elíasdóttir, Jón Agnar
Eggertsson, Kristjana Kristinsdótt-
ir og Magnús S. Magnússon.
Að lokum hélt Jón Gunnar Grét-
arsson sagnfræðingur erindi um
Síberíuvinnuna en svo nefndist at-
vinnubótavinna Reykvíkinga í
Flóanum á 4. áratug þessarar aldar.
Samþykkt var að þeir sem gerast
félagar fyrir 1. febrúar nk. teljist
stofnfélagar. Hægt er að láta skrá
sig hjá einhveijum stjómarmanna
eða Menningar- og fræðslusam-
bandi alþýðu.
Reikistjörnur við
Vegu (Suðurstjörnu)
Borðnautar er Ijóðabók eftirsr. Bolla Gústavs-
son í Laufási, myndskreytt af Hring Jóhann-
essyni, listmálara. Kvæðin í bókinni skiptast i
fimm meginkafla, og merkist efni þeirra nokk-
uð af fyrirsögnunum: Almanaksljóð, Veður
hörð, Mannamyndir, Fljótið, Helgimyndir.
eftir Þorstein
Guðjónsson
Góður kunningi minn, ungur
maður í ætt við mig, spurði mig
varfærnislega, hver væri skoðun
mín á uppmna sólhverfisins. „Sama
skoðun og flestir stjörnufræðing-
ar,“ svaraði ég, „að efnisský
umhverfis sólina hafi bæði tekið að
þéttast og snúast, unz þeir kekkir
urðu til, sem síðan urðu að reiki-
stjömum." Eg fann, að frænda
mínum létti. Hann hefur líklega
óttazt, að ég væri með „sérskoðan-
ir“ á flestum hlutum, sérstaklega á
þessum sviðum. Og þar sem honum
er vel við mig, hefur hann viljað
verja mínar skoðanir, en fundizt
erfitt að þurfa að veija það, sem
væri í mótsögn við viðurkennd
vísindi.
En hvað álíta stjömufræðingar
um þetta mál, og hvað hefur verið
álitið? Saga Vesturlanda síðustu
aldimar er ekki sízt saga hinna
vaxandi vísinda. Ef talið væri frá
1600 til 1900 þá fer þeim jafnt og
þétt fjölgandi, sem hugsa og tala
um líf á öðmm stjörnum, og hefur
sú hugsun jafnan verið vakandi
þar, sem vaxtarbroddur vísindanna
var. En um 1930 urðu merkileg,
og ég vil segja óskemmtileg straum-
hvörf í stefnu vísindanna hvað þetta
varðar. Sir James Jeans kom fram
með þá kenningu, að fæðing sól-
hverfisins mundi hafa orðið eins og
nokkurskonar getnaður, þar sem
aðvífandi sólstjarna átti að hafa
togað efni út úr þessari, en úr því
hefðu reikistjörnur síðan skapazt.
Flatjörðungar glöddust mjög við
þessi tíðindi, því þau þýddu, sam-
kvæmt útreikningi, að slíkur
atburður væri alveg einstæður, og
þar af leiðandi væri þetta sólhverfi
hið eina í alheimi, og þessvegna
skipti alheimurinn ekki máli. Það
hafði lítil áhrif, lengi vel, þótt það
sannaðist, að útreikningar James
Jeans stæðust ekki (Carl von Weiz-
sácher 1942). Vilji flatjörðunga var
svo miklu sterkari en allt annað
hér, og þegar ég minntist á það f
flugdiskafélagi erlendis um 1965,
með hálfu öðm orði, að líf mundi
vera víðar en hér, tendraðist einn
fundarmanna svo upp af reiði að
augun glóðu og bunan stóð út úr
manninum, um leið og hann vísaði
einmitt í getnaðarkenninguna um
upphaf sólhverfisins, sem þó var
löngu afsönnuð. En hvað sem
slíkum atvikum leið, þá munu þeir
sem skynsamir þóttust vera á þess-
um ámm hafa raðað röksemdum
sínum saman eitthvað á þessa leið.
„Spurningin um uppmna sólhverfa
verður ekki útkljáð með heimspeki-
legum rökum og ályktunum einum
saman, heldur verða beinar athug-
anir að koma til eða mæling geisl-
„Þaö er ástæða til aö
telja þetta stórfrétt úr
heimi vísindanna.
Reyndar eru menn fyr-
ir löngn sannfærðir um
tilvist annarra reiki-
stjarna. En eitt er að
gera sér grein fyrir, að
svo hljóti að vera, hér
og þar um hinn víða
geim, og annað að geta
sagt með vissu að þarna
eru hnettir, sem líklega
eru byggilegir.“
unar. Við getum smíðað tilgátu-
kerfi, líkön," segja þeir, „en við
verðum að geta séð jarðstjörnumar
sjálfar eða eitthvað, sem þeim til-
heyrir, til að staðfesta þessi líkön
eða tilgátur." En þetta er einmitt
það, sem nú hefur sannazt, á árinu
1986, og er þessu nokkuð vel lýst
í tímaritinu Illustreret Videnskab,
nóvemberhefti þ.á., og mun ég þó
fara fljótt yfir þá sögu hér.
Það hefur sannazt, með afar
næmum tækjum í gervitunglinu
IRAS, sem skotið var upp 1983,
að frá Blástjörnunni (Vega) kemur
hálfu meira af innrauðum geislum
en búizt hafði verið við, eftir langar
og vandaðar rannsóknir. Þegar bet-
ur var að gætt, kom í ljós, að hin
innrauða geislun kom frá kringlu
eða sveim, af örögnum saman sett-
um, sem eru umhverfis Blástjöm-
una. En þessar öragnir em sama
eðlis og þær sem finnast umhverfís
okkar sól, í þeim fleti (plani)t sem
einnig reikistjömumar em í. A ein-
faldan hátt sagt þýðir þetta það,
að allt eins og þessi agnasveimur
umhverfis sólina er leifar af því
skýi umhverfis hana, sem með tíð
og tíma breyttist í reikistjömur,
þannig em samskonar leifar um-
hverfis Blástjömuna, og má því
ætla, að þar séu reikistjömur allt
eins og hér.
Það er ástæða til að telja þetta
stórfrétt úr heimi vísindanna.
Reyndar em menn fyrir löngu sann-
færðir um tilvist annarra reiki-
stjama. En eitt er að gera sér grein
fyrir, að svo hljóti að vera, hér og
þar um hinn víða geim, og annað
að geta sagt með vissu að þama
em hnettir, sem líklega em byggi-
legir. Sól sú, sem hér á jörð hefur
verið kölluð stjarnan Vega eða Blá-
stjarnan og Forn-íslendingar köll-
uðu Suðurstjömu, af merkilegum
stjarnfræðiástæðum, er .jötunsól,
sem ræður fyrir furðulegum jarð-
stjömum".
Höfundur erskrifstofumaður í
Kópavogi.
Þorsteinn Guðjónsson
HALLDÓR LAXNES
áritar nýútkomna bók sína
AF MENNINGARÁSTANDI
í bókabúð Máls og menn-
ingar milli kl. 16 og 18 í
dag
Békabúð
LMÁLS & MENNINGAR J
Bókaútgáfa
/VIENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK • SlMI 621822