Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 34
MOR'áMSLAÐIÐ, ÞRIÐJDDÁ'GUtl 16. 'DESEMBÉR19'g6 skoðanir sínar. Eftir það dvelst hann í París, og býr við mjög þröng- an kost. En þáttaskil urðu í lífi hans, er hann lék með Lamoreux- hljómsveitinni árið 1899 og öðlast heimsfrægð á skömmum tíma fyrir frábæran sellóleik sinn. Eftir það var hann ókrýndur konungur sellós- ins og við tóku umfangsmiklar tónleikaferðir um allan heim. Það væri of langt mál að rekja glæsilegan feril hans og friðarbar- áttu í þessum stutta pistli. En Pablo Casals var ekki aðeins sellósnilling- ur, heldur einnig hljómsveitarstjóri, tónskáld og mannvinur, sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann var ákafur frelsis- og friðar- sinni, sem aldrei lét sannfæringu sína fala fyrir fé og frama, en kaus heldur að dvelja í útlegð langtímum saman við þröngan kost heldur en að breyta gegn samvisku sinni. Bókin er bæði skemmtileg af- lestrar og stórfróðleg. Pablo Casals umgekkst marga af helstu lista- og andansmönnum aldarinnar og þarna er brugðið upp eftirminnileg- um myndum af mörgum þeirra. Þýðing Grímhildar Bragadóttur er vel gerð og þjál. Málfarið er vandað en þó látlaust. Bókina prýða marg- ar myndir og er frágangur allur til fyrirmyndar. Þessi bók er hvalreki fyrir list- unnendur og friðarsinna. Með iífí sínu og fordæmi sannar Pablo Cas- als kjörorð sín: „Listin og hið mannlega eru óaðskiljanleg". Síldaraflinn kominn yfir 60 þúsundtonn 44 skip hafa lokið veiðum SÍLDARAFLI fór yfir 60 þúsund tonn um síðustu helgi og fer nú að nálgast það mark sem úthlut- að var að þessu sinni, sem var 65.500 tonn. Alls hafa 44 skip nú lokið veiðum, en sjö skip eru eftir um veiðar á þeim 2.035 tonnum sem upp á vantar. Að sögn Arnar Traustasonar hjá sjávarútvegsráðuneytinu er þetta í fýrsta skipti í mörg ár sem síldar- afli fer yfír 60 þúsund iestir. Á hádegi á mánudag var aflinn kom- inn í 60.530 lestir sem landað hefur verið á 30 höfnum. Um 50.300 lest- ir hafa farið í söltun og frystingu og um 10.200 lestir í bræðslu, en aðailega hefur verið brætt á Aust- fjörðum. Mestu hefur verið landað í Grindavík, alls 8.050 lestum og hefur sú síld öll farið í oöltun og frystingu. Öm Traustason sagði, að alls hefði verið úthlutað 63.500 lestum af síld til handa 91 skipi. Af þeim hefðu 51 skip farið til veiða og hefðu nú 44 þeirra lokið veiðum. Sjö skip eiga því enn eftir að veiða þær 2.035 lestir sem upp á vantar. PABLO CASALS Pablo Casals — Ljós og skuggar á langri leið ________Bækur Egill Friðleifsson Pablo Casals Höfundur: Albert E. Kahn Þýðandi: Grímhildur Bragadótt- ir Útgefandi: Þjóðsaga Fyrir nokkrum dögum kom út hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu bókin „Pablo Casals — ljós og skuggar á íangri leið“ eftir Albert E. Kahn í þýðingu Grímhildar Bragadóttur. í formála greinir höfundur frá því að bókin hafí verið lengi í smíðum. Hann ferðaðist mikið með Casals, dvaldi á heimili hans og átti við hann löng viðtöl. Höfundur tekur þann kostinn að láta Casals segja söguna í fyrstu persónu, og verkið er að mestu byggt upp á orðum hans sjálfs. Pablo Casals Pablo Casals fæddist í litlu þorpi, Vendrell, skammt frá Barcelona á Spáni árið 1876, sonur fátæks org- anista og konu hans, Pilar Defilló de Casals, sem alla tíð var hinn góði vættur í lífi Casals. Hann hóf sellónám 11 ára gamall í Barcel- ona. Þaðan lá leiðin til Madrid, þar sem Guillermo de Morphy greifí hafði mikil áhrif á hann og leið- beindi honum í heimi lista og bókmennta. Þetta var í aldarlok, á fín de siécle-tímanum, „þegar lista- menn gengu með sítt bylgjandi hár, bylgjandi hálsbindi og bylgj- andi orðaflaum", svo vitnað sé til bókarinnar. Hann ávinnur sér hylli við hirðina, þó hann væri sannfærð- ur lýðveldissinni og stoltur Katal- óníubúi, sem ekki fór dult með oa frKWffiMfo d /evmpi /eid 60 Ijósmyndir Nafnaskrá. HljómpJötulisti. Pókaútgáfan ftóðsaga Þingholtsstræti 27, sími 91-13510 ENDURMINNINGAR PABLO CASALS Endurminningar Pablo Casals eru skrásettar af Albert E. Kahn og þýddar af Grtmhildi Braga- dóttur. Bókin greinir frá ævi og starfi þessa fræga tónlistarsnill- ings og mannvinar. Casals var fæddur og uppalinn ( San Salvador á Spáni á síð- asta fjórðungi 19. aldar. Hann bjó og starfaði ( Parfs f byrjun þessarar aldar, en hvarf aftur til Spánar, til Barcelona, í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar starf- aði Casals að tónlistarmálum, þar til hann flúði land í lok spænska borgarastríðsins og settist þá að í Frakklandi á nýj- an leik. (lok sjötta áratugarins giftist Casals ungri stúlku frá Puerto Rico, að nafni Martita, og settust þau að þar. I bókinni greinir Casals frá tónlistar- starfi sínu, tónleikaferðum og sam- tfðarmönnum sfnum f tónlistinni, sem hann ætíð hafði náin samskipti við. Frásögnin spannar tímabilið frá þvf skömmu fyrir síðustu alda- mótfram á 8. áratug þessarar aldar. Vert er að benda á að þessi bók er ekki aðeins fróðleg og hrífandi lesning fyrir tónlistarfólk. Casals gerir sér far um að greina frá mis- munandi umhverfi og aðstæðum sem hann bjó og starfaði við, eink- um meðan á borgarastrfðinu á Spáni stóð, og baráttu sinni við spænsku fasistana. J ólamarkaður Bergiðjunnar við Kleppsspítala, sími 38160—37. Jólatré, normannsþinur, hurðahringir, jólahús, gluggagrindur, skreytingar o.fl. Opið alla daga frá 9.00-18.00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.