Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 44

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Sljórni rannsókn á vopnasölumálinu Washington, AP. BANDARÍSKUR alrikisdómstóll hefur valið Lawrence E. Walsh, sem er demókrati og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Bandaríkjanna, til þess að stjórna sakadómsrannsókn á vopnasölunni til írans og á því, hvernig hagnaðinum af henni var komið til skæruliða i Nic- aragua. Skýrði útvarpsstöðin National Public Radio frá þessu á Iaugardag. Walsh, sem er 74 ára að aldri, yrði 7. maðurinn, sem valinn er til að starfa sjálfstætt að rannsókn af þessari tegund samkvæmt sérstök- um lögum, sem sett voru, eftir að Watergatemálið kom upp. Þessi lög mæla fyrir um óháðan rannsóknar- aðila, sem kallaður er til af sérstök- um dómstóli skipuðum þremur dómurum, svo að Bandaríkjastjóm komist hjá því sjálf að láta rann- saka starfsemi æðstu embættis- manna sinna. Samkvæmt frásögn NPR- útvarpsstöðvarinnar hafði Walsh þegar verið valinn og hann sam- þykkt að taka verkefnið að sér. Opinber tilkynning um þetta yrði hins vegar ekki birt fyrr en síðar í vikunni, er gengið hefði verið til fullnustu úr skugga um það, að engir hagsmunaárekstrar yrðu við framkvæmd starfans. Lawrence E. Walsh. Mynd þessi var tekin á heimili hans um helg- ina, er hann svaraði spurningum fréttamanna. Þar sagðist hann ekki enn hafa fengið neina „opin- bera tilkynningu" um, að hann hefði verið valinn sem óháður rannsóknaraðili til að rannsaka vopnasöiuna til írans. iMsmsisi Ný sendiráðsskrifstofa opnuð í Brussel Þegar hin nýja skrifstofa sendiráðs íslands í Bruss- el, Luxemborg og hjá Evrópubandalaginu var opnuð fyrir skömmu, komu þar ýmsir málsmetandi menn. A þessari mynd má sjá frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Carrington, lávarð, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, Sig- rúnu Þ. Mathiesen, Willy de Clerq, sem fer með utanríkis- og viðskiptamál í framkvæmdastjóm Evr- ópubandalagsins, og Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Breta, sem er formaður ráðherranefndar Evrópubandalagsins. Englandsbanki: Gróðar horfur í efnahag Breta Voyager stefndi í stór- viðri í hnattflug'inu Mojave, AP. í NÝJUSTU ársfjórðungslegri skýrslu Englandsbanka kemur fram, að horfur í efnahagsmál- um Breta á næsta ári séu góðar. I henni segir, að vöxtur sé aftur kominn í efnahagslíf allra helstu viðskiptalanda. Spá bankans fer saman við spá breska fjármáiaráðuneytisins. Búist er við, að þjóðarframleiðsla aukist um þrjú prósent í Bretlandi og verð- bólga verði fjögur prósent og viðskiptahalli einn til tveir milljarð- ar sterlingspunda á næsta ári. Vöxtur framleiðslunnar í helstu viðskiptalöndum hefur aukist á ný, eftir að úr honum hafði dregið um hríð. Aðalástæðan er aukin neysla almennings. „Aukinn, stöðugur hagvöxtur erlendis og hagstæðari gengis- skráning veita góð tækifæri til að sigrast á langvarandi vandamálum atvinnuleysis og minnkandi hlutar iðnaðar, sem ekki er tengdur olíu,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig, að möguleiki sé á vexti án verð- bólgu. Aðal óvissuþættimir em við- brögð iðnaðarins við lægri gengis- skráningu og möguleiki á að halda kostnaði niðri. Englandsbanki, eins og