Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 47 Sænskur umferðarsérfræðingur: Hraðinn ekki helsta orsök dauðaslysanna - Almennt tillitsleysi og agaskortur vega þyngra Stokkhólmi. Frá fréttaritara Morgimblaðsins, Erik Lidén. FLEIRI hafa látist af völdum umferðarslysa í Svíþjóð á þessu ári en nokkurt ár, sem af er níunda ártugnum, og eru tölur þar að lútandi dapurlegur vitn- isburður um slysaárið 1986. Barátta sænskra umferðarör- yggisyfirvalda hefur undanfarið svo til eingöngu beinst að hraða- takmörkunum, og hafa flest önnur úrræði fallið í skuggann. „Kröfur um hraðatakmarkanir hafa verið allt of einráðar, þegar rætt hefur verið um leiðir til að draga úr umferðarslysum," segir Lennart Tullsten lögfræðingur, sérfræðingur Trygg Hansa-trygg- ingafyrirtækisins í Stokkhólmi í umferðarmálum, en hann hefur 20 ára reynslu að baki við rann- sóknir á orsökum umferðarslysa og málsmeðferð vegna þeirra fyr- ir dómstólunum. Hjá Trygg Hansa eru tryggð yfir 800.000 ökutæki. „Þegar kannaðar eru tjóna- og lögregluskýrslur, kemur í ljós, að algengustu orsakir umferðarslysa eru brot á grundvallarreglum — án tillits til, hver hraði ökutækj- anna hefur verið," segir Tullsten enn fremur. „Ökumaðurinn, sem braut af sér, hefur breytt um stefnu eða aðhafst eitthvað annað með svo skjótum og óvæntum hætti, að samferðarmönnum hans í umferðinni hefur ekki gefíst nægilegt olnbogarými til að koma í veg fyrir slys.“ Tullsten segir, að algengustu umferðarlagabrotin séu: 1) Ökumaðurinn virðir ekki hægriregluna á gatnamótum og hunsar forgangsrétt. 2) Ökumaðurinn virðir ekki stöðvunarskyldu við aðalbraut. 3) Ökumaðurinn beygir til vinstri án þess að gæta að, hvort það sé óhætt vegna umferðar framundan eða fyrir aftan. 4) Ökumaðurinn skiptir um ak- rein án þess að gæta að umferð- inni fyrir aftan. 5) Ökumaðurinn tekur fram úr án þess að fullvissa sig um, hvort svigrúmið sé nóg með tilliti til útsýnis og nálægðar ökutækja, sem koma úr gagnstæðri átt. DAUÐASLYS í UMFERÐINNI I SVIÞJOÐ 1981-86 I 75 dauðaslysum nóvember létust: 30 ökumenn 10 farþegar í bíl 2 á mótorhjóli 1 á skellinöðru 8 á reiðhjóli 22 gangangi vegf. 1 á dráttarvél 1 á hlaupahjóli J F M A M J J S 0 N Óvarkárni á gatnamótum Lennart Tullsten bendir einnig á, að allt of margir ökumenn aki óvarlega yfir gatnamót, jafnvel þótt útsýni sé takmarkað. „Tillitsleysi og agaskortur eru aðalorsakir alvarlegustu sly- sanna," segir Tullsten. „Við eðli- legar aðstæður, ekki síst góð veðurskilyrði og viðunandi skyggni, er hraðinn yfirleitt ekki aðalorsök slysanna," segir hann. „Þó er óhætt að fullyrða, að mun hættulegra er að aka á 70 km hraða á vegi, þar sem 90 km hámarkshraði er leyfður - sé veg- urinn varasamur eða skyggnið slæmt - heldur en að fara ríflega yfir 90 km mörkin í sumarfærð og góðu skyggni." Öfugsnúið eftirlit „Því miður held ég, að lögregl- an leggi gjama mesta áherslu á hraðaeftirlit, þegar akstursskil- yrði eru hvað best, og það vekur bæði undrun og gremju öku- manna,“ segir Tullsten. “Þeim finnst það bera vott um óréttlæti og stirfni í ætt við skrifræði og fráleitt