Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 71

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 71 Afmæliskveðja; Ragna Jónsdóttir Hratt flýgur stund, það er þó hvetju orði sannara. Ragna Jóns- dóttir var yngst okkar allra og eina stúlkan í þeim 19 nemenda hópi, sem hóf sig til flugs út í heiminn með hvíta kolla frá Menntaskólan- um á Akureyri hinn 17. júní 1936. Samkvæmt traustustu heimildum fæddist hún hinn 15. desember 1916, svo að hún hefur, sannast sagna, orðið sjötug í gær. Það fær víst enginn stöðvað tímans þunga nið. Ragna leit fyrst ljós heimsins á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði. Bamung fluttist hún til Norðfjarðar, þar sem faðir hennar hafði gerzt verslunarmaður. En snemma leitaði Ragna til Akur- eyrar, því að skipið, sem flytja átti hana til Norðfjarðar frá Borgarfirði (eystra), brá sér fyrst til Akur- eyrar. Þannig var samgöngum háttað á Fróni um 1920. En kannski hefur þessi krókur á fyrsta ferða- lagi Rögnu aðeins verið fyrirboði þess, hvert leiðir hennar lágu síðar. Foreldrar Rögnu voru hjónin Jón Sigfússon, um hríð bæjarstjóri í Neskaupstað, síðar skattstjóri þar og í Kópavogi, ættaður úr Fljóts- dal, og Ingibjörg Einarsdóttir, ættuð af Völlum á Héraði, en einn- ig frá Seyðisfírði, og alin upp þar, og raunar líka úr Norðfírði, ef lengra er rakið. Ég gerði það einu sinni mér til dundurs að rekja ætt Danslaga- keppnin með dúndur fjöri Hljómplötur Árni Johnsen Danslagakeppni Hótel Borg heit- ir ný hljómplata sem komin er á markað en þar eru á ferðinni 10 lög sem voru ofarlega á blaði I Dans- lagakeppni Hótel Borgar ekki alls fyrir löngu en þar var verið að end- urlífga skemmtilegan þátt I borg- arlífínu, sem danslagakeppni SKT var á sínum tíma í gamla Gúttó við Tjörnina, en þar voru best sóttu skemmtanir Reykvíkinga. Sá maður sem átti mestan þátt í að danslaga- keppni varð eins vinsæl og raun bar vitni var Freymóður Jóhannesson, Tólfti september, en Freymóður var kunnur listmálari og tónskáld. Þegar forráðamenn Hótels Borg- ar ákváðu að efna til danslaga- keppni á ný bárust 120 lög. Höfíindar voru bæði eldri og yngri, kunnir og ókunnir og afraksturinn var ljómandi góður. Danslagakeppnin er því bráð- skemmtileg plata í gamla góða stílnum með nikkum og öllu til- heyrandi en hljómsveitarstjóri á plötunni er hinn gamalkunni Jón Sigurðsson. Þá eru margir góðir söngvarar sem koma við sögu eins og Hjördís Geirsdóttir, Þuríður Sig- urðardóttir, Jón Kr. Ólafsson, Anna Þorsteinsdóttir, Einar Júlíusson, Jóhann Helgason og Haukur Mort- ens, svo segja má að það sé breidd í geiminu. Það verður enginn svik- inn af þessari plötu því þama geta menn tekið fyrir fótafímina í polk- um, tangóum, rælum, völsum og jafnvel skottís ... Ingibjargar til Hákarla — Bjama sýslumanns á Ketilsstöðum og Eið- um (á 15. öld) Marteinssonar, en kona hans átti skammt ætt að rekja til Lofts ríka, og þaðan er auðrakið allt til Skarðveija hinna fomu og gott ef ekki fleira stórmennis. Ragna er elzt fjögurra bama þeirra Jóns og Ingibjargar. Jón Sigfússon og þau hjónin höfðu allmikið um- leikis á þeirra tíma mælikvarða, meðan Jón var búsettur á Norð- fírði, meðal annars nokkum land- búskap, sem Ragna vandist og vann að í æsku. Ragna Jónsdóttir hefur alla ævi verið mjög sköruleg kona, ftjálsleg og einbeitt í framkomu, enda átt auðvelt með að umgangast fólk af margvíslegri gerð og lundarlagi. Hún hafði örugg tök á námi í skóla og var fljót að átta á því efni, sem fyrir lá hveiju sinni. En áhugi henn- ar beindist mest að tungumálum, eins og vænta má í máladeild menntaskóla, enda er kennaraferill hennar í málum, einkum þó