Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Hvað um Hafskipsmál- ið og Útvegsbankann? eftirJens íKaldalóni Þótt mikið sé búið að tala og skrifa um þetta annálaða Hafskips- mál, er eins og engum hafl dottið í hug að gera því þau mannlegu skil, sem í siðferðilegu manngildi gæti talist samrýmast siðuðum mönnum. Allt hefur það verið blás- 1 ið út á þann ómannlegasta hátt, sem vit og geta vissra aðila hafa treyst sér til á hinn hróplegasta máta. Hvergi nokkursstaðar hefur það þó virkað ómannlegra en inní hinum virðulegum sölum okkar ástkæra alþingishúss, og mun löngum í minnum haft hin ógeðslega máls- herferð og ófrægingarofstopi sem þar um sali hljómuðu í pólitískum — og mannvonskulegum andskota- gangi. En hvað um það, þetta mál er að miklu leyti í takt við þann tíma sem við nú lifum í. Kenning sú, og ekki síður túlkun stjómvalda, hefur svo sannarlega skotið sínum beitt- ustu örvum að þeim farvegi, að allir skyldu þeir á hausinn detta, sem ekki svo föstum fótum á jörðu standa í rekstrar- og fjármálalegu tiliiti, að einir og óstuddir mættu sinn veg ganga, hversu ómannlega sem að væri búið í flestum formum í Qármáialegum möguleikum til at- hafna allra, og grundvallarlegum möguleikum. Eða hefur ekki hin himinhrópandi lífstíska hér undan- farið sýnt okkur og sannað, með nauðungaruppboðum fleiri togara, frystihúsafyrirtækja og stóriðnað- ar, þar sem brauðið hefur svo sannarlega verið tekið af borðum bamanna og heimilin skilin eftir á vonarvöl, að hér hefur hin ómann- eskjulegasta aðför haldið innreið sína í takt við þann glæfralegasta áróður misvirtra manna sem enga minnstu grein gera sér fyrir tilveru þeirra sem með hörðum höndum beijast við drottinvald fjármagns- ins, og ótal þröngvanir af ráðríkum mannkindum, sem ekki minnsta vit né þekkingu hafa á því, sem marg- ir aðrir standa í, sér til lífsins þarfa, og ekki síður þjóð sinni bjargar. En þótt enganveginn skuli ég getum að því leiða eð ekki hafí stundum of flott verið lifað hjá þeim sem um stjómvöl þeirra Hafskips- manna haldið hafa, og enginn kotungsbragur blasað hafí við gest- um og gangandi í hlaðvarpa þeirra ágætu athafnamanna, verður þó ekki hjá því komist að leiða hugann að því, hvort engar málsbætur eigi þessir menn í fórum sinum, í öllum þeim virku hörmungum sem yfír þá dunið hafa, og hvort í raun og veru hafí það þjóðhagslega borgað sig að láta þá fara á hausinn, sem svo er kallað. Jens i Kaldalóni „Nei, svo sannarlega skal ég gefa ykkur, þessum leiðandi og ráð- andi máttaröf lum þessa lands, þau ráð farsæl- ust, að láta Utvegs- bankann í friði.“ En nú eru eftirkaupin með Út- vegsbankann í algeymi hugans, og er sá þáttur þessa máls ekki síður einn af þeim tískuþáttum í tilvem okkar og þjóðlífí og ekki síður at- hyglisverður, einfaidlega af því að maður fær ekki séð að gullið vaxi DESEMBER AFSLÁTTUR Á PLASTBURÐARPOKUM OG FLESTUM GERÐUM BRÉFPOKA Kaupmenn athugið! Það flýtir fyrir að nota pappírspoka við afgreiðslu í kjötborðunum Eigum fyrirliggjandi 1 kg - 2 kg - 3 kg - 5 kg - 10 kg 10% afsláttur í desember PLAST-X - svo í runnum okkar _skóg,a að það margfaldist við að Útvegsbankinn sé hakkaður sem kæfa inní vitund annarra banka. Einn sterkur banki úr þremur, er sagt. Hvaðan