Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 25

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 25 HRAFN S V ARTIR A RISAFAKAR Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jóhann Jónsson: Ljóð og ritgerðir Um höfundinn eftir Halldór Lax- ness. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986. Ljóð og ritgerðir er að mestu sama bók og Kvæði og ritgerðir frá 1952. Að vísu er bætt við einu ljóði eftir Jóhann Jónsson: Hafið dreym- ir og meira efni eftir Halldór Laxness um skáldið flýtur með. Þetta efni kemur ekki lesendum Halldórs Laxness á óvart, en gott er að hafa það á einum stað. Hafið dreymir er eins og svo mörg ljóð Jóhanns Jónssonar und- anfari Söknuðar, mesta ljóðs hans. í þessu ljóði kemur vel fram hneigð skáldsins til að draga upp stórfeng- legar myndir. Þegar hann yrkir Hafið dreymir hefur hann ekki náð þeim þroska að vinna úr þessari hneigð eins og eftirfarandi tilvitnun er til marks um: Og minn hugur var haf - haf í tunglskini bláu, ómælis-haf, og himinninn einn var þessi strönd. Hafið var þögult - hafið svaf - sem hrafnsvartir risafákar í barmi þess öldur lognþungar lágu. Flugeldar mánans um faxið stukku; fáksbökin tinnudökk kvikuðu, hrukku undan kitlandi og geislunum hart, sem hjarta úr hrynjandi eldi í búknum svarta titraði, títt og ótt. Þar hvíldu þeir, drukku í sig djúpsins þrótt sem fólu sín höfuð í hafsins nótt - Það er tilkomumikið myndaval sem Jóhann Jónsson grípur til í þessu erindi, en ekki laust við of- hlæði. Myndavalið er líka tilkomið í Söknuði, en allt er þar á sínum stað. Hrynjandi ljóðsins alls er í anda tregans og öllu stillt í hóf þótt skáldinu sé mikið niðri fyrir. Berum lokaerindi Saknaðar saman við erindið úr Hafið dreymir: En þei, þei, þei - svo djúpt er vor samvizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað þvilíkt sem komið sé hausthljóð í vindinn, Jóhann Jónsson eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar?... Ó hvar? Halldór Laxness skrifar um vin sinn, Jóhann Jónsson: „Hann hélt áfram að efla anda sinn með lestri þýngstu bókmenta altframmí andlátið. Þegar ég hitti hann 1931 var hann fyrst og fremst lærdóms- maður. Hann var þá_ orðinn bókmentafróðastur þeirra íslendínga sem ég þekti. Hann hafði útsýn um allar bókmentir heimsins, og ég hygg að þær bækur hafi verið færri, ef þær hafa annars staðist tímans tönn vegna listgildis síns, sem skotist höfðu með öllu framhjá honum.“ Ég hef áður vikið að því í grein að Söknuður minni um sumt á Dúinóelegíur Rainer Maria Rilkes. Það gerir áhrifamátt þessa kvæðis ekki minni, en gaman væri að ung- ir fræðimenn á sviði bókmennta athuguðu þetta og birtu niðurstöður sínar. Snæfellska skáldið sem orti Söknuð stóð miðsvæðis í evrópsku bókmenntasamhengi og sætti sig ekki við að standa álengdar. Öldin er ekki liðin enn, en Söknuður verð- ur ávallt talinn meðal stórbrotnustu ljóða þessarar aldar í íslenskum skáldskap. Ný fjölfræðibók •i / Bókmenntir Jenna Jensdóttir Ný fjölfræðibók Ornólfur Thorlacíus þýddi Setberg Fjölfræðibækur hafa alltaf náð til barna og unglinga. Margir full- orðnir hafa ekki síður gaman af þeim. Nýja fjölfræðibókin er marg- þætt og kemur víða við eins og felst í nafninu. Fyrsti kaflinn íjallar um Daglegt líf. Þar eru margir undirtitlar s.s. Fræg mannvirki þar sem fjallað er um stærðarhlutföll frægra bygg- inga, Híbýli af ýmsu tagi, Menn og vélar að starfi og margt fleira mætti telja upp. I öðrum kafla sem ber yfirskrift- ina Yfir sjó og land er fjallað um ýmsar gerðir bíla og skipa. Áfangar í þróun bíla eru sýndir í myndum á heilli opnu. Allt frá fornegypskum stríðs- og veiðivagni. Ennfremur er greint frekar frá bílaiðnaði aftast í bókinni. Þar kemur fram að árlega eru framleiddar yfir 25 milljónir bíla í heiminum. Um loftin blá er eins og heiti kaflans ber með sér, fræðsla um allt er að loftferðum lýtur. Elsta flugmynd er af svifdreka Ottos Lill- enthals frá 1890 ... Um geimferðir segir: „Maðurinn er ekki vel í stakk búinn til þess a_ð lifa annars staðar en á jörðinni. Uti í geimnum og á öðrum hnöttum geta menn ekki þrifist nema með miklum tækniút- búnaði . . . Nákvæmar útskýringar fylgja myndum af geimflaugahlut- um og geimfeijum. Umfangsmesti kaflinn heitir Ur lífi dýranna. Þar felst mikill fróð- leikur, einnig um dýr sem við þekkjum flest af umgengni við þau. Þótt unga kynslóðin, sem elst upp í fjölmenni borgarinnar hafi á þeim skammtaða þekkingu, sem eðlilegt er. „... Hundar eru taldir elsta hús- dýr manna ...“ „Húskettir eru allir komnir af núbiskum villiköttum (frá Norður-Afríku). Sem húsdýr eru kettir einþykkir en þrifnir ...“ í bókarlok er Frekari fróðleikur og Atriðisorðaskrá. Ekki þykir ástæða til að rekja frekar efni bókarinnar. Frásögnin í þessari víðfeðmu fræðslubók er á góðu og lifandi máli. Þannig er sagt frá að hver sem áhuga hefur á efninu getur notið þess. Litmynd- ir í bókinni eru yfir eitt þúsund. Ásamt góðum texta hljóta þær að gera þessa fjölfræðibók eftirsóknar- verða. Ómissandi með steikinni og hangikjötinu, hentar vel í salatið, á kalda borðið og í síldarréttina, svo fátt eitt sé nefnt. í ORA grænmeti eru engin rotvarnarefni, aðeins valin hráefni. Fæst í næstu matvöruverslun, hagstætt verð. Þú opnar ORA dós - og gæðin koma í ljós! Vesturvör 12, Kópavogi. 30 ÁRA VAXANDI VINSÆLDIR SANNA GÆÐIN AUK hf 95.6/SiA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.