Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 81 Afmæliskveðja: Eyþór Tómas- son í Lindu Vinur minn Eyþór í Lindu er átt- ræður í dag og heldur upp á það úti í kóngsins Kaupmannahöfn. Þar kýs hann að gera sér dagamun, þótt á hávertíð súkkulaðiframleið- andans sé nú rétt fyrir jólin. Hann er vel að því kominn. Síðast þegar ég kom til Eyþórs hafði hann ein- mitt orð á því við mig hvaða viðbrigði það væru fyrir sig að hafa ráðið ungan iðnrekstrarfræðing, Sigurð Amórsson, til að veita fyrir- tækinu forstöðu, þótt vitaskuld kæmi hann þangað og fylgdist með frá degi til dags. Eyþór er Skagfirðingur að ætt, fæddur á Bústöðum í Lýtingsstaða- hreppi og voru foreldrar hans Tómas Pálsson bóndi þar og Þórey Sveinsdóttir. Ekki kann ég að rekja æviferil hans til neinnar hlítar, en 'veit þó, að hann fluttist ungur til Akureyrar og lærði trésmíði hjá Hermundi Jóhannessyni. Rak eftir það verkstæði og verslunina London í því húsi við Skipagötu, þar sem nú versla þau hjónin Hrefna Jakobs- dóttir og Yngvi Loftsson og tók brátt að sér líkkistusmíðar fyrir Akureyringa. Ekki veit ég hvað réði því, að Eyþór lagði hamarinn á hilluna og tók þá ákvörðun að framleiða súkkulaði, en hann hefur þóst sjá það og sá það rétt, að þar væru miklir möguleikar. Hann réðst sem sagt í það í kringum 1950 að byggja ofan á verkstæðishús Guðmundar bróður síns, þar sem nú er áfengis- útsalan við Hólabraut. Lindusúkku- laðið sló í gegn og Eyþór varð brátt einn af umsvifamestu iðnrekendum landsins, eins og skrifstofu- og verksmiðjuhúsið á Hvannavöllum ber með sér, en þangað fluttist Linda fyrir réttum aldarfjórðungi. Eg treysti mér ekki til að kveða upp úr um það, hvaða eðliskostum athafnamaðurinn þurfti að vera búinn, nema segja almennt, að hann þurfti að vera duglegur, vita hvað hann vildi, og bera gott skynbragð á tölur, geta greint aðalatriði frá aukaatriðum. Eyþór í Lindu hefur alla þessa eiginleika og um hann get ég líka sagt eins og um marga athafnamenn aðra, að hann virtist alltaf hafa tíma til að tala við menn eða bæta við sig verkefnum. Hann er léttur í skapi og með gamanyrði á vörum hvort sem maður hittir hann einan eða í fjölmenni, á vinnu- stað eða í góðra vina hópi. Hann hefur lifandi áhuga á þjóðmálum, sérstaklega þó þeim þáttum, sem snerta efnahags- og atvinnumál. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI ■ Og þótt hann ætti aðeins eftir nokkrar vikur í áttrætt þegar ég sá hann síðast var áhuginn sá sami og áður á vandamálum líðandi stundar. Eyþór hefur komið víða við og sópað að honum. Hann hefur notið mikils trúnaðar í störfum fyrir sjálf- stæðisflokkinn, var lengi í útgáfu- stjóm Islendings og um árabil stjómarformaður Fjórðungssjúkra- hússins og stóð þá __ m.a. fyrir byggingu Systrasels. Ásamt þeim Skarphéðni Ásgeirssyni í Amaro og Kristjáni Kristjánssyni bflakóngi í BSA átti hann veg og vanda að því að Sjálfstæðishúsið komst upp, sem var ótrúlegt afrek, og var stjómar- formaður Akurs hf. á annan áratug. Þá átti hann sæti í bankaráði Iðnað- arbankans um skeið. Hann var hvatamaður að stofnun og fyrsti formaður Lionsklúbbs Akureyrar og síðar heiðursfélagi og beitti sér fyrir stofnun Hjartavemdar og Húseigendafélags Akureyrar. Það hefði verið gaman að sækja Eyþór heim í dag, geta tekið í hönd hans og þakkað honum góð kynni á liðnum áram. En það verður að bíða betri tíma. Þessi afmælis- kveðja verður að duga í bili með ámaðaróskum til þeirra hjóna, Hild- ar og Eyþórs. Halldór Blöndal m pjm wm tór dijbóiCHtt. brthM Mnnt tpttnluiwi rHsm&um frá árumnti !909~!9t7 Þórbergur Þórðarson: Ljóri sálar minnar Úrdagbókum, bréfum og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árunum 1909- 1917. í þessari einstæðu bók er að finna kafla úr dagbókum Þórbergs Þórðarsonar, bréf sem hann reit vinum sínum, kvæði, sögur og greinar sem hann samdi fyrir handskrifuð blöð Ungmennafélags Reykjavíkur. Nær ekkert af þessu efni hefur sést á prenti áður. Ritsmíðamarsýna hvemig Þórbergur þroskast sem rithöfundur, bera vitni skopskygni hans og stílsnilld um leið og þær varpa nýju ljósi á söguefni Ofvitans og Islensks aðals. Helgi M. Sigurðsson sá um úrvalið, sem er löngu tímabær viðbót við ritsafn Þórbergs. Meira en þrjátíu samtímaljósmyndir prýða bókina, og hafa sumar þeirra aldrei birst fyrr. Ljóri sálar minnar er 254 bls. að stærð. Verð: 1890,- Félagsverð: 1606- Við bjóðum til bókaveislu um þessi jól Helgi Magnússon 3 Hafskip Gjörningar og gæsluvarðhald eftir Helga Magnússon • Bók um eitt umtalaðasta mál seinni tíma á íslandi. • Hvernig leið bókarhöfundi í gaesluvarðhald- inu? • Af hverju lentu menn í gæsluvarðhaldi? • Hverjir voru „gulldrengirnir“? • Af hverju varð Hafskip gjaldþrota? • Hvað gerðist raunverulega? Einstæð bók sem fjallar um stormasama sögu Hafskips, orsakir gjaldþrots félagsins, tilraunir til að bjarga því og ekki síst um söguleg eftirmál gjald- þrotsins. Frjálst framtak, Ármúla 18, sími 82300.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.