Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 rAnann^lmon Steypustöðin hf Rétt með farin steypa stenst kröfur Greinargerð frá Steypustöðinni hf. vegna frétta um niðurstöður rannsókna á steypu VEGNA nýafstaðinnar umfjöllunar um steypugæði frá Steypustöð- inni hf. í fjölmiðlum viljum við taka fram eftirfarandi: 1. Rannsóknir á vegum steinsteypu- nefndar á undanfömum ámm hafa sýnt, að aukið loftmagn væri æski- legt í allri steypu sem steypt hefur verið á Reykjavíkursvæðinu, til aukins veðrunarþols. Steypustöðin hf. hefur því lagt mikla áherslu á hátt loftinnihald, einkum í brotþolsflokki S 200. Hátt loftinnihald í steypu frá steypustöð er nauðsynlegt vegna þess að loft tapast gjaman við dæiingu og af fleiri ástæðum. Hátt loftinnihald verður hinsvegar til þess að brotþol steypunnar getur lækkað með óbreyttu sementsmagni. Þessi áhrif vanmátum við og brugð- umst of seint við með aukningu á sementsmagni. Þetta leiddi af sér, að of mörg steypusýni fóm niður fyrir þau brotþolsmörk, sem steypa á að hafa eftir 28 daga hörðnun, en skv. íslenzkum staðli mega 20% allra sýna fara niður fyrir brot- rslsmörkin. áðumefndum athugunum er tekið meðaltal af öllum sýnum, líka þeim sem mælast of blaut og verða þar með veikari. Komi steypa of blaut frá Steypustöðinni er hún umsvifa- laust tekin til baka, kaupanda að kostnaðarlausu, þannig, að blaut steypa er ekki lögð niður með vilja Steypustöðvarinnar hf. Þetta hefur áhrif þegar sýnin em metin sem heild. 2. Steypustöðin hf. telur að tjón hafí ekki orðið á steypu vegna þess- ara atvika. Styrkleikafallið nemur aðeins fáum prósentum af viðmið- unarstyrk, sem hefur engin úrslita- áhrif á endingu mannvirkisins. Hinsvegar er staðallinn viðmiðunar- mark og ákvæði hans hafa ekki verið uppfyllt að fullu í öllum tilvik- um og er það gagmýnivert. Úr þessu hefur verið bætt og biðjum við alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessu. 3. Steypustöðin hf. hafði þegar gert leiðréttingu þessara mála á framleiðslu sinni, þegar Borgar- verkfræðingur gerði málið opinbert þann 12. desember 1986. Geta við- skiptavinir okkar nú verið þess fullvissir að steypa frá fyrirtækinu stenst kröfur sé hún meðhöndluð rétt á byggingarstað. 4. Steypustöðin hf. hefur samning við Rannsóknastofnun Byggingar- iðnaðarins, sem tekur 100 skyndi- sýni af steypunni á kostnað Steypustöðvarinnar hf. árlega. All- ar niðurstöður em sendar bygg- ingafulltrúanum í Reykjavík auk þess sem hann fær afrit af öllum þjónusturannsóknum, sem gerðar em á steypu frá fyrirtækinu á veg- um viðskiptamanna. Sama gildir um sýni sem tekin em af rann- sóknastofu Steypustöðvarinnar hf. Teljum við að framleiðslan standi undir mjög góðu eftirliti og munum stýra framleiðslunni í samræmi við það. 5. Steypustöðin hf. hefur nú starfað í 40 ár og framleitt milljónir ten- ingsmetra af steypu, meira en nokkurt annað íslenzkt fyrirtæki á þessu sviði. Hvað gæði snertir emm við óhræddir við samanburð við framleiðslu sérhverrar annarrar stejrpustöðvar. Við vömðum við hættu á alkalí- skemmdum í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu 1967 og höfum framleitt eigið óalkalívirkt steypu- efni á Esjubergi frá árinu 1955. Sú framleiðsla hefur án efa dregið mjög úr alkalískemmdum hér á Reykjavíkursvæðinu. Efnið frá Esjubergi er gmnnefnið í allri steypu frá Steypustöðinni hf. og teljum við það hafa sannað gildi sitt í mörgum stærstu mannvirkjum landsins. Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni okkur skilning, vegna þessa máls. Við munum leggja okkur alla fram til þess að bjóða þeim góða steypu og þjónustu og fyrirbyggja vandamál af þessu tagi. 15. desember 1986, Virðingarfyllst, Steypustöðin hf. Orgelleikur í Dómkirkjunni ÞEIM sem eiga leið um miðbæinn í dag, þríðjudag, milli kl. 16.30 og 17.00 gefst kostur á að hlýða á orgeltónleika í Dómkirkjunni. Dómorganistinn Marteinn H. Friðriksson leikur þá á orgel kirkj- unnar. Slíkir orgeltónleikar verða í kirkjunni nk. fímmtudag 18. des- ember á sama tíma og á Þorláks- messu nk. þriðjudag, einnig á sama tíma. (Ugjór DÚNDURSAGA FYRIR UNGLINGA EFTIR RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON SAGAN ALGJÖRIR BYRJENDUR gerlst í Reykjavík nútímans. Þar segir frá unglingsstráknum Grímsa og fyrstu ástinni hans, kunningjunum og fleira fólki veturinn sem sprengjan sprakk. Ekki alveg tíðindalaus vetur það! Pessi fyrsta skáldsaga Rúnars Ármanns er bæði skemmtileg og spennandi aflestrar. Dúndursaga fyrir ungllnga. 5vart á fivítu JOLATILBOÐ! Nú líður að jólum og þess vegna lækkum við verðið á ýmsum golfbúnaði. Dæmi um verð: Adidas leðurgolfskór Sett af McGregor járnum (9 stk.) Heilt unglingasett Jan Stephenson kvennasett Foot Joy skór Turfglide kerrur Ace kerrur Verð áður kr. 3.500 40.500 8.500 31.200 8.500 5.200 6.200 Verð nú kr. 1.000 50% afsl. -20.250 6.800 22.000 6.375 3.900 4.650 Stórlækkað verð á öllum öðrum vörum og fatnaði. Opið virka daga frá kl. 17-21, um helgar 12-16. ifGolfverslun /\ John Drummond Golfskálanum Grafarholti simi.82815
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.