Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jólasveinar, einn ojj átta, komnir af fjöllum, með lítinn sveinka með sér. Það væri gaman að vita hvað hann væri gamall, því þessir stóru eru 300-400 ára gamlir. Sá stutti er þó eins hvítur fyrir hærum og þeir. Jólatré og jólasveinar JÓLATRÉÐ á Austurvelli er orð- ið einn af föstu punktunum í tilverunni hjá Reykvíkingum. Þegar Ijós þess hafa verið tendr- uð geta borgarbúar verið vissir um að jólin séu í alvöru að koma. Það er vinabær Reykjavíkur, Osló, sem gefur jólatréð hverju sinni. Þegar svo jólasveinamir koma úr óbyggðum, er kominn tími til að kveikja á trénu. S.l. sunnudag fór þessi árvissa athöfn fram og allta ríkir jafnmikill áhugi fyrir henni. Skiptir þá engu máli hvort við höfum snjó, slabb og slyddu, eða sól og blíðu, sem er nú kannski sjaldgæfara. Athöfnin hófst kl. 15.30 með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék jóla- lög. Eftir það afhenti Niels L. Dahl, sendiherra Noregs á íslandi, Reykjavíkurbúum tréð. Það var Davíð Oddsson, borgarstjóri sem veitt trénu viðtöku fyrir hönd borg- arbúa. Athöfninni lauk með því að Dómkórinn söng jólasálma. Eftir þessa hátíðlegu athöfn, færðist líf í tuskumar, því jóla- sveinaskari var mættur til leiks. Mannfjöldinn var slíkur að margur lítill anginn hefur þurft að sætta sig við að heyra bara í þeim bræð- rum. Eftir mynunum að dæma hafa þeir ekki valdið vonbrigðum. Eftir- væntingin og kætin leynir sér ekki hjá bömunum og foreldramir fylgj- ast spenntir með viðbrögðum þeirra. Börnin horfa á jólasveinana og foreldrarnir á börnin. Eftirvænting- in leynir sér ekki. Davíð Oddsson flytur ávarp við móttöku jólatrésins. Heillandi náttkjóll úr silkisatíni. Sannkallaður draumakjóll. Gullfallegur silkisloppur í sama lit og kjóllinn. Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. Áfangar — ferðahand- bók hestamanna ÚT ER komin bókin Áfangar, ferðahandbók hestamanna, sem er safnrit leiðarlýsinga með sérteiknuðum kortum. Ferðanefnd Landssambands hestamannafélaga hefur und- anfarin ár unnið að efnissöfn- un í bókina, og eru leiðarlýs- ingar í henni yfir 60 að tölu. Ferðanefndin var kosin til þessa verks á ársfundi Lands- sambandsins árið 1981, og er Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri formaður hennar, en aðrir nefndarmenn þeir Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Stefán Pálsson bankastjóri, Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri og Valdimar Jóhannesson framkvæmda- stjóri. í bókinni er lýst reiðgötum frá Þjórsá að Hvítá í Borgarfirði og ýmsum leiðum á hálendinu. Má þar nefna, að Guðmundur Pétursson hæstaréttarlögmaður skrifar um Sfldarmannagötu; Pétur J. Jó- hannsson frá Skógarkoti ritar um leiðina yfír Hrafnabjargaháls, Leggjarbrjótsleið og fleiri leiðir frá Þingvöllum; birt er leiðarlýsing Páls A. Pálssonar yfirdýralæknis um Gagnheiði og nokkrir þættir um reiðgötur í Mosfellssveit; Sigurgeir Sigmundsson kaupmaður á Flúðum rekur helstu leiðir um Hruna- mannahrepp; Ámi heitinn Þórðar- son skólastjóri, sem átti ríkan þátt í gerð bókarinnar, ritar um Hellis- skarðsleið og hringleið frá Þingvöll- um að Gatfelli; Arnór Karlsson í ÁFANGAR íERDAHÁNDÖOk Amarholti rekur leiðir inn á hálend- ið, í Kerlingarfyöll, Hvítámes og á Hveravelli; Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum segir frá ýmsum reiðgötum um Mannamótsflöt; þá rekur Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri leiðina frá Stóru-Drageyri um Mannamótsflöt að Faxaborg; Jón Leví Tryggvason hefur skráð ýmsar leiðarlýsingar í Kjós og á Kjalar- nesi; Jón og Sveinn Eiríkssjmir í Steinsholti segja frá Sprengisands- leið inn Gnúpveijaafrétt í Amarfell; Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræð- ingur lýsir Uxahryggjaleið, Okvegi og Kaldadalsleið; Ottar Kjartansson og Þorkell Jóhannesson, sem kunn- ir eru af mörgum leiðarlýsingum, rita um leiðir í Gjáarrétt, um Elliða- vatnsheiði og Hólma, Elliðavatns- hringinn og leiðina í Mygludali; Flosi Ólafsson leikari lýsir Kóngs- vegi; Einar Bimir heildsali segir frá reiðleiðum í Mosfellssveit; Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri lýsir leiðum í Marardal og Jórukleif. Einnig eru í bókinni stuttar leiðar- lýsingar eftir Sigurð Hannesson á Villingavatni, Magnús Hákonarson á Selfossi, Magnús Grímsson kenn- ara, Jón M. Guðmundsson á Reykjum,_ Gunnlaug Skúlason dýra- lækni, Aslaugu Harðardóttur í Haga í Grímsnesi og Bjöm Jónsson á Akranesi. Alls em höfundar 25 talsins. Ólafur Valsson kortagerð- armaður hefur teiknað yfirlitskort í litum, þar sem reiðleiðimar em merktar og fylgt ömefnum höfund- anna. Flestar leiðimar em einnig mjög hentugar fyrir göngumenn, enda hafa þær verið famar jafnt af fótgangandi mönnum og reið- mönnum í tímans rás. í formála bókarinnar segir Hjalti Pálsson meðal annars: „Þær leiðir, sem hér em skráðar, em allar gaml- ar, eða svo til allar. Forfeður okkar hafa verið furðu fundvísir á góðar leiðir þar sem haglendi og vatn var nærtækt; sýnir það að þeir þekktu landið vel. Nú em sumar þessar gömlu götur með öllu týndar; aðrar hafa staðist tímans tönn, þó að lítt hafi verið hirt um að merkja þær eða varðveita." Bókin er 320 bls. að lengd og prentuð í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar. Sigurður Ragn- arsson og Hákon Hákonarson gáfu bókina út. Áframhaldandi útgáfa er fyrirhuguð. ijniúiiimnLiniiMBB Eftir það verða g/n 77i ■ tri' imti i"iM nn f greidslukortareikning SÍMINNER 691140- 691141 MS4 jH0ti0titihiQhih
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.