Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Hugleiðing á jólaföstu eftir Friðfinn Finnsson „Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna, að ég megi halda þau allt til enda. Veit mér skyn, að ég megi halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. Leið mig götu boða þinna, því af henni hef ég yndi. Beyg hjarta mitt að reglum þínum, en eigi að ranglátum ávinningi. Snú augum mínum frá því að horfa á hégóma." Sálmar 119, 33—37. Sannarlega væri það viturlegt að ganga inní hið nýja ár með þessa bæn sálmaskáldsins hebreska í hug qg hjarta. Bæn um vísdóm til að ) ástunda réttlæti fyrir líkn ávinning, og beina augum frá því að horfa á hégóma. Ekki mun um það deilt, að ísland sé gott og fagurt land, og að hér ríki almenn velmegun, atvinnuleysi ekki teljandi. Æska landsins álitlegt manndómsfólk, húsakostur mjög fullkominn ekki síst þegar horft er til þess að mest hefir verið byggt á fáum áratugum. íslendingar eru eins fijálsir og mest má vera, í orðs- ins fýllstu merkingu, og íslendingar bera ekki vopn, annað en pennann. Við mættum oftar leiða hugann að stöðu okkar. íslenska þjóðin hefir margs að minnast og margt að þakka á þessu ári eins og oft á liðnum árum. Segja má, að árgæska hafi verið til sjós og lands, sumarið eitt það fegursta sem menn muna. 200 ára afmæli Reykjavíkur var haldið með miklum glæsibrag, og þeim til mikils sóma sem því stjórn- uðu. Og veðrið var eins og best gat verið. Leiðtog-afundurinn íHöfða Þá var leiðtogafundurinn í Höfða stórviðburður sem lengi mun í minnum hafður. Það var vel hugsað hjá biskupi vorum að óska eftir því við alla presta landsins að þeir hefðu fyrirbæn í kirkjum sínum um að fundur þessi mætti fara sem best fram og verða til blessunar í átt til friðar í heiminum. Eftir því sem blöðin sögðu frá, mátti víst segja að vel hefði til tekist með þennan fund og allt sem í kringum hann var, þegar tillit er tekið til þess hvað undirbúningur var stuttur. En mikið var það tilstand allt í kringum þennan fund, þar sem aðeins tveir menn áttu að tala saman. En við Islendingar skiljum ekki, sem betur fer ekki, hemaðarþjóðir. Við höfum ekki séð það fyrr, að ekið væri um götur borgarinnar í skotheldum bif- reiðum, með halarófu af bílum undan og eftir, með lífverði að sagt var. En svo fór samt þegar leið- togamir voru komnir undir eitt þak í Höfða, þá sameinuðust lífverðim- ir, var mér sagt. Ekki er vitað nú, hvemig árangur verður af þessum fundi, en ýmis teikn sýnast mér á lofti um að nokkurs árangurs megi vænta þegar fram líða stundir, það sem við sáum af öllum þessum fyrir- gangi, var að sjá hvað þessar þjóðir leggja í sölumar þegar mikið liggur við. En gátu þessir miklu menn nokkuð lært af ferðinni til íslands? Já, svo sannarlega, hér sáu þeir sjálfstæða, krístna og hamingju- sama þjóð sem býr í fögm landi, og sem notar ekki vopn í viðskiptum sínum innanlands sem við aðrar þjóðir en pennann og sverð andans. Og svo hefir þjóð valið sér leiðtog Jesú Krists, og undir merki Krists vinnur hún sína stærstu sigra. Ef leiðtogamir bæm gæfu til þess að fara að dæmi íslands í þessum efn- um, þá stigu þeir fyrsta sporið að gjöra heimsbyggðina að Paradís á jörðu. Fyrsta vers Passíusálmanna. Hefir nokkur kveðið sér betur hljóðs? Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp mitt hjarta, og rómur með. Hugur og tunga hálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. Vígsla Hallgrímskirkju er stór- viðburður og bjartsýnir hafa þeir verið mennimir og hugsjónaríkir sem hófust handa um byggingu þessa þjóðhelgidóms fyrir §ömtíu ámm. Þar ber hæst nafn Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkis- ins, sem teikninguna gerði. En Hallgrímskirkja er ekki aðeins fyrir Hallgrímssöfnuð í Reykjavík, held- ur er hún þjóðarhelgidómur. Ríkis- valdið hefír undanfarið veitt stuðning, og er það því til sóma. Old séra Hallgríms, seytjánda öldin, hefír verið talin öld hallæris, fátæktar, einokunar og einveldis í sögunni. Hallgrímur kvað í heljar- nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir, segir séra Matthías. Ekki mun um það deilt að Hallgrímur hafí verið stórskáld, þó svo að Passíusálmamir hefðu ekki komið til, en þeir em tvímælalaust meist- araverk séra Hallgríms, og senni- lega alls sálmakveðskapar heilagrar Guðs Kristni. Þegar horft er til þeirrar aldar sem Hallgrímur var Friðfinnur Finnsson „Eftir langa ævi er það mín reynsla að bænin sé sterkasta af lið sem okkur mönnunum er gefið, og að bænin sé lykillinn að Drottins náð, eins og blessaður Hallgrímur kvað.“ uppi, þá er varla hægt að halda að það hafí verið tilviljun sem sent hafí íslensku þjóðinni slíkan Guði innblásinn andans leiðtoga á ein- hveijum erfíðustu tímum sem yfír íslensku þjóðina hafa gengið. Segja má, að íslenska þjóðin hafi tekið Hallgrím í tölu sinna helgu manna. Enda er hér enginn dómstóll til að útnefna dýrðlinga, en það hefír gerst með þeim hætti að Passíu- sálma hafa ástvinir lagt á brjóst látinna ástvina sinna sem hinstu kveðju, og við hveija gröf hljómar: „Allt eins og blómstrið eina, upp vex á sléttri grund.