Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 51

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 51
Tillaga um sundlaug við Glerárskóla -áætlaður kostnaður 25 milljónir króna laug sem er 16 3/4 metrar á lengd. Áætlaður kostnaður við byggingu laugarinnar og til- heyrandi, búningsaðstöðu og þess háttar, er 25 milljónir króna. Stefnt er að því að byggja sund- laugina á næsta ári. Þetta verður kennslusundlaug sem opin verður fyrir almenning þegar ekki er ve- rið að kenna í henni. Hún verður staðsett norðan við íþróttahús Glerárskóla. Enn á eftir að útfæra tillögur að lauginni nánar en stefnt er að því að ákveða endanlega gerð hennar fljótlega þannig að hægt sé að gera ráð fyrir byggingunni við gerð fjárhagsáætlunar. Fjár- hagsáætlun verður væntanlega afgreidd í janúar. KYNNT hefur verið í bæjarráði tillaga að sundlaugarbyggingu við Glerárskóla. Um er að ræða Tillögur um íbúða- byggingar fyrir aldr- aða kynntar SAMSTARFSNEFND Akur- eyrarbæjar og Félags aldraðra um íbúðabyggingar fyrir aldraða hefur kynnt bæjarráði tillögur sínar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmsson Skálað fyrir Sjónvarpi Akureyri7 EYFIRSKA sjónvarpsfélagið - Sjónvarp Akur- eyri hóf útsendingar síðastliðið fimmtudags- kvöld. Þetta var gleðistund fyrir aðstandendur sjónvarpsstöðvarinnar - og eftir að allt var kom- ið í gang og gekk samkvæmt áætlun gáfu menn sér tima til að skála í tilefni dagsins. Á mynd- inni eru frá vinstri: Geir Hólmarsson, tæknimað- ur hjá Samveri, Þorbjörg Þorsteinsdóttir skrifstofumær hjá Samveri, Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpsstjóri Eyfirska sjónvarps- félagsins, Þórarinn Ágústsson framkvæmda- stjóri Samvers og Viðar Garðarsson tæknimaður hjá Samveri. Samver hf. sér um alla tæknihlið mála fyrir Eyfirska sjónvarpsfélagið. Islandsmót yngri flokkanna í handbolta: Þór vann KA í 3. og 5. flokki FYRSTA umferð í Norðurlandsriðli yngri flokkanna í handknattleik fór fram í íþrótthöllinni á Akureyri um helgina. Þetta voru heima- leikir KA, en síðar fylgja í kjölfarið heimaleikir Völsungs og Þórs. Í tillögunum felst byggin tveggja fjölbýlishúsa með 30 íbúðum hvoru, 14 raðhúsíbúða og þjónustubygg- ingar við Víðilund. Nefndin leggur til að bygging íbúðanna verði kost- uð af eigendum, en lánafyrir- greiðsla frá Húsnæðisstofnun ríkjsins liggur ek lós fyrir nú. í samstarfsnefndinni eru Hreinn Pálsson, Jón Bjömsson og Stefán Reykjalín. 0 Atta árekstrar ÁTTA árekstrar urðu um helg- ina á Akureyri. Einn þeirra var nokkuð harður - hinir smávægi- legir. Sá harðasti varð á mótum Mýrar- vegar og útkeyrslu af planinu við Kaupang. Tveir bflar rákust þar á - sá sem kom út af planinu ók í veg fyrir þann sem kom suður Mýrarveg. Ökumaður og farþegi úr öðrum bflnum vora fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra vora ekki talin alvarleg. Tveir ökumenn vora teknir gran- aðir um ölvun við akstur um helgina. Á laugardaginn voru það ein- ungis Þór og KA sem mættust í 3., 4. og 5. flokki karla. Völsung- ar fengu sínum leikjum frestað - og koma þeir til Akureyrar 30. þessa mánaðar. Höttur frá Egils- stöðum kemur þá að ölium líkind- um einnig og leikur við norðanlið- in þijú í 4. og 5. flokki karla. Urslit leikjanna á laugardag urðu þau að Þórsarar sigruðu ugglega bæði í 5. og 3. flokki en liðin skildu jöfn í 4. flokki. Úrslit í 5. flokksleiknum urðu 16:7 fyrir Þór. Þórsarar höfðu öragga forystu allan tímann og var sigur þeirra aldrei í hættu. Staðan í leikhléi var 6:2. Mörk Þórs gerðu þessin Guðmundur Benediktsson 8, Jósep Ólafsson 5, Ómar Kristinsson 2 og Jóhann Bergsson 1. Mörk KA skoraðu eftirtaldir: Araar Sveinsson 3, Leó Öm Þorleifsson 1, Helgi Arason 1, ívar Bjarkiind 1 og Örvar Amgrímsson 1. Jafnt varð í viðureign 4. flokka félaganna sem fyrr segir, 9:9. KA vann Þór í þessum flokki á dögun- um 17:13 í haustmóti HRA og þá er óhætt að segja að Karl Karlsson hafí verið Þórsuram erf- iður - hann skoraði hvorki fleiri né færri en 13 mörk. Nú tóku Þórsarar hins vegar betur á móti Karli og félögum hans. Þór komst í 3:0 í upphafi en KA var síðan yfir í leikhléi 6:5. Þegar langt var liðið á leikinn komust Þórsarar yfír á ný, 8:7, KA jafnaði og Þór komst yfír aftur 9:8 og KA átti svo síðasta orðið. Jafntefli og bæði lið því með eitt stig. Mörk KA gerðu þessir: Karl Karlsson 5, Jón Egill Gíslason 3 og Amar Amgrímsson 1. Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 5, Sig- urður Gauti Hauksson 2, Ámi Páll Johannsson 1 og Haukur Ragnarsson 1. Þá er það þriðji flokkurinn. Þór vann þar öraggan sur, 17:12, eft- ir að hafa leitt 12:5 í hálfleik. KA skoraði sem sagt fleiri mörk i seinni hálfleiknum en það dugði ekki til - segja má að Þórsarar hafí tryggt sér sigur þegar í fyrri hálfleik. Mörk Þórs gerðu: Ámi Þór Ámason 7, Sævar Ámason 3, Þórir Áskelsson 2, Axel Vatnsdal 2, Kjartan Guðmundsson 2 og Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk KA: Halldór Kristinsson 4, Stefán Pálmarsson 3, Bjöm Pálmason 3 og Jón E. Jóhannsson 2. Dagskrá Sjónvarps Akureyrar DAGSKRA Sjónvarps Akureyri næstu daga verður sem hér segir. Þriðjudagur 20.30 Gúmmíbimir, teiknimynd. 20.55 Morðgáta (Murder She Wrote). 21.40 Dynasty - 2. þáttur. 22.25 Foul Play - kvikmynd. 00.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 17. desember. 20.30 Glæframúsin - teiknimynd. 20.50 Myndrokk. 21.20 Þorparar (Minder). 22.10 He is not your son - kvik- mynd. 23.40 Dagskrárlok. Fimmtudagur 18. desember. 19.30 Furðubimir - teiknimynd. 19.55 íþróttir. 20.45 Matreiðsluþáttur - Ari Garðar Georgsson. 21.10 í Návígi - umsjón Páll Magnússon. 21.55 My wicked, wicked ways. 1. þáttur af þremur um Iíf Hollywood-stjömunnar Errol Flynn. 23.00 Threesome - kvikmynd. Keflavík: íbúðir á 30-40% lægra verði en í Reykjavík Keflavík. ÞEIR BJÓÐA 30-40% lægra verð en á sambærilegum íbúðum á stór-Reykjavíkursvæðinu og væntanlegir kaupendur geta flutt beint inn. fbúðirnar eru fullkláraðar, bilastæði malbikuð og lóð frágengin. Þetta er fyrirtækið Húsagerðin hf. í Keflavík sem getur boðið þessi kjör á þeim íbúðum sem verið er að ljúka við um þessar mundir. Um er að ræða 2ja og 3ja herbergja fbúðir í fjölbýlishúsum við Heiðar- holt. Verð á 2ja herbergja íbúð sem eru 60 fm er 2.050.000 kr., 3ja herbergja íbúðimar era 90 fm og kosta 2.500.000 kr. Hverri íbúð fylgir 20 fm sameign í kjallara. Húsagerðin hf. hóf starfsemi sína árið 1972, eigendur era þrír húsa- smiðir, Anton Jónsson, Áskell Agnarsson og Jakob Traustason. Fyrstu fjögur árin var fyrirtækið rekið sem verktaki. Árið 1976 fóra þeir að byggja sjálfír og byggðu 4ja íbúða hús fyrsta árið, en á þessu ári era þeir búnir að skila 32 íbúð- um til nýrra eigenda. Anton Jónsson sagði lágt bygg- ingarverð byggðist á mörgum þáttum og nefndi byggingatækni, fyrirtækinu hefði verið úthlutað byggingarlóðum á stóra samliggj- andi svæði þar sem byggt væri ein ákveðin tegund húsa. Þá mætti einnig nefna afbragðs starfsmenn sem margir hveijir hefðu starfað hjá Húsagerðinni frá upphafí. Anton sagði að þeir hjá Húsa- gerðinni skiptu nær eingöngu við fyrirtæki á Suðumesjum sem hann taldi fyllilega samkeppnisfær. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Á myndinni eru eigendur Húsagerðarinnar í eldhúsi nýrrar íbúðar. Frá vinstri: Jakob Traustason, Anton Jónsson og Áskell Agnarsson. Þeir Húsagerðamenn byggja nú við Heiðarholt og hafa lokið við 80 af þeim 130 íbúðum sem fyrirtækið reisir við þessa götu. Þá hafa þeir félagar tekið að sér stærri og smærri útboðsverk og hafa t.d. byggt íþróttahús og heilsugæslu- stöð staðarins, auk fjölda annarra smærri verka. Anton sagði að þeir væra búnir að byggja rúmlega 200 íbúðir á 10 árum og það léti nærri að 8% íbúa Keflavíkur byggju nú í húsum ffá Húsagerðinni hf. - BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.