Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 95
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 95 Morgunblaðiö/Bjami • Sigurður Gunnarsson gefur hér línusendingu inná Þorgils Óttar sem skoraði. Samvinna þeirra var oft góð í fyrri hálfleik. Finnar voru stekari og unnu sannfærandi sigur ífyrsta sinn á íslendingum í hand- knattleik i miklum markaleik í Laugardalshöll. Jafntefli í góðum leik ÍSLENSKA landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri gerði jafntefli við Bandarfkln, 19:19, f handknattleik eftir að hafa haft 10:8 yfir í hálfleik. Lokamínútur ieiksins voru mjög spennandi því íslenska liðið fókk aukakast þeg- ar tvær sekúndur voru eftir og staðan 19:19. Hóðinn Gilsson skoraði beint úr aukakastinu en fókk markið ekki dæmt gilt. Þegar 3 mínútur voru eftir var stðan 19:17 fyrir ísland. Banaríkja- menn skouðu sitt 18. mark þegar um ein mínúta var eftir. fslending- ar hefja sókn og skjóta þegar 45 sek. voru eftir, en markvörðurinn varði og þeir brunuðu fram og fisk- uðu vítakast, sem þeir skoruðu úr. fslenska liðið fékk síðan auka- kastið í lokin eins og áður segir. Fyrri hálfleikur var mjög jafn í byrjun eða allt þar til staðan var 6:6. Þá kom besti kafli íslenska liðsins sem náði tveggja marka forystu, 8:6, og hélt henni til hálf- leiks. I upphafi seinni hálfleiks jók íslenska liðið forskotið og komst í 14:9 og síðan 17:13 og seinni hálf- leikur hálfnaður. Síðan kom kafli sem ekkert gekk upp, aðallega óheppni og skoraði liðið ekki mark í 11 mínútur. Á þessum tíma fóru tvö vítaköst forgörðum og tvívegis var skotið í stöng. Vörn íslenska liðsins var góð allan tímann. Hornamennirrffl^ Haldfdán og Konráð voru mjög góðir. Skytturnar fyrir utan nýttust aðallega fyrir góðar línusendingar sem gáfu mörk. Markvörður Bandaríkjamanna, Rod Oshita, var bestur í liði þeirra og bjargaði þeim frá tapi. Hann varði alls 19 skot í leiknum þar af 2 vítaköst. Mörk U-21: Ámi Friðleifsson 4/1, Halfdán Þórðarson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Jón Þórir Jónsson 2, Konráð Ólafsson 2, Peter Petersen 2, Óskar Helgason 2/2 og Sigur- jón Sigurösson 1 SUS/Vajo Fyrsti sigur Finna á íslendingum FINNAR sigurðu íslendinga f fyrsta sinn f A-landsleik f hand- knattleik í Laugardalshöll f gærkvöldi. Þetta var mikill markaleikur þar sem Finnar skor- uðu 31 mark gegn 29 mörkum islendinga. Staðan f leikhlói var 18:16 fyrir Finna. Finnski leik- maðurinn, Jan Roennberg, fór á kostum f þessum leik og gerði 13 mörk. Jafræði var á með liðunum til að byrja með, eða allt þar til stað- an var 4:4 og 8 mínútur liðnar. Þá skoruðu Finnar tvö mörk í röð og héldu því forskoti út hálfleikinn. í síðari hálfleik var sama upp á teningnum Finnar höfðu ávallt frumkvæðið, en íslendingar voru aldrei langt undan og fengu reynd- ar möguleika á að jafna einu sinni í hálfleiknum. Guðmundur Guð- mundsson fiskaði þá vítakast þegar staðan var 23:24 en Júlíus lét verja frá sér. Það munaði þó ekki miklu að íslendingum tækist að jafna leikinn í lokin. Finnar höfðu fjögurra marka forskot, 25:29, þegar fjórar mínút- ur voru til leiksloka. íslendingar náðu að minnka muninn í eitt mark, 28:29, en nær komust þeir ekki og Finnar unnu verðskuldað. íslensku leikmennirnir vilja ör- ugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Þeir létu Finna slá sig gjör- samlega út af laginu með góðum og hröðum leik. Vörn íslands var eins og gatasía og markvarslan lengst af slæm enda fer það oft saman slæm vörn og markvarsla. Sóknarleikurinn var einnig nokk- uð fálmkenndur, sérstaklega eftir að Sigurður Gunnarsson var rek- inn af leikvelli fyrir Ijótt brot rétt fyrir leikhlé. Klaufalegt hjá Sigurði. Geir fékk einnig að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik. Steinar Birgisson stóð sig einna best í þessum leik, en hann kom inní hópinn fyrir Egil Jóhannesson sem fingurbrotnaði fyrir stuttu. Þorgils Ottar var góður í fyrri hálf- leik meðan Sigurðar naut við. Karl var góður í sókninni