Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 27

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 27 ■■■■ Á grænu laufi Jóhann Hjálmarsson Gylfi Gröndal: EILÍFT ANDARTAK. Ljóð. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986. Ljóðabækur Gylfa Gröndals benda til þess að skáldið vilji höndla hið eilífa andartak, enda heitir nýj- asta bók hans Eilíft andartak. Gylfi yrkir ljóð af því tagi sem eru stemmningsljóð, hughrif. Eitt ljóðanna í Eilífu andartaki nefnist A einu grænu laufi: Hvers virði er að yrkja af huga sál og tilfinningu ef ljóðið er bundið líkamlegum staðreyndum heila blóðrás og taugum? Æ, lyftu mér andvari til sólar og skýja! Leystu mig úr læðingi svo að ég geti siglt út á úfið mannhafið NYHING A ISIANDI GUCCI UR HJA GARÐARI OLAFSSYNI URSMIÐ ú fást Gucci armbandsúrin loksins á (slandi. Þú ættir að nota tækifærið og dekra við sjálfan þig eða gefa einhverjum sera þér þykir reglulega vænt um glæsilega jólagjöf. Gylfi Gröndal Nú virðist það aftur farið að tíðkast að skáld birti þýdd ljóð með frumsömdum ljóðum. I Eilffu andar- taki eru þýðingar á ljóðum nokkurra norrænna skálda sem Gylfi fínnur til skyldleika með og eru þær allar hinar smekklegustu. í Kviku Bo Setterlinds er talað um að fólgið sé í kviku skáldskaparins og bliki það andartak sem er eilíft. Gucci armbandsúrin fást eingöngu hjá Garðari Ólafssyni, úrsmið, Lækjartorgi GUCCI Tími til kominn Vinsælu ins; en „lengra þó/manna á milli". I ferðaljóðum bókarinnar sem eru opin og hispurslaus nær skáldið að tjá hug sinn á beinskeyttan hátt og með sjálfháði verða þetta hressi- leg ljóð og stundum fyndin. í upphafi ljóðsins Miami stendun „Ég sit undir sólhlíf/hvítur hrafn að norðan/með brenndan gogg/í garg- andi fuglabjargi." í sama ljóði er talað um að allt sé „nýtt/augum mínum“. Það er einmitt með því að Iáta jafnvel hið hversdagslega í útlöndum koma sér á óvart sem skáldinu tekst að miðla til lesand- ans skynjun sinni og upplifun. Þetta gildir ekki bara um ljóðin frá Bandaríkjunum, heldur einnig Par- ísarljóðin, Vínarljóðin og Grikk- landsljóðin. Með Hemámsljóðum (1983) fór Gylfi Gröndal inn á nýjar brautir í ljóðagerð sinni, í stað mynda úr hugarfylgsnum og náttúru komu frásagnarljóð. Þetta sama gerist í ferðaljóðunum í Eilífu andartaki og ég sé ekki betur en skáldskapur Gylfa græði á þessu, öðlist víðfeðmi. Gylfi er aftur á móti ekki eitt þeirra skálda sem hrópa á torgum og erf- itt er að hugsa sér hann í slíku hlutverki. Með því að rækta vel sinn yfirlætislausa garð nær hann samt árangri sem án efa á eftir að koma betur í ljós. Gylfi er meðal þeirra skálda sem vaxa hægt. En frá því að fyrstu ljóð hans birtust á prenti hefur næm ljóðræn skynjun ein- kennt hann. símarnirfást nú aftur í öllum litum TELYPHONE símana er hægt a6 festa á vegg eöa hafa á borði. Þeir hafa minni fyrir síðasta númer sem hringt er í, svo það er nóg að ýta á einn takka til að hringja aftur í það. Þeir hafa "hold"-takka til að geyma símtal ef þú þarft að skjótast frá augnablik. Ljós logar meðan samtal er geymt. Þeir hafa stillanlegan hringingarstyrk. Sterkir símar með mjög þægilegu símtóli. SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Þrjú skip seldu erlendis ÞRJÚ íslensk fiskiskip seldu seldu í erlendum höfnum á mánudag síðastliðinn samtals 393 lestir. Karlsefni RE seldi 151,2 tonn í Grimsby fyrir samtals rúmar 8,8 milljónir króna. Af aflanum voru 122 tonn þorskur en hitt grálúða og var meðalverðið 58,27 krónur á kílóið. Óskar Halldórsson RE seldi 51,5 tonn í Hull fyrir rúmar 3,6 milljónir að meðalverði 71,40 krónur á kflóið sem er mjög gott verð. Aflinn var aðallega þorskur. Þá seldi Breki VE í Bremerhaven samtals 190,3 tonn fyrir rúmar 10,5 milljónir króna eða 55,35 krónur að meðalverði. <B> I X GLXXI c «=* & B 0 GÐ e 1A A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.