koma allir þeir miklu fjársjóðir utanúr himingeimnum í viðbót, þótt allar eignir þessara þriggja banka séu í einn poka settar, eða eru þessir hlutir eitthvað í takt við landbúnað- armálin, þegar í fyrra að svo virtist sem nógir peningar hefðu í skógum þessa lands vaxið við setningu nýrra laga, að allt í einu væri hægt að borga bændum út allt haustinnlegg þeirra í sauðijárafurðum í stað þess að þeir ættu að öllum jafnaði 30% þeirra fjármuna ógreitt í hálft ann- að ár, en sem þó bændur eru búnir að berjast fyrir í 40—50 ár, en virt- ist bara auðvelt úr að leysa þegar búið var að tæta og splundra sam- tökum bænda útí verður og vind og inní landbúnaðarráðuneytið, en þeir þó hafa í sl. 40 ár streitast við að vinna sér til hagsbóta, en svo með einu pennastriki að engu gerð, nema þá helst að gleðja þá sem beittustu eiturörvunum hafa skotið að vettvangi þeirra, húsum og híbýl- um. Nei, svo sannarlega skal ég gefa ykkur, þessum leiðandi og ráðandi máttaröflum þessa jands, þau ráð farsælust, að láta Útvegsbankann í friði, sem alla götu einn og sér hefur verið einn sá skilvirkasti máttarstólpi þessa lands í einum okkar stórkostlegasta atvinnuhætti þjóðarinnar. Láta það fólk í friði sem um áratugi og alla ævi hefur haft viðskipti við þessa stofnun, elstu eða aðra elstu og markverð- ustu peningastofnun þjóðarinnar, og það er ein sú aumkunarlegasta þjóðarsmán að tæta þessa stofnun útúr tilverunni, enda þótt skakka- föll sem þetta henti bankann nú, sem alltaf má búast við, en tapið sem um er talað er vikilega ekki sá blóraböggull, sem enganveginn einn og sér réttlætir þá gerð að leggja stofnun þessa til hliðar, sem að má færa óteljandi rök, og ef hann er búinn að tapa 100 milljón- um á hálfu ári á viðskiptum sínum við Seðlabankann, þá er þar í ekki síður sá maðkur í mysu, sem út þyrfti að ganga í viðskiptum pen- ingavaidsins við þá sem minna mega sín. Já, svo sannarlega á Útvegs- bankinn sína sögu í tilveru þessarar þjóðar, og hana merka, þótt áföll hafí hann áður hlotið, svo sem flest- ir okkar landsins bræðra, og þeir fá oft skeli af báru sem á sjóinn sækja, og svo sannarlega hafa okk- ar ágætustu frumkvöðlar í flestum stöðum orðið fyrir áföllum, en þó upprisið úr öskustónni sér til sóma og sæmdar, en öðrum til gagns og gæfu. Nú er það helst til bjargar þessu mannlegasta fyrirtæki gegnum árin að fara með hann eins og sveitar- ómagana í gamla daga, að bjóða hann til veru þeim sem minnsta meðgjöfína þiggja vilja, og má þar útaf leggja þá reisn og djörfung eða þá hitt og heldur þeirra dugandi landsmálakrafta, sem nú ráða mest okkar islenska þjóðlífi til lands og sjávar, að láta það fyrirtækið leggja upp laupana sem eitthvað bjátar á hjá í augnablikinu, og ætla svo að telja okkur hinum trú um að alla sáluhjálpar blessun það muni okkur veita, þótt einn bankinn okkar verði í gröfína lagður, þótt ofgnótt sé þar um að ræða ekki síður en í öllum þeim sjoppu- og búðarbransa, sem löngu hefíir svo kollriðið öllu viti að hörmung sé um að horfa, en þó vitandi ekki síður hitt, að einmitt þessi banki er svo með öllum at- SAMDÆGURS Póstsendum samdægurs Símar 14280 — 12452 — 11266 BOLTAMADURINN LAUGAVEGI 27 SIMI 15599
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.