fjármála- ráðherra, er fylgjandi stöðugu gengi. í spá bankans er gert ráð fyrir að á fyrri hluta ársins 1988 verði verð á hveiju olíufati 20 dal- ir, sem leiðir að líkindum til hækkunar á gengi pundsins. Bankinn hefur einnig áhyggjur af hækkandi launum hjá hinu opin- bera, en þau höfðu dregist aftur úr á frjálsum markaði. Hann hvetur til hófsemi í launahækkunum. Mojave, HNATTFLUG smáflugvélarinn- ar Voyager gekk að óskum í gær, sólarhring eftir flugtak frá Edwards-flugstöðinni í Kali- forníu, en óveður var í aðsigi, þegar siðast fréttist. Voyager lagði af stað í hnattflug án viðkomu um hádegi á sunnudag að íslenzkum tíma og sólarhring síðar fór flugvélin framhjá Hawaii. Hafði hún þá flogið 4.586 kflómetra af 43.450. Meðalhraði flugvélarinn- ar miðað við jörð var 107 hnútar, eða 198 km/klst, en síðdegis komst hún inn í staðvindabelti og fór meðvindurinn, og þar með flug- hraðinn, vaxandi. Tveir flugmenn fljúga Voyager, Dick Rutan, sem er 48 ára kapp- flugmaður, og Jeana Yeager, sem er 34 ára. Þau skiptast á um stjóm- un vélarinnar, en talið er að hnattflugið taki 10 daga og að þau lendi í Kalifomíu á aðfangadag jóla ef allt gengur að óskum. 1 gær flaug flugvélin ofar skýjum í 7.000 feta hæð en framundan var illviðri í nágrenni eyjarinnar Guam. Hnattflug Voyagers Flugtak r og lending I Kalitorníu Kyrrahaf Bandarískur herforingi: Sovétmenn hafa brátt afl til að ná Islandi með loftárás SOVÉSKI herinn á norðurhluta NATO kann bráðlega að hafa afl til að gera árás á ísland og hernema landið. Með þessum orðum hefst grein í síðasta hefti breska vikuritsins Jane’s Defence Weekly. Er greinin rituð af Charles Haas, sem er foringi í 7. herfylki bandariska landhersins. Hann segir, að nýlega hafi Sovétmenn bætt herfylki fallhlífarsveitarmanna við herafla sinn á Leníngrad- herstjómarsvæðinu. Þar með eigi þeir fullbúið árásar-stór- fylki þar, sem sé hiuti stórdeild- ar, sem ætlað sé það hlutverk að ná undir sig Norður-Noregi með skyndisókn. Charles Haas segir, að unnt sé að ráðast á Svíþjóð og Bretland með fallhlífarsveitum. Slík aðgerð sé þó ólíkleg vegna öflugra loft- vama í þessum löndum og sterks landhers. Þá segir: „Loftárás á ísland hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir Sovétmenn. Hún hefði verulegt hemaðarlegt gildi á norð- urhluta NATO. . . Frá íslandi gæti sovéski herinn ráðið öllu á Noregshafi." Höfundur segir, að langdrægar orrustuþotur Sovétmanna á ís- landi gætu ráðist á flutninga- flugvélar, sem flyttu vistir og liðsafla frá Norður-Ameríku til Mið-Evrópu. Allar slíkar flugvélar neyddust til að fara um Azoreyj- ar. í skjóli flugvéla frá íslandi gætu herskip Sovétmanna sótt fram á Atlantshafi og myndað sóknarflota gegn þeim NATO- skipum, sem reyndu að endur- heimta ísland. Chrales Haas bendir á, að á íslandi séu 18 F-15 orrustuþotur, sem gætu veitt loftvemd en á hinn bóginn sé svo til enginn liðs- afli í landinu sjálfu, sem geti veitt andstöðu gegn fallhlífasveitum. Þá segir „Ef sovéskar Spetsnaz-sveitir gætu náð orrustuflugmönnunum, yrði ísland algjörlega vamarlaust gegn flugsveitum, sem gerðu árás með því að fara norður fyrir Nor- eg og suður til íslands, og á skömmum tíma yrði herstöðin í Keflavík í sovéskum höndum." Höfundur segir, að