Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
59
Kvennalistinn í Reykjavík:
Seinni umferð skoðana-
könnunar lýkur í kvöld
SEINNI umferð skoðanakönnun-
ar Kvennalistans í Reykjavík
hófst sl. laugardag á Hótel Vík
og lýkur henni í kvöld. Fimm
manna uppstillinganefnd sér um
framkvæmd skoðanakönnunar-
innar. í henni eiga sæti: Ingi-
björg Hafstað, Borghildur
Maack, Kicki Borhammar,
Sigríður Lillý Baldursdóttir og
Kristin Árnadóttir.
Kristín sagði í samtali við Morg-
Friðarganga
á Reyðarfirði
FRIÐARGANGA var farin sl.
föstudag á vegum Æskulýðs-
nefndar JC í samvinnu við
æskulýðsfulltrúa og unglinga á
staðnum. Kennarar og nemendur
eldri bekkja grunnskólans út-
bjuggu kyndla, en þau yngri
friðardúfur úr pappír.
Mætti fólk við kirkjuna kl. 20.00.
Þar var kveikt á kyndlunum. Vigfús
Jónsson, nemandi 9. bekkjar, flutti
friðarávarp. Að því loknu lagði hóp-
urinn af stað með logandi kyndlana
að félagsheimilinu og var þetta
tignarleg sjón í skammdegismyrkr-
inu. Gengið var frá kirkjunni upp
Mánagötu og niður Heiðarveg að
Félagslundi. Þar voru Lionsmenn
búnir að koma upp stóru jólatré.
Það stoppaði hópurinn, sem taldi
um 200 manns. Kveikt var á jóla-
trénu og söng fólkið jólasálma og
jólalög. Heitt kakó var selt á staðn-
um og var gott veður um kvöldið.
Byggðalagsnefnd JC á Reyðar-
firði gaf fólki kost á að kaupa
slökkvitæki, reykskynjara og eld-
varnarteppi. Var þessari þjónustu
vel tekið og seldust 50 reykskynjar-
ar, 23 eldvamarteppi og 22 slökkvi-
tæki. Þessi tæki em valin í samráði
við slökkviliðsstjóra og eru af vand-
aðri og öruggri gerð.
Gréta
unblaðið að í fyrri umferðinni hefðu
verið send út bréf til allra Kvenna-
listakvenna í Reykjavík og þær
beðnar um að tilnefna 5—10 konur
sem þær vildu sjá á framboðslista
Kvennalistans fyrir næstu Alþingis-
kosningar.
Haft var síðan samband við allar
þær konur, sem hlutu tilnefningar
og þær spurðar hvort þær gæfu
kost á sér á framboðslistann. Nöfn-
um þeirra rúmlega 40 kvenna, sem
vildu vera á listanum, var raðað upp
á lista. Seinni umferðin er síðan í
því fólgin að félagskonur raða nöfn-
um tíu kvenna í tíu efstu sætin og
mun uppstillinganefnd hafa þær
niðurstöður til hliðsjónar þegar hún
setur saman listann. Tillögur upp-
stillinganefndar verða síðan lagðar
fyrir félagsfund Kvennalistans í
byijun janúar.
Kristín sagði að hugsanlega yrðu
einhveijar tilfæringar á þingmönn-
um Kvennalistans þar sem gildandi
væru reglur innan hrejrfingarinnar
um að sama konan skyldi ekki sitja
lengur en 6—8 ár.
Morgunblaðið/BB
Við þetta tækifæri var hóp slökkviliðsmanna afhent viðurkenning.
Keflavík:
Haraldur Stefánsson og Captain
Baxter nota viðeigandi áhald við.
kökuskurðinn.
Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli sjálfstæð deild
INNLENT
Keflavík.
SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkur-
flugvelli er nú orðin sjálfstæð
deild innan bandariska sjóhers-
ins. Þetta var kunngert við
hátíðlega athöfn að viðstöddum
yfirmönnum á Keflavíkurflug-
velli og fleiri gestum nú fyrir
skömmu.
„Þetta er mikil viðurkenning fyr-
ir störf okkar og sýnir glöggt hve
mikið traust þessi stofnun hefur",
sagði Haraldur Stefánsson slökkvi-
liðsstjóri af þessu tilefni.
Áður tiiheyrði slökkviliðið Flug-
rekstrarstofnun sjóhersins. Hjá
slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli
starfa eingöngu Islendingar og er
því skipt í tvær deildir, slökkvilið
og flugþjónustudeild. Við þetta
tækifæri fékk hópur slökkviliðs-
manna viðurkenningu fyrir vask-
lega framgöngu við björgun
verðmæta þegar hitaveitukerfíð gaf
sig í fjölmörgum íbúðarhúsum vam-
arliðsmanna í haust.
Þá gáfu slökkviliðsmenn í Norð- ‘
ur-Atlantshafsdeildinni 430 dali til
minningar um Svein Eiríksson fyrr-
verandi slökkviliðsstjóra og tók
Alfreð Alfreðsson varaformaður
Landssambands hjartasjúklinga við
gjöfínni.
- BB
SKARTGRIPIR ERU OKKAR SERGREIN
DEMANTAHUSIÐ
REYKJAVIKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SIMI 651313
■
Ekki
Carlsvik
Shipping
VARÐANDI frétt Morgun-
blaðsins um útlending sem nú
situr í stofufangelsi i
Reykjavík vegna framsalskr-
öfu sænskra yfirvalda skal
það tekið fram að sænska
fyrirtækið Carlsvik Shipping
á þar engan hlut að máli.
Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu situr banda-
rískur ríkisborgari í stofufang-
elsi á hóteli í Reykjavík og er
hann ákærður fyrir fjármálam-
isferli í Svíþjóð. Maðurinn
stundaði bátasölu, en hefur aldr-
ei staðið í slíkum viðskiptum hér
á landi, þótt hann hafi verið tfður
gestur hér af persónulegum
ástæðum.
... —.....
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Hilmar Foss
lögg, skjalaþýð. og dómt.,
Hafnarstræti 11,
símar 14824 og 621464.
Raflagnir — Viðgerðir
S.: 687199 og 75299
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Hárgreiðslustofan Edda
Sólheimum 1.
Permanent 1220 kr.
Sími 36775.
□ Sindri 598612167 - Jf.
I.O.O.F. Rb. 4 = 13612168'A Jv.
□ EDDA 598616127 - Jf.
□ HAMAR 598612167 - Jólaf.
I.O.O.F. = Ob. 1,P =
16812168'A = Jv.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur biblíulestur f kvöld
kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
AD-KFUK
Jólafundur kl. 20.30, kaffi.
Munið bænastundina kl.20.00.
Allar konur velkomnar.
n
UTIVISTARFERÐIR
Þriðjudagur 16. des.
kl. 20.00
Tunglskinsganga. Létt ganga
frá Kaldárseli að Óbivnnishól-
um. Áð við kertaljós i Obrynnis-
hólahelli. Verð 300 kr., frítt f.
böm m. fullorðnum. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu. Sjáumst.
Útivist.