en slakur í vörn. Sömu sögu má segja um Guðmund Guðmundsson og Júlíus, sem var óheppinn með skot sín. Geir var full grófur í varnar- leiknum en hann skipti við Sigurð og síðan Aðalstein sem léku að- eins í sókninni. Einar stóð lengt af í markinu en hefur oft átt betri leik, varði alls 14 skot í leiknum. Finnar komu skemmtilega á óvart. Liðiö leikur hraðan og skemmtilegan handbolta og voru hraðaupphlaup aðall liðsins. Besti leikmaður vallarins var Jan Roenn- berg, mjög fjölhæfur leikmaður og erfitt við hann að eiga, þótt ekki sé hann hár. Einnig var Mikael Kaelmann (nr.3) góður, en þeir leika báðir með sænskum félags- liðum. Finnar voru utanvallar í 12 mín. en íslendingar í 14. Dómararnir voru þeir Peter Rauchfuss og Rudolf Buchda frá Austur-Þýskalandi og voru þeim mjög mislagðar hendur, en kom jafnt niður á báðum liðum. Mörk ISLANDS: Steinar Birgisson 7/2, Þorgils Óttar 6, Karl Þráinsson 5, Sigurð- ur Gunnarsson 4/1, Guðmundur Guð- mundsson 3, Júlíus Jónasson 2 og Aðalsteinn Jónsson 1. Mörk FINNLANDS: Roennberg 13/3, Kaellman 7, Gorman 5, Kihlstedt 2, Soed- erberg 2 og Lundberg og Nyberg eitt mark hvor. Leikið verður að Varmá í kvöld. Fyrst leika A-lið íslands og U-21 árs liðið kl. 19.30 og síðan Finn- land og Bandaríkin kl. 21.00. Vajo HM kvenna íhandbolta: Sovétríkin heimsmeistarar SOVÉSKU stúlkurnar sigruðu þær tókknesku 30:22 í úrslita- leiknum ó HM f Rotterdam á sunnudaginn og vörðu þar með heimsmeistaratitilinn. Sovésku stúlkurnar höfðu mikla yfirburði í leiknum og kom ekki að sök að þjálfari þeirra fékk ekki að stjórna liöinu frá bekknum vegna framkomu sinnar gagnvart dóm- urum í síðustu viku. Lið Noregs kom allra liða mest á óvart í úrslitakeppninni og vann Austur-Þýskaland 23:19 í keppni um 3. sætið. Bandarísku stúlkurnar, sem léku þrjá landsleiki á íslandi fyrir keppn- ina, höfnuðu í 16. sæti. Tennis: Becker meistari BORIS Becker, Vestur-Þýska- landi, vann Svíann Jonas B. Svensson f úrslitaleik unglinga- meistarakeppninnar í tennis í Stuttgart ó sunnudaginn og var þetta þriðja árið f röð, sem Bec- ker sigrar f keppninni. Getraunir: Tværtólfur TVÆR raðir komu fram með 12 róttum leikjum f getraununum um helgina og 20 raðir með 11 rétt- um leikjum. Önnur tólfan kom á 10 vikna seðil, sem var að renna út, og fékk hinn heppni 564.375 krónur í sinn hlut. Hin tólfan kom á gráan kerfis- seðil og þar voru einnig 6 raðir með 11 réttum, þannig að vinn- ingshafinn fékk tæplega 710 þúsund krónur. Becker vann 7:6, 7:6 og 6:3. Svensson er 23. á heimslistanum, en Becker annar og hefur Becker nú leikið til úrslita á síöustu sex mótum, sem hann hefur tekið þátt í, sigrað fimm sinnum og tapað einu sinni fyrir Lendl. °9 Br( fyrlr KERAMIK Til málunar á baðkör, sturtu- botna, vaska og öll hreinlætis- tæki. Nú er hægt að skipta um lit á gömlu flísunum. Ódýr leið til endurnýjunar C0?AMt^ Er baðkarið orðið gamalt og slitið, eða liturinn ekki við hæfi, flísarnar gamlar og Ijótar? Fram að þessu var eina leiðin að skipta um. Nú er lausnin komin og mjög einfalt að endurnýja eða breyta um lit glerj-^ ungs og emeleraðra hluta. Það er einfaldlega lakkaðyfirhreinlætis- eða heimilstækin með „CERA- MICO". - Hringið eða leitið upplýsinga. ÚTSÖLUSTAÐIR: Liturinn, ReykjaviK Litaver, Reykjavik Málningarbúöin, Akranesi Litabúöin, Ólafsvik G.A. Böövarsson. Selfossi Skapti hf.. Akureyri Kf. Fram, Neskaupstaö Kt. Héraösbúa. Egilsstööum KEA byggingav., Akureyri G.S. byggingavörur. Vestmananeyjum BVKO. Kópavogi BYKO, Hafnarfiröi r idropinn Hafnargötu 90, Keflavik, siml 4790 fítmhj ólp Við höfum hafið starfsemi sambýlis fyrir skjólstæðinga okkar í Reykjavík. Enn vantar þó innanstokksmuni í 4 herbergi s.s. rúm, stóla, borð, skápa og sjónvarp í setustofu. Við köllum eftir hjálp til þeirra sem hugsanlega eru aflögufærir og vildu hjálpa okkur með munum eða fjármagni. Vinsamlegast hringið í síma 11000 (Ágúst) kl. 13—17 virka daga. Með fyrirfram þakklætl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.