“ Ég enda þessa hugleiðingu um Hallgrím með þjóð- ar þökk séra Matthíasar: Trúarskáld, þér titrar helg og klökk, tveggja (nú þriggja) alda gróin ástarþökk. Nidjar íslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín. + Afengi er þjóðarböl Eitt er það sem íslenska þjóðin ætti að huga að í alvöru, það er áfengisneysla þjóðarinnar. Hún er geigvænleg, og til mikillar ófar- sældar fyrir alla sem háðir eru áfenginu, og mikill er sá skaði sem af því hlýst, og allt það böl og öll þau slys sem af því hljótast. Við heyrum það daglega í útvarpinu að þetta margir hafí verið teknir ölvað- ir við akstur og þar hafí orðið stórslys og ökumaðurinn sem slys- inu olli hafí verið ölvaður. Svona heyrir maður slysasögur daglega, og les í blöðunum. Þetta er sannar- lega sorglegt. Svo eru á öðrum sviðum framin allskonar skemmd- arverk og_ skrílssemi og ótrú- mennska. Ég heyrði fyrir ári einn af fyrirmönnum þjóðarinnar ræða um umferðarmál í útvarpinu. Hann sagði það ekki ofmælt að 80% af slysum í umferðinni væru vegna áfengisneyslu. Þá er ein sorgarsag- an, upplausn heimilanna vegna áfengis, hörmuleg, og allt það böl sem því fylgir. Því miður hefur sig- ið á verri hlið nú um margra ára skeið. Mætti þar til nefna áfengis- neyslu, sem konur voru mjög samtaka um að spoma á móti, og þar völdu þær fyrst og fremst eigið eftirdæmi. Á æskuárum mínum, fyrir 1920, mátti segja að karlmenn margir notuðu áfengi, sem ekki var þó í stórum stfl, en konur hömluðu alls staðar á móti, þó ekki væri það með stóryrðum og var það óþekkt að konur neyttu áfengis. Hér sem oftar er þjóðin í mikilli þakkarskuld við konumar og enginn veit hver þjóðarógæfa áfengisnautnin hefði orðið ef konumar hefðu ekki staðið þar nokkmm tröppum hærra en karlmennimir. Væri óskandi að nútímakonumar tækju þessar kyn- systur sínar sér til fyrirmyndar. „Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér lífsins kórónu." Opinbemnarbók Jóhannesar 2.10. Ekki em margar áminningar í Biblíunni jafn þmngnar af alvöm sem þessi, og fáum þeirra fylgir þar fegurra fyrirheit. Hún ber það með sér að hún er fram kominn á alvömtímum og eitthvað mikið er í aðsigi þegar svona fast er að orði kveðið. Það er einhver hætta á ferð- um. Hlutverk okkar flestra mannanna barna liggur á því svæði sem lítið ber á í augum heimsins, en hvert svo sem það er, þá er það þetta sem allt er undir komið, að því sé gegnt með trúmennsku. Helgasti reitur trúmennskunnar er heimilið sjálft, farsæld hvers heimil- is er fyrst og fremst reist á tryggð og trúfesti hjónanna, bregðist hún, er gæfa þess hmninn, og æðsta sælu mannlegs lífs breytt í harm- leik. Það kom til mín kunningi minn fyrr á þessu ári, og fór að tala um trúmál, og spurði meðal annars hvort ég læsi mikið Biblíuna. Ég sagðist líta oft í hana nú í seinni tíð. Þá spurði hann mig hvort ég teldi að það væri gott fyrir sig að fara að lesa ritninguna. Já, sagði ég, það verður áreiðanlega öllum til blessunar að lesa hana, og á því skalt þú byija sem fyrst, því það er trúarstyrkjandi. Ritningunni hef- ir verið líkt við ljósastiku, en ljósið sjálft er Jesús Kristur. Megininni- hald Biblíunnar er um hjálpræði Guðs, okkur til handa fyrir Jesúm Krist. Þá spurði kunningi minn hvort ég tryði á eilíft líf. Eg kvað svo vera, því ég væri ekki eins sann- færður um nokkurn hlut og líf eftir dauðann. Jafnvel eilífðina hefír Guð lagt í bijóst mannanna, því endar trúaijátning evangelísku kirkjunn- ar á þessum orðum: „Ég trúi á eilíft líf.“ Predíkarinn 3.11. Spurt var einu sinni, hvað eigum við að gera til þess að eignast eilíft líf? Því svarar enginn betur en Jesús, því hann er sjálfur svarið. Faðmur Guðs stendur okkur öll- um opinn í Jesú Kristi. Ættum við ekki öll að þakka Guði fyrir að Jesú sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég mun gefa yður hvíld. Þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Allt sem þér gerið mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört." Þegar ég les þessi fögru heilræði Krists, þá fínnst mér að það sé hjartað sem talar, því er það mín hugsun að fyrr komist blómið hefur sigrað heiminn Slakaóu á og njóttu lífsins meÓ JILSANDER Snyrtlvörubúðln Laugavegl 76. Rvk. Líbía Laugavegl. Rvk. Clara Laugavegi. Rvk Sara Bankastrætl. Rvk. Mirra Hafnarstrætl. Rvk. Gjafa- og snyrtivörubúðin Suðurverl. Rvk. Nana Völvufclli. Rvk. Snyrtivöruverslunin Glæslbæ. Rvk. Holtsapótek Langholtsvcgl. Rvk. Bylgjan Hamraborg. Kópavogl Snyrtihöllin Garðabæ Anetta Keflavík Vörusalan Akurcyrl Ninja Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.