dönsku, orðinn býsna langur, bæði á Akra- nesi, þar sem hún var búsett um skeið, og hér I borg. Það verður víst að'segjast eins og er, að I aug- um fjölmargra skplanemenda nú á dögum leikur meiri ljómi um ýmis önnur mál en dönsku, sem íslend- ingar ættu þó að hafa bezt skilyrði til að færa sér fyrst í nyt (eða ann- að norrænt mál) allra erlendra mála. Vandfundinn mun þó svo baldinn og skeytingarlaus nemandi í bekkjardeildum Rögnu, að hann leggi ekki jafnmikla rækt við dönsk- una, og hveija aðra námsgrein. Ragna er gædd fágætri lífsgleði og tápi, sem geislar af henni, hvar sem hún fer. Þar sem glaðlyndi hennar er samfara nærgætnisleg góðvild til ungra sem aldinna, er auðskilið, að hún er hvarvetna auð- fúsugestur, hvort sem er á fagnað- arstundu eða I önn hins hvers- dagslega lífs. Oft hefur hún brýnt gamla bekkinn okkar til samstöðu, ef henni finnst eitthvert mál vita að okkur, þó að við þessir gömlu bekkjarbræður hennar séum orðnir býsna þungir í taumi og durtslegir, síversnandi eins og allur mann- heimur. Hún var einn af frumkvöðl- um að stofnun NEMA, Nemenda- sambands Menntaskólans á Akureyri, sat lengi í stjórn þess og formaður um skeið við góðan orðstír, enda hafa námsárin á Akur- eyri ávallt verið henni afar hugfólg- in. Líkt má segja um Norðfirðinga- félagið í Reykjavík, Hún var í hópi þeirra, sem beittu sér hvað ein- dregnast fyrir stofnun þess, og átti sæti í fyrstu stjóm þess. Víst er það sannmæli, sem skáld- ið segir, að sorgin gleymir engum. En Ragna er ekki þeirrar gerðar, að hún beri það utan á sér, og missir ekki kjarkinn, þegar á móti blæs. Maður hennar, Ragnar Jó- hannesson skólastjóri, sem margt var til lista lagt, m.a. þjóðkunnur sem útvarpsmaður í áratugi, lézt eftir langvarandi vanheilsu haustið 1976. Hér í borg hefur Ragna lengst af kennt við Ármúlaskólann, sem nú um langt skeið hefur verið §öl- brautaskóli. Þó að ég hafí ekki fylgzt náið með þeim skóla, er mér fullkunnugt um það, að hún á þar óskiptum vinsældum að fagna, bæði meðal samkennara og yngri sem eldri nemenda. Það er og að vonum, að hún ávinni sér með altíð- legri og hressilegri framkomu sinni traust og hylli allra, sem umgang- ast hana. Þetta hefur verið hennar máti allt frá því, að ég man fyrst til hennar, er við vorum bæði á barnsaldri. Börn þeirra Rögnu og Ragnars heitins eru þijú, Ragnar, Ingibjörg og Guðrún, öll búsett í Kópavogi, mikið myndar- og dugnaðarfólk. Barnabömin eru fjögur, á aldrinum 8—20 ára. Mjög náið og ástúðlegt samband hefur alla tíð verið með Rögnu og bömum hennar og bama- bömum. Heimili Rögnu Jónsdóttur er að Skjólbraut 10 í Kópavogi. Um þess- ar mundir dvelst hún suður á Kanaríeyjum með vinkonu sinni og samkennara. Við Kristín þökkum henni löng og góð kynni og þá ræktarsemi, sem hún hefur sýnt heimili okkar frá upphafi vega. Henni, bömum hennar, bamaböm- um og öllum skylduliði sendum við okkar beztu ámaðaróskir á þessum tímamótum á æviferli hennar. Bjarni Vilhjálmsson 7L Mazda323 TRYLLITÆKIÐ FRA MAZDA! Bílagagnrýnendur í Evrópu segja: „Hreint út sagt stórkostlegur“: • Vél 1600 cc 150 hö DIN með tölvustýrðri innspýtingu, 2 yfirliggjandi knastásum, 16 ventlum og turbo/intercooler. • Hæð stillanleg frá jörðu með rofa í mælaborði. • Hröðun 0-100 ca. 8 sek. Hámarkshraði yfir 200 km/klst. • Drif á öllum hjólum (sídrif). • Álfelgur 14" og hraðakstursdekk. • Diskahemlar á öllum hjólum. • Vökvastýri. • Sérbólstruð „Rally“ sæti. • Rafdrifnir útispeglar. • Vindkljúfur að aftan og framan og margt fleira. B/LABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, Sl'MI 68-12-99 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.