með ýmsum ráðum megi búast gegn loftárás af þessu tagi, svo sem með því að hafa herfylki fótgönguliða á íslandi og fylki af Patriot-loft- vamaskeytum. Flugmóðurskip rétt sunnan við ísland gæti einnig sett strik í reikning árásaraðilans. Þá sé skynsamlegt að bregðast við hættunni af Spetsnaz-sveitun- um, en það eru útsendarar Sovétmanna, sem er ætlað að vinna skemmdarverk og fremja launmorð, áður en hemaðarátök í venjulegum skilningi hefjast. Grein sinni lýkur Charles Haas með þessum orðum: „Árás á ís- land leiddi sjálfkrafa til hemað- arátaka í Evrópu, en með því að hafa ísland á valdi sínu myndu Sovétmenn ná mikilvægu hemað- arlegu forskoti með því að reka fleyg á milli Evrópu og Banda- ríkjanna. NATO-ríkin þurfa að huga að þessari hættu.“ Aðstoðarmenn á jörðu niðri reikn- uðu út leiðir til að komast hjá vesta veðrinu. Hönnuður flugvélarinnar, Burt Rutan, sagði að óhapp í flug- taki hefði í raun styrkt flugvélina fyrir flug í slæmu veðri. Annar vængurinn straukst við jörðu með þeim afleiðingum að vængill á vængenda brotnaði af þegar í loftið kom. Flugmaðurinn gerði síðan ýmsar flugkúnstir þar til samskonar búnaður á hinum vængnum brotn- aði einnig af. Þar með styttist vænghaf Voyager um 60 senti- metra, en það var 34 metrar eða Flugleiö Voyagers. Flogiö veröur umhverf- is jöröina i einum áfanga án viðkomu og án þess aö taka elds- neyti á flugi. Flugiö tekur 10-12 daga og er flugleiðin um 43.500 kílómetrar. meira en á Boeing-727 farþega- þotu. Frá Hawaii er ætlunin að leið Voyager liggi yfir Ástralíu. Þaðan verður flogið sunnan við Mada- gaskar, yfir Afríku sunnanverða, út yfír Atlantshaf og loks inn yfír Karíbahaf áður en flogið verður yfír Bandaríkin sunnanverð og lent verður í Kalifomíu. Hnattflug án viðkomu og án þess að taka elds- neyti á flugi hefur ekki verið reynt áður. Voyager er mjög smá og er í raun fljúgandi eldsneytisgeymur. Frakkiand: Sprengjutilræði við fyrrum ráðherra Provins, París; AP, Reuter. VÉLVIRKI beið bana i spreng- ingu í bænum Provins í Frakklandi í Alain Peyrefitte gærmorgun, er hann gangsetti bifreið sem Ala- in Peyrefitte, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Frakka, hefur til um ráða um helgar. Peyrefitte, er bæjarstjóri í Provins og hefur verið þingmaður fyrir hér- aðið síðan 1958. Lætur bærinn honum í té bifreið til afnota um helg- ar, en hann hafði ekki notað hana um sl. helgi. Serge Langer, vélvirki er starfaði fyrir bæjaryfirvöld, kom að sækja bílinn í gærmorgun, þar sem hún stóð fyrir utan heimili Pey- refítte og sprakk hún í loft upp er hann setti hana í gang. Um hádegisbil S gær var hringt í ráðhús bæjarins og sagði konurödd, að hin vinstrisinnuðu öfgasamtök „Action Directe" hefðu komið sprengjunni fyrir og ætlað sér að myrða ráðherrann fyrrverandi. Pey- refitte hefur gengt ýmsum ráðherra- embættum og verið harður talsmaður laga og reglna. Hann var mennta- málaráðherra árið 1968 er stúd- entaóeirðimar urðu og er hann var dómsmálaráðherra 1977-81, styrkti hann völd lögreglunnar með setningu laga, er sósíalistar afnumdu síðan er þeir komust til valda. Peyrefitte er þekktur rithöfundur og einn helsti leiðarahöfundur hins virta franska dagblaðs Le Figaro.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.