Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 59 Kvennalistinn í Reykjavík: Seinni umferð skoðana- könnunar lýkur í kvöld SEINNI umferð skoðanakönnun- ar Kvennalistans í Reykjavík hófst sl. laugardag á Hótel Vík og lýkur henni í kvöld. Fimm manna uppstillinganefnd sér um framkvæmd skoðanakönnunar- innar. í henni eiga sæti: Ingi- björg Hafstað, Borghildur Maack, Kicki Borhammar, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Kristin Árnadóttir. Kristín sagði í samtali við Morg- Friðarganga á Reyðarfirði FRIÐARGANGA var farin sl. föstudag á vegum Æskulýðs- nefndar JC í samvinnu við æskulýðsfulltrúa og unglinga á staðnum. Kennarar og nemendur eldri bekkja grunnskólans út- bjuggu kyndla, en þau yngri friðardúfur úr pappír. Mætti fólk við kirkjuna kl. 20.00. Þar var kveikt á kyndlunum. Vigfús Jónsson, nemandi 9. bekkjar, flutti friðarávarp. Að því loknu lagði hóp- urinn af stað með logandi kyndlana að félagsheimilinu og var þetta tignarleg sjón í skammdegismyrkr- inu. Gengið var frá kirkjunni upp Mánagötu og niður Heiðarveg að Félagslundi. Þar voru Lionsmenn búnir að koma upp stóru jólatré. Það stoppaði hópurinn, sem taldi um 200 manns. Kveikt var á jóla- trénu og söng fólkið jólasálma og jólalög. Heitt kakó var selt á staðn- um og var gott veður um kvöldið. Byggðalagsnefnd JC á Reyðar- firði gaf fólki kost á að kaupa slökkvitæki, reykskynjara og eld- varnarteppi. Var þessari þjónustu vel tekið og seldust 50 reykskynjar- ar, 23 eldvamarteppi og 22 slökkvi- tæki. Þessi tæki em valin í samráði við slökkviliðsstjóra og eru af vand- aðri og öruggri gerð. Gréta unblaðið að í fyrri umferðinni hefðu verið send út bréf til allra Kvenna- listakvenna í Reykjavík og þær beðnar um að tilnefna 5—10 konur sem þær vildu sjá á framboðslista Kvennalistans fyrir næstu Alþingis- kosningar. Haft var síðan samband við allar þær konur, sem hlutu tilnefningar og þær spurðar hvort þær gæfu kost á sér á framboðslistann. Nöfn- um þeirra rúmlega 40 kvenna, sem vildu vera á listanum, var raðað upp á lista. Seinni umferðin er síðan í því fólgin að félagskonur raða nöfn- um tíu kvenna í tíu efstu sætin og mun uppstillinganefnd hafa þær niðurstöður til hliðsjónar þegar hún setur saman listann. Tillögur upp- stillinganefndar verða síðan lagðar fyrir félagsfund Kvennalistans í byijun janúar. Kristín sagði að hugsanlega yrðu einhveijar tilfæringar á þingmönn- um Kvennalistans þar sem gildandi væru reglur innan hrejrfingarinnar um að sama konan skyldi ekki sitja lengur en 6—8 ár. Morgunblaðið/BB Við þetta tækifæri var hóp slökkviliðsmanna afhent viðurkenning. Keflavík: Haraldur Stefánsson og Captain Baxter nota viðeigandi áhald við. kökuskurðinn. Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli sjálfstæð deild INNLENT Keflavík. SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli er nú orðin sjálfstæð deild innan bandariska sjóhers- ins. Þetta var kunngert við hátíðlega athöfn að viðstöddum yfirmönnum á Keflavíkurflug- velli og fleiri gestum nú fyrir skömmu. „Þetta er mikil viðurkenning fyr- ir störf okkar og sýnir glöggt hve mikið traust þessi stofnun hefur", sagði Haraldur Stefánsson slökkvi- liðsstjóri af þessu tilefni. Áður tiiheyrði slökkviliðið Flug- rekstrarstofnun sjóhersins. Hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli starfa eingöngu Islendingar og er því skipt í tvær deildir, slökkvilið og flugþjónustudeild. Við þetta tækifæri fékk hópur slökkviliðs- manna viðurkenningu fyrir vask- lega framgöngu við björgun verðmæta þegar hitaveitukerfíð gaf sig í fjölmörgum íbúðarhúsum vam- arliðsmanna í haust. Þá gáfu slökkviliðsmenn í Norð- ‘ ur-Atlantshafsdeildinni 430 dali til minningar um Svein Eiríksson fyrr- verandi slökkviliðsstjóra og tók Alfreð Alfreðsson varaformaður Landssambands hjartasjúklinga við gjöfínni. - BB SKARTGRIPIR ERU OKKAR SERGREIN DEMANTAHUSIÐ REYKJAVIKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SIMI 651313 ■ Ekki Carlsvik Shipping VARÐANDI frétt Morgun- blaðsins um útlending sem nú situr í stofufangelsi i Reykjavík vegna framsalskr- öfu sænskra yfirvalda skal það tekið fram að sænska fyrirtækið Carlsvik Shipping á þar engan hlut að máli. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu situr banda- rískur ríkisborgari í stofufang- elsi á hóteli í Reykjavík og er hann ákærður fyrir fjármálam- isferli í Svíþjóð. Maðurinn stundaði bátasölu, en hefur aldr- ei staðið í slíkum viðskiptum hér á landi, þótt hann hafi verið tfður gestur hér af persónulegum ástæðum. ... —..... smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss lögg, skjalaþýð. og dómt., Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. Raflagnir — Viðgerðir S.: 687199 og 75299 Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Hárgreiðslustofan Edda Sólheimum 1. Permanent 1220 kr. Sími 36775. □ Sindri 598612167 - Jf. I.O.O.F. Rb. 4 = 13612168'A Jv. □ EDDA 598616127 - Jf. □ HAMAR 598612167 - Jólaf. I.O.O.F. = Ob. 1,P = 16812168'A = Jv. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur f kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. AD-KFUK Jólafundur kl. 20.30, kaffi. Munið bænastundina kl.20.00. Allar konur velkomnar. n UTIVISTARFERÐIR Þriðjudagur 16. des. kl. 20.00 Tunglskinsganga. Létt ganga frá Kaldárseli að Óbivnnishól- um. Áð við kertaljós i Obrynnis- hólahelli. Verð 300 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.