frá öryggissjónarmiði." Lennart Tullsten undirstrikar, að sú áhersla, sem lögreglan legg- ur á hraðatakmarkanir og -eftirlit, geti skyggt á eða jafnvel komið í veg fyrir mikilvægari þætti um- ferðargæslu, svo sem upplýsinga- miðlun, sem að hans mati gæti átt dijúgan þátt í að fækka slys- unum. Aukin virðing fyrir umf erðarreglunum „Fráleitt er að ímynda sér, að umferðaröryggi sé eingöngu undir ökuhraða komið," segir Tullsten. „Viðkomandi yfirvöld og samtök, tryggingafélög, ökuskólar og skólakerfið í heild verða að ganga til samstarfs og efna til allsheijar upplýsingaherferðar með það að markmiði að beina athyglinni að algengustu og hættulegustu or- sökum umferðarslysanna - svo og mikilvægi þess að auka virðing- una fyrir umferðarreglunum. KONUR KARLAR ERU FITUKEPPIR, VÖDVABÓLGUR, VÖDVAÞREYTA VANDAMÁL? NOPPO-SYSTEM ER FYRIR YKKUR. ERU FITUKEPPIR, VÖDVABÓLGUR, „APPELSÍNUHÚD“ VANDAMÁL? KYNNTU ÞÉR ÞÁ HINA STÓRKOSTLEGU NÝJUNG - SLIMFIT - AÐFERÐINA Þetta er ný en fullreynd aðferð, sem tryggir skjótan og öruggan árangur í baráttunni við hina hvimleiðu „appelsínuhúð" eða sellúlítis, óvelkomna fitukeppi og óþægilegar vöðvabólgur og vöðvaþreytu. Með SLIMFIT nuddahaldinu og hinu sérstæða SLIMOSAN sellúlít- kremi er hægt að fjarlægja Ijóta fitukeppi og eyða sellúlítis smátt og smátt! Merkjanlegur árangur fæst á 2-3 vikum, þegar SLIMFIT aðferðin er notuð reglulega dag hvern í minnst 5-10 mínútur í senn. SLIMFIT áhaldið er vönduð og níðsterk svissnesk uppfinning og smíði, stillanlegir nuddhnúar úr sterku plastefni á kúluleguöxli, og það þolir vel hita og sterkvirk efni. Nuddið má því framkvæma við all- ar hugsanlegar kringumstæður, í baðinu, sturtunni, sundlaugunum, sánunni, gufubaðinu eða þá bara utan yfir fötin, þegar þú situr fyrir framan sjónvarpið! SLIMOSAN kremið er einnig vönduð svissnesk framleiðsla, eitt af „töfrakremunum" frá hinum fræga brautryðjanda í vísindalegri snyrtivöruframleiðslu, MILOPA AG í St. Gallen í Sviss! Verð með söluskatti er Kr. 4.255,00 (50 ml túpa af SLIMOSAN kremi innifalin), sem er ódýrara en einn 10 tima kúr á nuddstofu. JÓLAGJÖFIN í ÁR! JÓLAGJÖFIN FYRIR ALLA, UNGA SEM GAMLA! THORELLA • LAUGAVEGS APÓTEKI - LAUGAVEG116 • BRÁ - LAUGAVEGI74 • TOPPTÍSKAN— AÐALSTRÆTI9 • HEILSUMARKADURINN - HAFNARSTRÆTI 9 • SANDRA - REYKJAVÍKURVEGI 50 • HAFNARHRDI NOPPO nuddtækið er samsvarandi tæki og SLIMFIT áhaldið. Það er tilvalið fyrir karla, unga sem gamla. Með því nuddar þú burtu allar vöðvabólgur og vöðvaþreytu svo og óæskileg og hvimleið fitulög og keppi. Þetta er sama nuddkerfið og SLIMFIT, en NOPPOSAN nudd- kremið, sem fylgir með, er hitakrem, sem mýkir húðina og hjálpar til að draga blóðið út í vöðvana og auka blóðstreymið í þeim. NOTAÐU NOPPO (eða SLIMFIT) ALLSSTAÐAR!, í sturtunni, baðinu, sundlaugunum, sánunni, gufubaðinu eða þá bara fyrir framan sjón- varpið! Og nuddaðu burt fituna, eymslin, þreytuna! Verð með söluskatti er það sama, Kr. 4.255,00 (50 ml túpa af NOPPOSAN kremi innifalin). Þ.e. ódýrara en einn 10 tima kúr á nuddstofu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.